Harpa gengur furðu vel

Brúttótekjur Hörpu að andvirði á sjöunda hundrað milljóna á fyrsta starfsári þykja mér ágætar. Fasteignagjöldin koma eins og frá annarri veröld. Er ekki rétt að leggja þau gjöld á skv. sömu reglu og önnur hús í skemmtanabransanum, sem njóta ekki rekstrarstyrkja? Á Harpa að greiða hærri fasteignagjöld en t.d. bíóin?

Þetta er bara einhver vitleysa, sem hér er í gangi. Ekki ætla Jón Gnarr og félagar að hafa þetta hús að féþúfu? Eða skríða allir marbendlar úr skotum sínum, þegar minnst er á að samfélagið þarfnist lista, sem lifa ekki án sameiginlegs átaks?  Sjálfbærnin verður ekki eingöngu mæld með krónum fyrir krónur eða auga fyrir auga.  


mbl.is Hrakspár vegna Hörpu að rætast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Og munið! allt sem ekki er í anda elítunnar er ómálefnalegt!

Eyjólfur Jónsson, 26.6.2012 kl. 22:04

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Er ekki rétt að bæta e-u við þetta Eyjólfur - svo það verði málefnalegt?

Sigurbjörn Sveinsson, 26.6.2012 kl. 23:05

3 Smámynd: drilli

marbendlar, skottur og skuggabaldrar fara hratt á kreik þegar fólk vill ekki athugasemdalaust kyngja gjöldum til listsköpunar. Hvern er verið að hafa að féþúfu, er það almenningur eða Harpa ? Ef grannt er skoðað er svarið augljóst, en verra er að það á að hræra í bókhaldinu til að fegra dæmið. Og að gera því skóna að fólk sé andsnúið listum sem þarfnast opinberra fjárframlaga ef Hörpubruðlið er því ekki að skapi, þar er illa útúr snúið.

drilli, 26.6.2012 kl. 23:36

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Sumir, einkum þó andlausi og heimski partur Sjálfstæðismanna ( og hann var ansi stór síðast þegar ég tékkaði ) má ekki heyra minnst á menningu eða listir án þess að komast í uppnám og verða slegnir minnimáttarkennd og óöryggi.

Þá er gripið til þess að afgreiða það sem þeir ekki skilja sem snobb.

Við þekkjum rulluna..

hilmar jónsson, 26.6.2012 kl. 23:41

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er ekki verið að hræra í neinu bókhaldi. Þetta liggur allt ljóst fyrir. Spurningin er hvort skattleggja eigi húsið í samræmi við stofnkostnaðinn eða starfsemina. Hér er enginn illur útúrsnúningur á ferðinni.

Er ekki hægt að ræða málin á öðrum nótum en elíta ekki elíta? En það er kannski ekki við öðru að búast af okkur. Við þetta erum við upp alin.

Illu heilli.

Sigurbjörn Sveinsson, 26.6.2012 kl. 23:44

6 Smámynd: drilli

"Harpa gengur furðu vel" !!!!!!

"365 miðlar" líka, ekki satt ?

Og þar er nú ekki heldur hrært í bókhaldinu, þ.e.a.s. ef spurðir eru þeir sem bókhaldið framreiða.

drilli, 27.6.2012 kl. 00:01

7 identicon

Reiknuðu þeir ekki með gjöldum eftir sömu reglum og notqaðar eru fyrir flugstöðina í Keflavík? Hvað á svona fíflalátamisræmi að þýða?

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 01:10

8 identicon

Eigum við að endurtaka okkur oft, Hilmar Jónsson?

Elvis Presley (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 02:04

9 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mér finnst gleymast þegar verið er að ræða svona menningarfyrirbæri að Harpa skapar miklu meiri tekjur en rekstrarreikningur hennar gefur í ljós. Það gleymist alveg að taka tillit til allra þeirra sem koma til borgarinnar til að sækja viðburði þarna. Gistikaup, kaup á þjónustu veitingastaða, verslun og slíkt. Mér finnst borgin bara ekkert of góð að gefa afslátt af fasteignagjöldum því óbeinar tekjur eru vafalaust töluverðar svo ekki sé talað um kynninguna á Reykjavík.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.6.2012 kl. 08:55

10 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Rugl er þetta í þér Adda.

Þú gleymir líka að taka inní að fyrir utan það að vera rétt á núlli rekstrarlega að þá er verið að styrkja Hörpu beint og óbeint um 2 milljarða á ári, auk fjármögnunar á lánum, allt af almannafé.

Ef að réttilega væri haldið á t.d. miðasölu m.v. hús og hljómsveit væri algjör grunnkostnaður á t.d. Sinfo um 13500 isk og bestu miðarnir á 35-38.000. Taktu bara Berlínarfílharmoníuna eða Sinfony Orcestra of Calgary til samanburðar.

Hér er verið að niðurgreina listaviðburði á sama tíma og fólká ekki til hnmífs og skeiðar og læknishjálp er skorin við nögl.

Óskar Guðmundsson, 27.6.2012 kl. 11:05

11 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Óskar ég er að mörgu leyti sammála þér og sérstaklega varðandi sinfóníuhljómsveitina. Ég var að tala um fasteignagjöldin til Reykjavíkurborgar. Ef þetta hús væri ekki, þá væru ekki þessi fasteignagjöld. Þar sem húsið er til staðar eru þeir að fá mikinn ferðamannaiðnað tengdum viðburðum í húsinu og mikil fasteignagjöld. Of mikil fasteignagjöld að mínu mati og þeir mættu alveg slá af þeim.Ríkið er ekki að fá þessi fasteignagjöld heldur borgin sem er að njóta afurða þessarar aðsóknar.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.6.2012 kl. 12:33

12 Smámynd: Hvumpinn

Hver greiðir og hver eru fasteignagjöldin af Perlunni?

Hvumpinn, 27.6.2012 kl. 17:49

13 identicon

700 milljónir í brúttótekjur dugar skammt þegar reksturinn kostar líklega 2-3 milljarða. Það verður gaman að sjá hversu vel ársreikningurinn verður falinn ef hann verður einhvern tíma aðgengilegur

Arnar (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 22:09

14 identicon

Harpa gengur furðu vel

Bíddu nú við?!  Hvaða furðuskrif eru þetta?  Harpa er á hvínandi hausnum m.v. allt eðlilegt rekstrarbókhald.  Þetta ofvaxna diskóbúr og 30% nýtingarrými er fyrirsjáanlegur baggi á þjóðinni næstu áratugina.

Byrjaðu á því að reyna að brúa 1,5 milljarða skuldaaukningu á ári x 30 áður en þú byrjar að dásama reksturinn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 18:12

15 identicon

Það sem fáir vita er að Björgólfur ætlaði að leggja húsinu til 5 milljarða forskot sem átti að dekka fasteignagjöldin. Þegar sá grábröndótti féll milli skips og báru af eigin rammleik rann rekstrargrundvöllurinn út í sandinn. Það þótti þó ekki tilefni til að slaka á eyðsluklónni....

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband