Bókmenntaelítan kiksar

Við fengum fregnir af því fyrir nokkrum dögum, að Svari við bréfu Helgu og Hreinsun hafi verið hampað af bóksölum fyrir ágæti. Fleiri dómar hafa fallið á sömu lund undanfarnar vikur. Ég verð því miður að lýsa mig ósammála niðurstöðum þessa ágæta fólks.

Hreinsun Sofi Oksanen er vissulega vel þýdd skáldsaga af Sigurði Karlssyni á íslensku. Það er ekki þar með sagt að sagan sjálf beri sömu einkenni. Oksanen hefur tekist að búa verkinu eftirtektarverðan ramma þarna á "frímerkinu" í skógum Eistlands; henni ferst hin tæknilega úrlausn vel úr hendi. Frásagan er hins vegar full af tilfinningalausri smámunasemi, yfirborðskenndum persónum og ævintýralegri atburðarás, sem styðst við smásmygli langt umfram þarfir frásagnarinnar. Oksanen hefði þurft að æfa sig á skinn.

Svarið við bréfi Helgu er á margan hátt spennandi bók. Þráður sögunnar er frumlegur og hún er ákaflega íslensk, ef svo má að orði komast.  Þar liggur hins vegar veikleiki hennar einnig. Höfundur vill segja söguna með tungutaki alþýðunnar eða jafnvel einyrkja í íslenskri sveit. Útkoman er uppskrúfaður stíll, tungutak sem enginn hefur notað í íslenskum sveitum, hvað þá að nokkur skilji nú til dags. Heimildarmenn eru sagði ábyrgir fyrir textanum og þekki ég þar mann innanum.  Ekki þekki ég til að hann hafi haft það orðfæri sem frásögnin notast við þó ég hafi kynnst honum fyrir 30 árum og þekkt fram á þennan dag.  Í stað fallegrar ástarsögu situr lesandinn uppi með eitthvert afskræmi í texta og klám og jafnvel dýraníð. Má ég biðja um aðra fegurð.

Hana er að finna í Myndinni af Ragnari í Smára. Þar eru á ferðinni fagurbókmenntir sem því miður voru ekki réttilega vegnar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, talin með heimildaritum. Bókin styðst að vísu við urmul heimilda en þar með er það upp talið.  Hér er á ferðinni glæsileg skáldsaga, hugarsmíð þar sem íslensk menningarsaga um miðja síðustu öld er skrifuð inn í fjóra daga í lífi Ragnars í Smára. Allar ástríður hans, styrkur og veikleiki eru dregin fram með undursamlegum dráttum. En hvers mátti þessi bók í samkeppninni við risavaxið heimildarit um jökla. Dauðadæmd.

Það kemur ekki á óvart að Kristín Marja og Eiríkur Guðmundsson skyldu hljóta verðlaun útvarpsins. Þar er jafnan mennilega að verki staðið. Eiríkur skrifar áfengan stíl.


mbl.is Kristín Marja og Eiríkur verðlaunuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband