Sendum Þorgerði Ingólfsdóttur á alþingismenn

Ég veit ekki hvort fjallið kom til Múhameðs eða Múhameð til fjallsins en háborg menningarinnar sótti okkur heim í Búðardal í dag.  Á sjötta tug ungmenna úr Menntaskólanum við Hamrahlíð kom til okkar og söng, klappaði og stappaði undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þau meira að segja blésu, því Hendill þarfnaðist þess. Þetta kórstarf hefur verið svo lengi við líði í Hamrahlíð, að það er nánast eldra en skólinn. Að minnsta kosti má fullyrða að fáar hefðir séu eldri í þeim skóla. Ég vona að hlaðið hafi verið á Þorgerði öllum þeim tignarmerkjum , sem Fálkaorðunni fylgja, en orðstír hennar deyr eigi hvað sem öðru líður.

Þorgerður hafði á orði í dag að tónlistarkennslan snerist fyrst og síðast um samvinnu, umburðarlyndi og úthald og með þá reynslu færu ungmennin út í lífið. Hún bætti því við, að á því væri þörf ekki síst á þessum síðustu tímum á Íslandi. "Það þyrfti að setja alþingismennina í kór", sagði hún síðan. Mættu þau ummáli góðum skilningi tónleikagesta.

Þorgerður minntist á gullaldarár kórsins. Ég tel hins vegar, að öll ár í kór sem þessum séu gullöld og sérhvert ungmenni eigi sitt gullaldarár núna.  


mbl.is Vissi ekki af auglýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þýðingu Karls Ísfeld segir frá góða dátanum Svejk
sem gerði sér lítið fyrir og fór að hágráta undir messu
hins sæla herprests, Otto Katz.
Otto knúði síðan fram játningu Svejk um að hann hefði
grátið krókódílatárum og allt hefði þetta verið gert
í háðungarskyni. Otto þótti bragð að því.

Auðvitað væri það framfaraspor ef við gætum losnað
við alla alþingismenn, 63 að tölu, á einu bretti og það
samdægurs.


Þá mundi rætast gamall draumur um að einungis
gætu þeir menn setið á Alþingi Íslendinga sem
tækju laun eftir Dagsbrúnartaxta og svo mætti gjarna
nota tækifærið og fækka þeim um helming frá því sem
nú er.

Vel má vera að hinir nýkjörnu þingmenn reyndust söngmenn
góðir enda þegar allnokkrar hillur horfnar
(sbr. Gíraffi e. Salvador Dalí) og allar fara þær hvort eð er
fjandans til að lokum.

Í tilefni af því að icesave III verður fellt þá er útlit fyrir
kosningar og eins gott að jafngóð tillaga þessari hafi
litið dagsins ljós.

Húsari. (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband