Matthías Johannessen eldist vel

Á náttborđinu í frístundahúsinu liggur Matthías - viđ hliđ mér. Síđasta ljóđabók hans,Vegur minn til ţín, er hreint hunang. Handbragđiđ sveiflast frá hefđbundnum bragarháttum til formlausra ljóđa, sem engu lúta nema aga hugsunarinnar. Ţar er Matthías á heimavelli. Ekki međ hrađa snigilsins heldur eins og spretthlaupari, sem aldrei missir sjónar á markinu. Hlaupiđ er ţó fyrst og fremst ţreytt af yfirvegađri lífsreynslu. Og ţessari hröđu og frjóu og oft beittu hugsun fylgir bćđi vćrđ og unađur. Tveir ólíkir skáldafákar á fleygiferđ í sama ljóđinu.

Hér á árununum las ég Málsvörn hans og minningar. Sú bók er óbundiđ ljóđ. Fyrir löngu sagđi Matthías, ađ ljóđ vćri ferđalag frá einni hugsun til annarrar.  Ég brá ţessari mynd einhvern tíman upp viđ setningu vísindaţings heimilislćkna: Vísindin eru ferđalag frá einni niđurstöđu til annarrar. Sú hugsun var auđvitađ fengin ađ láni hjá Matthíasi. Matthías fćr mann til ađ hugsa. Ađ lesa Matthías er eins og ađ hafa tvo til reiđar. Og mađur veit aldrei hvort hrossiđ mađur situr hverju sinni. Eitt sinn talađi hann um athafnaskáld. Ţađ var vel sagt. Matthías er hins vegar ástríđuskáld. Og hefur komiđ ástríđu sinni frá sér. Ţađ er ekki öllum gefiđ.

Í Málsvörn og minningum er hann á ferđ međ hugsun sinni – og Hönnu heitinni,  sem aldrei var langt undan. “Viđ á ţessari löngu leiđ frá einum legstađ til annars”. Á ferđ um grafarústir og fallnar kirkjur í Skotlandi í Málsvörn og minningum.    

 

Lćknisćvin er ferđalag frá einu verkefni til annars eins og vísindamannsins frá einni niđurstöđu til annarrar. Til ađ koma ţessu endalausa ferđalagi frá ţarf bćđi sköpunargleđi og ástríđu. Eins og skáld. Ţađ er erfitt ađ ímynda sér málsvörn Matthíasar, hlutskipti á sakamannabekk. Frjáls andi á ástríđufullu ferđalagi frá einni hugsun til annarrar. Eins og í Málsvörn og minningum. Á ferđalagi frá einu blómi til annars – eins og hunangsflugan, sem “gleymir sér í sćtleika hunangsins”.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir orđ ţín um bók Matthíasar, Vegur minn til ţín. Hunang.

Óli Ágústar (IP-tala skráđ) 12.1.2010 kl. 11:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband