Guðbergur Bergsson í dag

"Mér finnst samfélagið vera mjög heillandi og sérstaklega þessir útrásarvíkingar og fallið, sem ég vil heldur kalla fellir. Þessir menn gerðu eitthvað stórkostlegt, þeim tókst að fella heilt samfélag, örfáum mönnum. Þetta eru náttúrulega algjörir snillingar og þeir settu landið á hausinn með samþykki þjóðarinnar, enda voru þeir nákvæmlega eins og þjóðin að því leyti að þeir höfðu ekkert menningarvit, þeir hugsuðu bara um munað. Þeir keyptu ekkert af málverkum, engin listaverk eins og auðmenn í öðrum löndum gera. Undir niðri voru þeir bara íslenskir villimenn eins og allir aðrir. Allir peningarnir fóru í glingur, þeir keyptu ekkert sem er varanlegt. Þessi þjóð hefur óbeit á öllu sem stenst tímans tönn og kann ekki að meta það sem er mikils virði. Menning okkar er svo grunn."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurbjörn!

Ég bíð eftir þeim degi að Guðbergur fullkomni gjörning sinn
með því að borga mönnum fyrir að kaupa bækur efttir hann¿!

Húsari. (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 14:23

2 Smámynd: Elsabet Sigurðardóttir

Telur Guðbergur það einnig snillingar sem staðið hafa vörð um heilbrigðisþjónustu með skæðum niðurskurði og að ekki hefur verið hægt að bjarga mannslífum og endurnýja tæki og búnað. Það verður hægt að lesa um það í bókaformi um fortíð heilbrigðisstarfsemi íslendinga svo betur megi gera í framtíðinni

Elsabet Sigurðardóttir, 28.6.2014 kl. 22:58

3 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Þó ólíkir séu þá geri ég engan greinarmun
á Guðbergi og HKL; meistarar orðsins.

En þeir eiga það sameiginlegt, Guðbergur og Halldór,
að þá er þeir lesa texta sinn þá fær hann vængi og þessa
einkennilegu dýpt sem er líkast að komi frá hæstu hæðum
eða dreginn uppúr undirdjúpunum, í senn seiðmagnaður galdur
og log og eigin skuggi nær aldrei að elta uppi.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 00:44

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sjónvarpsviðtal við Guðberg á 9. áratugnum. Ég varð frá mér numinn. Síðann Svanurinn og minninga- og samtalsbók. Hvað á maður að segja? http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/1113204/

Sigurbjörn Sveinsson, 2.7.2014 kl. 00:14

5 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Pistillinn með ágætum sem þú vísar til.

Má til að vekja athygli þína á frábærri bók sem
Örn Ólafsson, bókmenntafræðingur hefur skrifað og nefnist:

Guðbergur - Um rit Guðbergs Bergssonar.

Ég fullvissa þig um það að hér er engin venjuleg
bókmenntagreining á ferð og í sem skemmstu máli
alskemmtilegasta rit sem ég hef lesið í þessum dúr
og jafnvel þó það síðastnefnda væri undanskilið.

Er í engum vafa um að næstu 100 árin þá verður það
þessi bók sem menn fletta uppí til jafn við Peter Hallberg
á öðrum vettvangi til að fá nánari
upplýsingar um rit Guðbergs Bergssonar.
Þetta er hrein klassík

Eiginlega skiptir engu máli hvort menn hafi nokkurn áhuga
á ritum Guðbergs svo prýðisgóð er þessi bók!

Nei, ég er ekki á neinum umboðslaunum!!

Húsari. (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband