Guðbergur var hér í gær

..einn á veginum með ellinni. Hún hefur fylgt honum frá æskuárum. Það segir hann. Guðbergur er Grindvíkingur; hann er fiskur undir steini. Hann er ólíkindatól ekki síður en Þórbergur. Hann vill ekki láta trufla sig með vinsældum; það er tímafrekt að skrifa fyrir fámenna þjóð. Að ekki sé talað um að kynna fyrir henni sólbakaða menningu úr suðrænu landi og tungutak heillar heimsálfu að auki. Eða man einhver eftir hundrað ára einsemd á einu frímerki?  Þar var sko ekki þröngt um sálina.  Hún undi sér möglunarlaust í gegnum dægrin á þessu frímerki með aragrúa kynslóðanna. Þar var enginn öðrum líkur en allir náskyldir; dýrvitlausir Skagfirðingar.  

Ógleymanlegt.

Guðbergur skilur sig frá öðrum trúleysingjum. Ég veit ekki, segir hann. Hann er ekki í boðunarstarfi, ekki upptekinn af trú annarra. Það er meira en sagt verður um margan spámann vantrúarinnar á vorum dögum. Þeir eru uppteknir af öðrum. Guðbergur er sannur sér og því, sem hann trúir ekki.

Hann er meistari samræðunnar en það er ekki öllum gefið að næra hann á fluginu. Hann þarf að fá að skrifa í viðmælandann. Þannig var í Guðbergi Bergssyni metsölubók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góðan dag! Guðbergur var samt hinn mesti æringi,þegar við vorum samnemendur á Núpsskóla í Dýrafirði. Ellin heimilar mér að vitna um það,einnig að hann er hinn vænsti maður.Við höfum oft hizt á förnum vegi,auk þess er hann jafnan mættur,þar sem Steinar Sigurjónsson,mágur minn,er heiðraður fyrir verk sín. Satt er það Beggi skiptir sér ekki af annara manna trú.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2010 kl. 01:12

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það hefur margt óvenjulegt fólk stundað nám á Núpi. Og af ýmsum ástæðum. Guðbergur er prakkari. En vísast hefur hann ekki stolist inna á stelpnavistina eins og margir gerðu. Að því leyti er hann hefðarmenni.

Sigurbjörn Sveinsson, 5.11.2010 kl. 19:39

3 identicon

Af hverju dýrvitlausir? Þetta orð er ein af klisjum málþrota íþróttafréttamanna, vanmáttug tilraun til að lýsa hjarðhegðun þar sem allir eru í rauninni eins.

Af hverju Skagfirðingar?  Að því marki sem þeir eru frá sér eru þeir það hver á sinn sérstaka hátt, þótt greina megi svæðisbundin blæbrigði. En ekki dýrvitlausir, nei, nei.  

Guðbergur er líka frá sér og hjá sér á sinn sérstaka hátt

Gunnar M. Sandholt (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 12:38

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þeir, sem lesið hafa Einsemdina og þekkja Skagfirðinga vita hvað ég á við.

Sigurbjörn Sveinsson, 7.11.2010 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband