Ófært er á Bröttubrekku

Enn langar mig til að minna á hina réttu orðmynd Brattabrekku. Ég hef áður orðað þetta á bloggi mínu fyrir rúmum tveim árum og þá við misjafnar undirtektir. Auðvitað er við ofurefli að etja en það hleypur alltaf einhver firðingur í mann þegar spurningin stendur um það sem sannara reynist. 

Fjallvegurinn tekur nafn sitt að brattanum sem er norðan í fjallveginum á gömlu leiðinni niður í Suðurárdal. Í Vegahandbókinni er þessu lýst svo: "Sjálf Brattabrekka er aðeins brekkan ofan í Dalina, þar sem póstleiðin lá fyrrum." Þetta er í texta Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, sem vafalítið hefur haft skýringar Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns Dalamanna í Árbók Ferðafélags Íslands til hliðsjónar. Þorsteinn segir, að þessi spölur af fjallveginum hafi verið kallaður Bratti og þaðan hafi nafnið komið. 

Ekki veit ég hvort Þorsteinn hafi haft gáfu til að lítast um í liðnum tíma en ég rakst á þetta á dögunum í Sturlungu: "En að sumri búast þeir báðir til þingreiðar Sturla Langavatnsdal en Einar Brattabrekku." (Svart á hvítu, Reykjavík 1988, bls. 62)

Mér finnst að við ættum að reyna að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll og þar ættu Dalamenn að fara fremstir í flokki. 


mbl.is Brattabrekka áfram ófær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hér er Brattabrekka, um Brattabrekku, frá Brattabrekku, til Brattabrekku. Hafdi ekki hugleitt thetta, en thakka ábendinguna og mun stydja baráttuna fyrir thví ad rétt sé farid med nafn brekkunnar. Hún er samt asskoti brött...;-)

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.12.2014 kl. 01:00

2 identicon

 Sæll Sigurbjörn.

Í Sturlungu koma báðar orðmyndirnar fyrir og
því má reikna með að á brattann sé að sækja um
hina einu sönnu beygingarmynd.

Húsari. (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband