Sjálfsagt til að bæta öryggi sjúklinga

Þær ráðsrafanir, sem hér er greint frá, eru sjálfsagðar til að bæta öryggi sjúklingar. Ganga má útfrá því að íslensk stjórnvöld taki þátt í þessu samstarfi. Dæmin sýna einnig að fylgjast þarf betur með vinnutíma lækna innan Evrópu, sem sumir hverjir vinna partavinnu á hinum sameiginlega vinnumarkaði og þverbrjóta vinnutímatilskipun Evrópusambandsins.

Læknafélag Íslands hefur frá árinu 2003 talað fyrir sérstöku átaki til að auka öryggi sjúklinga með því að treysta fagleg vinnubrögð á heilbrigðisstofnun og draga úr kerfislægum mistökum. Því miður hefur hægt mjög á þessari vinnu í höndum Landlæknis vegna fjárskorts í Kreppunni.

 

 


mbl.is Upplýst um lækna sem fá áminningu í starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kreppan já.  Það er skelfilegt hvað hún bitnar á heilbrigðisstofnunum. Þar er sparað allt of mikið. Búið að fækka starfsfólki of mikið að mínu mati, og það sem yfirvöld þurfa að gera sér ljóst að svona sparnaður eykur líkurnar á mistökum.

Rósa (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 11:13

2 identicon

Það er ekki bara að það sé verið að fylgjast með hvort menn vinna of mikið. Það kom upp mál hérna í DK um lækni, með menntun frá Súdan/Sómalíu, sem hafði stundað lækningar í Svíþjóð og fengið áminningu þar vegna vankunnáttu. Lækningaleyfið var hins vegar ekki tekið af honum. Hann flutti síðan yfir sundið og hóf að vinna hér. Auðvitað hafði kunnáttan ekkert aukist við flutningana og því komu upp alls konar mál. Hins vegar, þar sem hann hafði lækningaleyfi á evrópska svæðinu og áminningarnar bara skráðar í Svíþjóð, gat danska ríkið ekki vitað annað en að hann væri hæfur læknir. Því fór sem fór...

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband