Stjórnendur í klemmu fjárveitinga og fagráðuneytis

Það er gömul saga og ný að erfiðlega gangi að ná endum saman á heilbrigðisstofnunum landsins. Landsmenn og fulltrúar þeirra í stjórnmálaum eru áhugasöm um að veita eins góða þjónustu og völ er á fyrir sem minnstan pening. Eðli málsins samkvæmt verður eilíft reiptog milli þessara sjónarmiða og erfitt að fullnægja allra kröfum.

Það sannast ítrekað á Heilbrigðisstofnun Austurlands, að ekki gott að gera svo öllum líki í þessum efnum. Nú hefur Ríkisendurskoðun upplýst að stofnunin hafi brugðist tilhlýðilega við þriggja ára tilmælum hennar um fjárreiður og aðra stjórnsýslu en samt sem áður þurft að reka stofnunina að hluta til með rándýrum yfirdráttarlánum. Þetta gerist þrátt fyrir samdrátt í þjónustu með erfiðum niðurskurði og fækkun starfsmanna. Hafa yfirmenn stofnunarinnar fengið bágt fyrir frá öllum, íbúum, starfsmönnum og stjórnmálamönnum. Þeir hafa sem sagt verið skammaðir við skyldustörfin.

Stjórnendur HSA eiga ekki nema einn kost þ.e. að skera enn frekar niður þrátt fyrir ramakveinin. Hinn kosturinn er sá, að stjórnmálamennirnir láti af tvískinnungnum og bæti fjárhag stofnunarinnar eða aðstoði stjórnendur og styðji við frekari niðurskurð og samdrátt í þjónustu.


mbl.is Fjármögnuðu rekstur með yfirdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn. Ekki eruð þið læknarnir öfundsverðir. Alla vega ekki heiðarlegir og velviljaðir læknar eins og þú og fleiri.

Ég vil benda lesendum hér á:  nrk.no

sult som medisin

NRK NETT-TV   

Scrhöderings katt: sult som medisin.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.9.2012 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband