Fláræði í stjórnarsáttmála

Í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar segir:

"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

  Að jafnaði vísa stjórnarsáttmálar til þess, sem ríkisstjórnir ætla sér að gera. Þeir vísa ekki til þess, sem aðrir kunna að standa fyrir eða vilja hrinda í framkvæmd. Í ljósi þeirra atburða, sem hafa gerst hér á landi að undanförnu í tengslum við samningaviðræður við ESB, þá er þetta ákvæði stjórnarsáttmálans bara bull og ósannindi.

Er nema von, að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, kalli þetta svikin kosningaloforð síns eigin flokks. Þessi orð hans hafa vafalítið verið honum þungbær en vel valin. 


mbl.is Á ekki að koma neinum á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

Er þetta ekki akkúrat það sem á aðp fara að gera ?

Hætta við, og halda ekki áfram nema að það verði kosið um það.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 22:06

2 identicon

LOL.

Þorstein Pálson hefur ekki verið Sjálfstæðismaður í mörg ár.

Hvað sem hann segist vera.

Haukur K (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 22:09

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ríkisstjórnin ætlar alls ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvorki eitt né neitt, sem þetta varðar. Um hvaða þjóðaratkvæðagreiðslu er hún þá að tala. Um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem aðrir ákveða, önnur ríkisstjórn? Er þetta kannski spádómur?

Sigurbjörn Sveinsson, 21.2.2014 kl. 22:29

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Haukur K. Þú ert kominn í úti Stóra bróðurs lógík. Þorsteinn er Sjálfstæðismaður. 2+2=4. Þú ert að reyna að sannfæra okkur um að 2+2=5.

Wilhelm Emilsson, 21.2.2014 kl. 23:30

5 Smámynd: Einar Karl

Ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn lofaði þessu. Sigmundur var á Laugarvatni spurður sérstaklega um þetta:

"Spurður hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um málið muni yfir höfuð fara fram segir Sigmundur svo vera."

„AÐ SJÁLFSÖGÐU kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu“ sagði Sigmundur.

(Sjá pistill minn)

Einar Karl, 22.2.2014 kl. 08:35

6 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Já, þú hittir naglann á höfuðið, þetta er spádómur!

Í 7. kafla Daníelsbókar er talað um fjórða ríkið og vísir menn telja
að þar sé átt við Rómarveldi endurborið í gegnum öxulveldi hins
illa, Evrópusambandið. Þar á bæ vísa menn til
Þjóðþingsbyggingarinnar í borg strætanna á Brusselvöllum
sem er eftirlíking Babelturnsins.
Ekki er við öðru að búast en að stjónvöld vari við Antikristi þessum
enda er almennum borgara ekki ætlað að hugsa, það gera
stjórnvöldin fyrir hann; allt og alla!

Húsari. (IP-tala skráð) 22.2.2014 kl. 09:50

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Samkvæmt Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins þá fer landsfundur með æðsta vald í málefnum flokksins og markar stefnu hans - skýrara getur það varla orðið og liggur stefnan fyrir á veraldarvefnum þar sem allir geta nálgast hana.

Finnist kosningaloforð einstakra frambjóðenda eða þingmanna sem gengur á svig við stefnu flokksins þá ræður stefnan á landsfundinum því hann hefur æðsta vald í stefnumálum og markar hana hhverju sinni. Þar er stefnan, ekki hvað einhver einstaklingur/ar kunna að hafa sagt ykkur.

Þessi stefna um að standa utan við Efnahagsbandalag Evrópu/Evrópusambandið er búin að vera í stefnu Sjálfstæðisflokksins í sennilega að minnsta kosti 37 undanfarin ár og líklega mun lengur.

Þetta ætti því ekki að koma nokkrum manni á óvart sem hefur eitthvasð fylgst með stjórnmálum.

Þetta með þjóðaratkvæðið er í stefnunni og verður staðið við. Það verður ekki farið í aðildarviðræður nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu - við það verður staðið á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.2.2014 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband