Fćrsluflokkur: Ljóđ

Samhverfa

Ţú

međ ódáinsakra

í blóđi

og auđnu mína.

 

Hjartsláttur

vćngja ţinna

er vegferđ mín

frá einu mosavöxnu spreki

til annars.

 

Viđ eigum

veglaust mark

án móta.

 

 


Tilbrigđi viđ stef

Nótt, eins og dagur sólar sakni

í sorta og veglaust haf.

Dagur, eins og nótt á vćngjum vakni

í vorsólar hlýjan staf.


Áđan á sinfó

Í pokarottu og eldrauđum sokkum

situr hún viđ hliđ mér

og hringar sig í sćtinu

eins og köttur,

dregur lappirnar undir sig

og grefur međ ćpandi tánum

í vatnsbláa sessuna.

 

Ţćr dansa viđ karlmannsklćddan Fást,

eldfugl,

međ blóđlitan refil um axlir

og glađvakandi fíólín í fangi,

Ţyrnirós í sál. 

 

Prúđbúnir gestirnir

eru víđsfjarri og ilmurinn

eins og engar séu borđtuskur

í strćtisvögnum.  

 

Miskunnarverkiđ og pabbi

eru löngu gleymd

og tónlistin nćr ţangađ,

sem henni var ćtlađ. 


Stillur

Í bliknuđum augum

er líf ţitt faliđ.

Hljóđ ertu,

botnfrosiđ vatn

á fjöllum.

Viđ klökuga bakka bćrist

sölnađ sef.

Veikum vćngjum

slćrđu hörpu ţagnar

viđ mánans stef.

 

Og hugsun mín

er tilbrigđi

viđ hugsun ţína.


Nćturvaka

Í ţúsund ár

stóđum viđ vörđ Drottins 

og töldum hann 

sniđinn örlögum okkar.

Jafnvel dćgur

sćtti okkur viđ dóm smáblómsins.

En tími okkar var einungis mćldur

í einni nćturvöku.    

 

Og í eilífum Skógum 

spratt teinungur

í kviku augnabliksins. 

 

Nú gróa ţar íbjúgar

litbjartar liljur

úr annarri veröld

- í fullri sátt

viđ Guđ og okkur.


Samstćđur

Á bak viđ myrkur

lokađra augna

lifir hún,

hrakin og bernsk.

 

Sjálfsmynd er dregin

í myndlausri skuggsjá

orđvana hugsana.

 

Vefur vođfelldrar kúgunar

er strengdur 

í fágađa hefđ.

 

Á bálk er bundiđ

vćngstíft hrak.

Á bak viđ myrkur

lokađra augna

er lifandi sál.

 

Á bak viđ lognmjúkt myrkur 

lokađra augna

ert ţú.


Arfurinn

Á spunaţrćđi

í hörpu örlaganna

hangir fjađrađur sendibođi

válegra tídinda.

 

Töfrar söngs

og vćrđ í ćđum

í skugga óvćntra erinda,

unađur og lausn...

 

...um boga himins,

ţangađ sem laufiđ féll

á saklaust hold.


Dagsverk

Í kvöldsólinni stendur rođagullinn bekkurinn Beinbrjótur

og býr sig undir svefninn.

Ţćr hafa fariđ um hann mjúkum höndum í dag

og hann tekiđ ástum ţeirra.

 

Ţađ er eins og forlögin hafi aldrei kallađ hann til verks

og krömin sé mitt einkamál. 


Til Friđriks

Sjá hversu mađurinn

er kominn um langan veg.

Í myrkri fortíđar

liggja sporin.

Nakinn klćddi hann sig.

Svangur fćddi hann sig.

 

Börnin voru borin

á örmum vanţekkingar

til nýrra sigra.

 

Nú fćđast ţau

međ rafskaut á hausnum

til ţess ađ verđa 

fórnarlömb ţekkingarinnar.

 

Ţađ fennir í sporin,

sem liggja til baka.

Villtur er ég.

 

Lítill lófi lćđist mér í hönd

í trausti ţess,

ađ leiđ okkar beggja

liggi ekki

fram af nćsta hengiflugi.

 

 


Andvaka

Á bak viđ blásvart myrkriđ

búa sólhvítir stafir.

Hann hefur sagt mér af ţeim sögur

og sungiđ um ţá,

dagurinn í gćr.

 

Hann er vinur minn, huggari minn.

Möskvar hans eru unađslegir fjötrar.

 

Međ dagsbrún í hönd nćrir kringla heims 

allt međ eilífri von

eins og Lótusblóm í nafla ókunnrar gyđju. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband