"niðri í bæ að skemmta sér þessa nótt " ???

Mér finnst það heldur hvimleitt að sjá það ítrekað á prenti eða heyra á ljósvakanum, þegar fólk hefur staðið misjafnlega ölvað fyrir leiðindum á almannfæri, að það hafi verið "að skemmta sér". Þetta er viðtekinn frásagnarmáti en í besta falli karikatúr af sannleikanum. Af hverju ekki að nefna hlutina sínum réttu nöfnum og segja að fólk hafi verið að drykkju.

Þessari athöfn fornmanna var aldrei lýst öðruvísi og ekki sparaðar lýsingarnar, þegar þeir ældu hver upp í annan. 


mbl.is Dæmdur fyrir líkamsárás þrátt fyrir minnisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Bætti líka stíga skrefið til fulls og segja að fólkið hafi verið á fylliríi.

Sigurður Hreiðar, 28.9.2010 kl. 13:38

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hmm fyrsta orðið í athugasemdinni hér að framan á að sjálfsögðu að vera „Mætti“.

Skaði að geta ekki leiðrétt sláttuvillu í athugasemd.

Sigurður Hreiðar, 28.9.2010 kl. 13:39

3 identicon

Þú getur komið í veg fyrir innsláttarvillu í athugasemd með því að senda hana ekki inn strax og hún hefur verið skrifuð, heldur standa upp frá tölvunni, kíkja út um gluggann, hringja eitthvert, fá sér kaffi ... eða gera eittthvað smálegt áður en þú sest að nýju niður við tölvuna og lest það yfir sem þú varst að skrifa.

Þessi háttur hefur a.m.k. oft bjargað mér frá klaufalegustu villunum.

Svo er ég alveg sammála síðuritara og hef bloggað um það sjálfur. Hvað á það að þýða að kalla það "skemmtun" eða "að skemmta sér" þegar fólk er orðið hugsunarlaust og jafnvel afvelta af áfengisdrykkju?

Hoppandi (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband