Laus úr pólitísku helsi samtímans

Einu góðu hefur Ólafur Ragnar komið í verk í dag. Ég fékk í mig þá döngun að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum og losa mig við Mogga Davíðs og lagsfólks.   

Þetta minnir á Ólaf Ólafsson sem var lengi kristniboði í Kína. Þegar hann var ungur maður, þá fór hann í messu á Gilsbakka í Hvítársíðu minnir mig hjá presti, sem ekki var þekktur fyrir að snúa fólki til þeirra trúarskoðana, sem Ólafur síðar aðhylltist. Þessi maður hafði hins vegar svo mikil áhrif á Ólaf að hann varð til þess, að Ólafur gerðist boðandi trúarinnar upp frá því. Það mætti e.t.v. kalla ávarp Ólafs Ragnars Gilsbakkaþulu.  

Hvernig Ólafi Ragnari tókst að losa mig við helsi núverandi húsbænda í Valhöll og í Hádegismóum ætti að vera nokkuð augljóst, en ég er tilbúinn að ræða það frekar ef eftirspurn er fyrir hendi.   

Gangi ykkur allt að sólu í dag, vinir og frændur og aðrir bloggvinir!


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk sömu leiðis góður dagur.

Sigurður Haraldsson, 5.1.2010 kl. 14:04

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú nýtur gistivináttu Moggans;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2010 kl. 21:29

3 identicon

Hvar ert þú að blogga?  Ert þú ekki á mbl.is.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:55

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Morgunblaðið þessa mánuði, frá því að nýir menn tóku við rekstri og ritstjórn þess, kemur mér fyrir sjónir eins og einstaklingur sem orðið hefur fyrir þungu áfalli og sækir til baka í hugsun og hegðun til þess tíma þegar honum leið vel og það sem áfallinu olli var ekki orðið.

Hér er blaðið lítið lesið nema auglýsingar um andlát og útfarir og sumar minningargreinar.

Aftur á móti notfæri ég mér aðganga að gömlum greinum og annað sem er á vef blaðsins. Við erum því ennþá tvístígandi og gæti vefáskrift orðið niðurstaðan.

Þakka þér samskiptin á blogginu á liðnu ári og vona að nýja árið verði þér og þínum gott og farsælt, ár blessunar, gleði og friðar. (þrátt fyrir að vera ekki lengur flokksbundinn.)

Hólmfríður Pétursdóttir, 6.1.2010 kl. 00:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kæri síðueigandi,

Um leið og ég óska þér gleðilegs árs og bjartra daga þá legg ég til að vísindaheimurinn leggist í vinnu við að klóna í þér innrætið.

Sem má svo græða í fyrrum flokksfélaga þína.

Hafðu þökk fyrir málefnalegt blogg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2010 kl. 11:47

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég geri orð Jennýar Önnu að mínum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2010 kl. 12:04

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gleðilegt ár fyrrum flokksbróðir.

ÞAð er ekkert við því að gera, að ,,hver ergist sem eldist" og verður hver að eiga við sig kaup á fjölmiðlun, veru í pólitískum flokkum og hvernig þeir verja atkvæði sínu.

Þetta er hægt hér á okkar góða landi vegna baráttu og varðstöðu gegninna flokksmanna minna um frelsi og lýðræði.  Það munaði ekki miklu, að Sovét Ísland yrði að veruleika.

Svo er með mótstöðuafl gegn áróðri Komma og Kommatitta allskonar á vinstra væng, að það er mis mikið í sinni hvers einstaklings, svona líkt og sýkingarþol er misjafnt milli manna.

Við sem erum Íhald af hinni hreinu og gömlu sort, erum hvergi bangnir en berjumst gegn misrétti bæði innan og utan Flokksins.

Þess vegna hef ég farið gegn gerðum forystumanna okkar ef þeir hafa látið undir höfuð leggjast, að fara að Landsfundasamþykktum um grunnstefnuna.

Það gerðist í síðustu kosningum, þegar ég og Kjartan Gunnarsson, ásamt og með fleirum, komum því inn í samþykktir að allar auðlindir væru í þjóðareign en þingmenn sumir hverjir, í það minnst formaður, fóru GEGN þessu og létu undir höfuð leggjast að styðja svipað frumvarp á þingi.

Þá greiddi ég þeim EKKI atkvæði en ég gekk EKKI úr Flokki mínum, því ég lít svo á, að mér beri að vinna minni sannfæringu (byggðri á grunngildum Flokksins) fylgis og verja þannig hinn hreina tón Frelsisins, sem er þeirrar náttúru, að allir eiga að fá að hlusta á tæran hljóm þeirrar hljómhviðu.

Því var í byrjun sett fram víghrópið ,,Frelsi eins má aldrei verða helsi annars"  Því sem spakir menn sjá, er frelsi ekki gott, nema sem flestir fái þess notið.

Þetta klikkaði í ÖLLUM  Kratískum lagasetningum, svo sem Kvótalögum, Verðtryggingarlögum og nú síðast EES samningnum.

Vonandi er nú að koma sú tíð, að Þjóðaratkvæði verði frekar regla en undantekning.  Ég hef barist mjög fyrir því, á þeirri forsendu, að við skulum TREYSTA skynsemi þjóðarinnar, að velja sér í vil.

Þetta hafa Svisslendingar gert mjög lengi og með afar góðum árangri.

Þeir hættu í EES og hafa ekki enn haldið áfram með ESB samningaviðræður.  Skynsamt fólk Svissarar.

Með kærri kveðju og von um, að þín mætti njóta við í baráttunni innan okkar góða Flokks

Bjarni Kjartansson

oft nefndur  Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.1.2010 kl. 13:02

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Sigurbjörn. Til hamingju með að vera óflokksbundinn. Þú ert að mínu mati of fjölhæfur og góður til að láta njörva þig niður í einhverja einhæfa, þröngsýna og spillta flokks-hjörð. Frelsið er utan flokka, en ekki innan og virðist í dag vera það eina rétta. Takk fyrir öll hugljúfu bloggin þín. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband