Bora eða brúa

Annað er ekki í stöðunni skv. orðum Ögmundar. Hann verður að standa við orð sín. Vegabætur á Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi í Austur-Barðastrandarsýslu fyrst - á meðan athugað er með jarðgöng eins og Ögmundur hefur bent á - er falslausn. Það er tilboð um óbreytt ástand. Það er óásættanlegt. Enda stendur það þversum í Vestfirðingum. Það þýðir ekki að bjóða fullorðnu fólki upp á svona falslausnir.

Leið B, brú frá Reykjanesi í Melanes eða jarðgöng um hálsana. Annað hangir ekki á spýtunni.  Og ykkur að segja þá munu jarðgöng ekki koma til greina fyrr en eftir áratugi vegna kostnaðar. Það veit Ögmundur. Því er hann bara að þvæla málinu og fífla íbúana fyrir vestan.

Annars held ég að VG taki Eff-blokkara með morgunkaffinu. Það er meðal, sem kemur í veg fyrir að maður ráðist í framkvæmdir.

En það er önnur saga.


mbl.is Allar leiðir í skoðun nema leið B
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn. Hvers vegna Vestfirðir frekar en Austfirðir, í umræðunni í dag?

Ef á að taka Vestfirðina, þá skil ég ekki hvers vegna brúargerð á snjóléttu láglendinu er ekki augljósasta aðferðin, nema að "mögulega" séu gömlu sérhagsmuna-spillingaröflin enn með fjarstýringarnar í höndunum.

Svo er stórmerkilegt að ekki séu jafn háværar raddir í dag um nauðsynlegar samgöngubætur á Austfjörðum á sama degi!

Þetta gjörspillta æðstavalds-stjórnarlið er bara að fara á útsölu-límingunum haldlausu. Þú verður að viðurkenna það. Þú ert nefnilega mjög skynsamur og réttsýnn maður Sigurbjörn.

Ég velti því fyrir mér núna hvers vegna Norðfjarðagöng voru ekki á dagskrá í dag? Eða voru þau það kannski, en ég missti af því?

Ef ég ætti að ráða núna, þá myndi ég byrja á Barðaströndinni, vegna þess að þar er ástandið verst. Vegasamband er lögbundin öryggis-skylda á Íslandi. Það þekkir læknir eins og þú mjög vel, sem hefur starfað á landsbyggðinni.

Á Austfjörðum, t.d. Norðfjarðargöngunum og Fjarðarheiði er vandinn mjög stór, og verður að bregðast við honum á einhvern hátt (jafnvel bankalausnar-hátt)!

Það verða ekki mörg slys á vegum sem eru lokaðir vegna ófærðar stóran hluta vetrar, eins og venjan hefur verið á Barðaströndinni síðustu öldina, og rúmlega það. 

Kostar ekki minnst einn tug króna að koma sér með ferjunni Baldri, yfir Breiðafjörð? Ég held það.

Vestfjarðar-kjálka-eyrin sem er útskúfuð frá frá samfélagslegri þjóðustu

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2011 kl. 00:14

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég er alveg sammála þér Anna. Vegagerð fyrir vestan "á snjóléttu láglendinu" hlýtur að vera lausnin fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum, brú eða ekki brú. Í annan stað eða Norðfjarðargöng að hafa forgang í gngnagerð. Reyndar eru fleiri göng fyrir austan framtíðin. Við eigum að bora stöðugt, þannig verkþekkingunni í landinu og vinna þannig bug á hættum og einangrun jafnt og þétt.

Samgöngur eru samfélagslegt úrlausnarefni og verða ekki reiknaðar út ó hörgul með sjálfbærni í huga. Samgöngubæturnar breyta að sínu leyti forsendum allra arðsemisútreikninga. Það sannaðist rækilega á Hvalfjarðargöngunum. 

Þannig munu Vaðlaheiðargöngin og atvinnuuppbygging í Þingeyjarsýslum gerbreyta öllum forsendum, sem nú er stuðst við til útreiknings arðsemi þeirra. 

Sigurbjörn Sveinsson, 10.11.2011 kl. 08:47

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er reyndar vel hægt að reikna út arðsemi jarðganga. Arðsemin er nánast alltaf fyrir hendi, bara mismikil. Við getum hins vegar ekki forgangsraðað í samræmi við arðsemi, því þá yrðu sum verkefni seint eða aldrei framkvæmd.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2011 kl. 13:51

4 identicon

Af hverju gleyma allir arðsemisútreikningum á sjávarfalla brú/virkjun frá Stað yfir á Skálanes. Þetta eru tugir MW.  Setja bara nýja útreikninga í gang vegna nýrrar tækni.  Með góðum arkitektum væri hægt að fella þetta vel að umhverfinu?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 19:10

5 identicon

Þetta er góður punktur Óli. Ég skil ekki af hverju sú lausn hefur ekki fengið meiri athygli.

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 08:38

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Virkjun sjávarfalla þarf ekki að valda neinni sjónmengun. Hverflarnir eru allir neðansjávar og sjáanleg mannvirki geta verið á landi víðsfjarri. Það má koma upp eins og einni Kröfluvirkjun (60 MW) í Þorskafjarðarminninu.

Sigurbjörn Sveinsson, 12.11.2011 kl. 18:26

7 identicon

Það þarf þó alltaf brú og þrengingu.  Við íslendingar eigum ótalinn þúsundir MW í Reykjanesröstinni og Látraröstunni. Hugsa nógu stórt í framtíðinni. Jarðolían fer sí þverrandi. Kannski 100 ár  Með byggingum eins og sumar vinnslubyggingar norðmanna ætti okkur ekki vera skotaskuld úr nýtingu sjávar kraftanna.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 18:40

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gó' hugmynd að slá tvær flugur í einu höggi, brú og sjávarfallavirkjun

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2011 kl. 19:27

9 identicon

Það verður efa laust rifist um stærð og ljótleika vinnslustöðvanna út röstina, en þörfin kveður á um annað.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 23:01

10 identicon

Það ættu fleiri að koma inn í þessa umræðu. 

http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/1203757/við eigum stafla að verkfræðingum sem eru færir um að taa þátt í verkefninu..
Við sem erum að slá í gegn í verkfræðikunnáttu í Noregi. ÉG VEIT ÞAÐ FYRIR VISSU:
ÓS

Ó (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband