Stjórnendur lífeyrissjóðanna umboðslausir

Stjórnir lífeyrissjóðanna þrýtur umboð til að ráðstafa eigum þeirra til dreifðra afskrifta án lagafyrirmæla. Það er ekkert sem heimilar þeim að ráðstafa eigum sjóðsfélaga  á þann hátt. Þær hafa þurft að takast á við niðurfærslur og jafnvel afskriftir í einstökum málum en ætíð þannig, að ekki hefur verið strikað yfir eignir sjóðanna fyrr en þrautreynt er, og þá að lögum. Hér tækju þær hins vegar þátt í eignaupptöku, sem er fráleitt að gera nema með lagaboði, sem þá kann að stangast á við stjórnarskrána.

Það er í raun furðulegt að þetta sjónarmið hafi ekki komið upp á yfirborðið í þeirri umræðu, sem nú á sér stað og lýsir það ef til vill þeim lausatökum, sem menn hafa á samvisku sinni þessa dagana, þegar fjármunir annarra eru undir.
mbl.is Afskrifa þyrfti 220 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Góð athugasemd. Þegar lífeyrissjóðirnir voru að skerða lífeyrisgreiðslur fyrir ca. 3 árum þá þurfti reyndar ekkert nema samþykki fjármálaráðuneytisins til.

En ef á að skerða eignir lífeyrissjóða með þessum hætti sem rætt er um þá þarf bæði að breyta lögum og eins samþykktum lífeyrissjóðanna.

Hafþór Baldvinsson, 12.10.2010 kl. 09:19

2 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

þetta er ekki spurning um að borga eða gera heldur að leiðrétta ranga bókfærslu. Það er fáránlegt að tala um að þetta kosti 220 miljarða. Það þarf að snúa þessari hugsun við. Þetta er ranglega bókfært um 220 miljarða sem eign lánadrottna en er það ekki þetta er eign heimilanna. Það þarf að leiðrétta villuna.

Anna Margrét Bjarnadóttir, 12.10.2010 kl. 09:36

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það var ekki spurt um heimildir þegar stjórnendur sjóðanna ráðstöfuðu fjármunum launþega, án þess að hafa umboð frá eigendum fjárins í vafasamar og óskiljanlegar áhættufjárfestingar.  Það er ekki skrítið að þeir sömu fyllist vandlætingu þegar rætt er um að á næstu 30 árum eða þar um bil verði þýfinu skilað til eigenda.

Kjartan Sigurgeirsson, 12.10.2010 kl. 10:29

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki færsluna.  Verði niðurstaðan að fra þessa leið og lagaheimildir skortir fyrir því að útfæra þetta á besta veg, þá verður einfaldlega leitað til Alþingis um að breyta lögum svo þetta verði mögulegt.  Annað eins hefur nú gerst.  Ekki er langt síðan að lögum var breytt svo lífeyrissjóðirnir gætu keypt í fjármálafyrirtækjum og fjárfest í útlöndum, allt góðar og arðsamar fjárfestingar, ekki satt?

Marinó G. Njálsson, 12.10.2010 kl. 15:28

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Af orðum þínum má ráða, að þú skilur færsluna mæta vel Marinó, og ekki meira um það að segja.

Sigurbjörn Sveinsson, 12.10.2010 kl. 15:55

6 identicon

Svona í framhjáhlaupi, þótt það sé annað mál en þó skylt; Þegar Samtök atvinnulífsins ákváðu, að lífeyrissjóðirnir ættu að stofna Framtakssjóð Íslands og leggja bróðurpartinn af þeim fjármunum, sem þar voru settir, í flugfélagið Icelandair, þá var víst enginn skortur á heimildum? Vafalaust hafa þeir verið minnugir ummæla Warren Buffet í því samhengi? Seta Samtaka Atvinnulífsins í stjórnum almennra lífeyrissjóða er hneyksli, hvað sem íhaldinu þóknast að halda fram í því samhengi.

Sauradraugur (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 19:00

7 identicon

Merkilegt hvað þeir hafa samt heimildir til að sukka með fé okkar hingað til, veit ekki til þess að ég hafi gefið slíkt umboð. Og ég hef heldur ekki samþykkt að eignir séu ranglega skráðar í bókhaldi sjóðsins, hvað þá að eignir hans séu hækkaðar með þjófnaði á þorra landsmanna.

(IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 20:24

8 identicon

Verður nokkur skerðing hjá opinberum starfsmönnum?

Þeir halda óskertum réttindum, ekki satt?

Er ekki nóg komið?

Held að sé 17% skerðing hjá mínum lífeyrissjóði, nú þegar.

Salix (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 22:50

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Salix, hugmyndir HH ganga út á að skerðing sem kynni að verða (ekki víst að svo verði vegna annarra atriða sem við nefnum til) verði engin á þá sem eiga minnsta eða enga möguleika á að vinna hana upp, en aukist síðan eftir því sem lengra er eftir af starfsævinni.

Mig langar að vekja athygli á því, að innstæður lífeyrissjóða í bönkunum voru varðar upp í topp með neyðarlögunum.  Þeir peningar komu ekki af himnum ofan.  Þeir komu að mesta frá annars vegar skattborgurum og hins vegar í formi lánasafna heimila og fyrirtækja.  Þessar innstæður voru ekki tryggðar og því fengu lífeyrisþegar gjafagjörning, þegar innstæðurnar voru tryggðar.  Mér finnst allt í lagi að við köllum hlutina réttum nöfnum.  Ég er ekki að mæla því mót að þetta hafi verið gert.  Langt frá því, en það er ekki ósanngirni að biðja um að lántakar fái einhverja leiðréttingu.

Marinó G. Njálsson, 12.10.2010 kl. 23:39

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Lífeyrissjóðirnir hafa tapað tugum ef ekki hundruðum milljarða í spilavítum og svikamyllum bankanna. Nú eru þeir að reyna að fela það tap, tala lækkun á lífeyrisgreiðslum í framkvæmd og láta líta út fyrir að þær séu tillögum HH að kenna.

Hagsmunasamtök heimilanna (og aðrir sem fara fram á sanngjarnar leiðréttingar okurvaxtalána) eru þannig þægilegur blóraböggull fyrir stjórnendur lífeyrissjóðina til að fela eigin vanhæfni.

Theódór Norðkvist, 13.10.2010 kl. 01:39

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íbúalánasjóður er með 6,39% raunvexti á 30 ár veðskuldaláni miða við sömu verðbólgu og í USA síðustu 30 ár. Karfan í USA er 1,62% til 3,36% . í UK 1,79% - 1,99%  Þess vegna hækkar óverðtryggt lán hjá honum um 30% að raunvirði á 30 árum ef verðbólgu verður sú sama og í UK. Verðtryggt lán hækkar ekki. Álagning miðað við enga verðbólgu er: 93% vextir. Hér er búið að svindla á vertryggingu síðan hún var tekin upp, galdur er að láta skuldnaut ekki borga fullar verðbætur til að byrja með. Hinsvegar er hægt að heildar greiðslu  úr EXEL hjá honum, og geta menn með mína menntun reiknað þetta út í samræmi vvið alþjóðlegar reikniaðferðir eins og drekka vatn. Hinsvegar fyrir 2007 trúði ég því að heildar veðskuldin væri verðtryggð fyrir sérhver jöfn greiðsla væri það.  Hafði vaðið fyrir neðan og færði greiðslumat banks niður um 30% svipað og kjararýrnunin í síðustu þjóðarsátt. Lifi á haframjöli.

Vaxtaálagning á útborgaða lánsfjárhæð til 30 ára er 240% miðað við sömu verðbólgu í USA  90% til  140%    

Íbúðalánsjóður er látin fjármagna lífeyris sjóði með skammtíma lántökum.

Frá upptöku stökkbreyttra jafngreiðslu lána, gömlu lánin sem en gilda utan Ísland voru allof háir vextir fyrst og samsvarandi lækkun vegna verðbólgu sem kemur í staðinn fyrir neikvæða vexti. 

Þegar verðbætur er lánað til að byrja með  þá eru þær fluttar fram á lánið sem hækkun á höfuðstól alla skuldanna sem eftir eru  og þá myndast eign í bókhaldi sem er ekki til.

Hinsvegar kunna Íslendingar ekki að reka veðskuldarsjóði, þeir eru eftir 30 ár þroskaðir með eitt lán á leið út þegar eitt fer inn og allar skuldir á árinu eru að jafnaði eins og meðal skuld eins láns.  þannig að ofháir vextir nýlánanna ganga upp í neikvæða vexti þeirra gömlu. Þetta er ekki áhættu sjóðir enda veð örugg og greiðslu geta líka þegar raunvextir eru undir 2%   og gjalddagar 360. Greiðslur þær sömu og hér á 1 gjalddaga  en lækka svo í framhaldi. Ég vildi hafa fæðst 30 árum fyrr.

Sjóðirnir hér eru til þess að stela eigin fé og veðum fólks undir 5.000.000 árstekjum. Lánin bara vertryggð ef verðbólga núll. Vaxta skipting er svo sett fram stacked til að fela að greiðslur fara hækkandi þegar líður á lánið.

Það er ekki hægt að auka hagvöxt með ódýrum drasl keðjum aftur  þannig að fólk á mínum aldri færi lítinn sem engan lífeyri.

Erlendir valdhafar láta lífeyrissjóði á Íslandi ekki hagnast á sínum launþegum. 

Júlíus Björnsson, 13.10.2010 kl. 05:03

12 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Innistæður lífeyrissjóðanna í bönkum við hrun voru varðar við hrun eins og annarra landsmanna. Jöfnun þess dæmis er lokið. Því miður voru óverulegar eignir á þeim tíma á því formi, því mest var í bönkunum af skuldabréfum, hlutabréfum og á peningamarkaðssjóðum. Helftin af þessu fé tapaðist lífeyrissjóðunum.

Þetta eru gagnlegar pælingar hér að ofan og sjálfsagt er að velta fyrir sér öðru fyrirkomulagi með ævisparnaðinn. Eftir stendur sem áður sú staðreynd, að stjórnir lífeyrissjóðanna geta ekki tekið þátt í þjóðarsátt eins og HH hugsa sér hana.

Sigurbjörn Sveinsson, 13.10.2010 kl. 09:05

13 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Það hafa margir áhyggjur af lífeyrisþegum og finnst mér athyglisvert hversu forsvarsmenn lífeyrissjóða rjúka nú upp til handa og fóta til að tala um HAG sjóðsfélaga. Þessi títtnefndi hagur sjóðsfélaga var ekki til staðar þegar sjóðsfélögum var lánað úr eigin veski, sjóðsfelagalán, með 100% lágmarks fasteignaveði en að hámarki 65% af metnu markaðsvirði á meðan útrásarfélögin fengu ótakmörkuð skuldabréfalán án nokkurra kvaða eða veða annarra en bréfsefnið og blekið sem upphæðirnar voru skrifaðar á.

Verðbætur fasteignalána lífeyrissjóðanna eru nú notaðar til að breiða yfir gegndarlaust fjármálasukk og spillingu innan kerfisins.

Það skal tekið fram að það sem þú bendir á Sigurbjörn er vissulega rétt og líklega verður aldrei hægt að fara þessa leið öðruvísi en með lagasetningu eða lagabreytingu í umboði þjóðarsáttar.

En eins og Marinó bendir réttilega á fóru lagabreytingar í desember 2008 í gegnum alþingi á ljóshraða sem gáfu lífeyrissjóðunum leyfi til m.a. að fjárfesta í óskráðum félögum og hækka tryggingafræðileg vikmörk um heil 5% sem þýðir að lífeyrissjóðirnir fengu auknar heimildir til að nota lífeyrisiðgjöld þeirra sem nú greiða inn í sjóðina til að greiða þeim sem nú taka út.

Hverjir þurfa að taka á sig stærsta skellinn?

Til að breiða yfir fordæmalaust fjármálasukk lífeyrissjóðanna eru farnar eftirfarandi leiðir til að lagfæra bækurnar.

1.Skerðing lífeyris og áunna réttinda.

þ.e. skerðing á lífeyri þeirra sem nú taka út til jafns við skerðingar áunna réttinda þeirra sem nú greiða inn í kerfið.

2.Hækkun lífeyrisaldurs í 67ár. 

Bætir tryggingafræðilega stöðu sjóðanna mikið á kostnað allra þeirra sem nú greiða í kerfið og eiga eftir að fara á lífeyri.

3.Breytingar á réttindaávinnslu lífeyrissjóðanna. 

Þ.e. Iðgjaldagreiðendur fá minni réttindi fyrir hverjar greiddar 10.000kr. sem skerðir réttindi og framtíðarréttindi framtíðariðgjalda þeirra sem nú greiða í kerfið.

4.Tryggingafræðileg staða sjóðanna er í flestum tilfellum í hæstu leyfilegu neikvæðum mörkum sem þýðir að stór hluti iðgjalda þeirra sem nú greiða í kerfið og safna fyrir framtíðar lífeyri eru notuð til að greiða lífeyri þeirra sem nú taka út.

5.Lánaverðbætur á  fasteignalánum (okkar mikilvægasta lífeyri) hafa hækkað höfuðstól íbúðalána sjóðsfélaga um 30% frá 1/1 2008.Og skert þannig framtíðar lífeyri flestra þeirra sem nú greiða í kerfið.

Hverjir taka á sig mesta skellinn??

Það vill oft gleymast hverjir það eru sem borga brúsann. Þeir eru ófair sem fengi fasteignir sínar á silfurfati sem tala um hag fjármagnseigenda, hverjir borgi brúsann og gæta þurfi jafnræðis.

HH hafa talað fyrir leiðréttingum, forsendubresti og sátt í þjóðfélaginu.

Það hefur aldrei verið minnst á afskriftir skulda. Við viljum borga til baka það sem við fengum að láni með sömu fáránlega háu vöxtunum og við skrifuðum undir að greiða miðaða við forsendur lánanna þegar þau voru tekin.

Ábyrgðin á ástandinu er fjármálafyrirtækjanna og lífeyrissjóðanna. 

Spurningin er og verður alltaf sú: Hvað kostar að fara ekki í almennar niðurfellingar.

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.10.2010 kl. 09:46

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar eiga bestu tryggingstærðfræðinga í heimi. Ef hávitakerfi hér væri betra væru þjóðverjar búnir að taka það upp.

Ergo höfundar Íslenska kerfisins eru phonies.

Svo vita útlendingar allt um Mannauðinn hér. Í samanburði við sinn eigin.

Þetta er ekki spurning um fjölda heldur um réttu einstaklinganna. Sumir eru góðir í skák , sumir geta aldrei neitt í skák. 1 getur unnið 80 í skák blindandi.

Engin þjóð þarf að verðtryggja útlánsfé með lögum nema hún kunni ekki að reikna útlánsvexti.    Öll lán í gegnum aldirnar búa við þá áhættu að verðbólgan tekur sinn toll.  Hinsvegar ef eigin fé Alvöru bankastofnunar vex umfram verðlag á hverju ári þá kann hún að verðtryggja. Nema hún eignfæri of mikið af afskriftum til að greiða út arð og skatta.

CPI er notað til að mæla raunvaxtahluta nafnvaxta á innlandmarkaði, má líka nota vísinn til mæla ofan í askanna.  USA miðar við launþega á föstum launum 9 til 5 um 80% þegnanna. Mér finnst það klógt. Aðrir eru með tekjur upp og niður eða hlutfallslega hærri.  Hér hinsvegar er mæld heildarneysla sem gefur þeim sem hafa mest á milli handanna mest vægi í neyslunni.  Í USA er neytendverðvísir til að tryggja að almenn eftirpurn eftir framleiðslu og þjónustu minnki ekki til að auka arð virðisaukaskapandi rekstrar: Bankar borga ekki VSK. Hún er líka notuð til að næringarinnhald í skólamáltíðum minnki ekki í skammtíma bólgum.

Júlíus Björnsson, 13.10.2010 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband