Þeir sem lofa miklu,

... "sjálfum himninum jafnvel, eru að öllum líkindum annaðhvort skáld eða stjórnmálamenn. Fyrrnefndu vegna þess að þeir halda í einlægni að orð geti breytt heiminum, síðarnefndu vegna þess að þeir vita í eðli sínu að orð geta hæglega fært þér völd og vinsældir. Þeir eru ekki jafn barnalegir að upplagi og skáldin, og trúa þess vegna ekki í alvöru að þeir geti sótt sér himin með orðum, meginatriðið er að beita orðunum þannig að þau færi þeim það sem þeir falast eftir."  (Jón Kalman, Fiskarnir hafa enga fætur)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn minn. Það er hugarfarið og hugsanirnar sem eru máttugasta valdið í veröldinni. Skáld og stjórnmálamenn verða aldrei neitt meira en hugarfarið og hugsanir þeirra. Það gildir reyndar líka um alla aðra sem trúa á hugarmátt, og lifa á þessari jörð.

Við erum einungis það sem við hugsum, og náum að nærast á.

Þess vegna er mikilvægt að læra að stjórna hugarfarinu til góðs. Og umfram allt fyrir heildarhagsmuni og frið heildar-samfélagsins.

Einnar persónu velferð, er annarrar persónu velferð.

Það er villimennska og mýtu-fortíðarfáfræði, að eins dauði sé annarra líf, í siðmenntuðum mannanna heimi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.3.2014 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband