Gunnar Ingi yfirlæknir í Árbæ hefur rétt fyrir sér

Við höfum átt samtal Halldór Jónsson verkfræðingur og mbl.bloggari og ég um þessa deilu. Halldór hefur sýnt okkur læknum vissa sanngirni en leitar jafnharðan í sama farið. Það er gömul saga og ný. Hér er eitt af innleggjum mínum: 

"Það er erfitt að stunda mannjöfnuð af þessu tagi á okkar tímum. Það eru sífelldar efasemdir uppi og grunur um undirmál. Ég er í hálfu föstu starfi hjá ríkinu sem heilsugæslulæknir tæplega 65 ára og með 35 ára samfellda starfsreynslu og starfsaldur hjá þessum vinnuveitanda. Ég er því í hæsta þrepi sem kjarasamningur lækna bíður fyrir utan að fá dagvinnuálag vegna þess að ég tek vaktir verandi orðinn meira en 55 ára. Fyrir þetta eru mér greiddar u.þ.b. 340.000 krónur fyrir skatta ef allt er talið, sem ekki telst til yfirvinnu. Eftirspurn eftir vinnu minni er mikil og ég gæti ábyggilega þénað 1.800.000 krónur á mánuði ef ég tæki vinnu allan sólarhringinn í þeim vinnutíma sem ég á lausan í hverjum mánuði. En ég hef hvorki áhuga né heilsu til þess. Ég segi þér þetta vegna þess að að það brá fyrir sanngirni og áhuga á staðreyndum í færslu þinni hér að ofan. Það virði ég. 

Ég hef meiri áhyggjur af unga fólkinu en mér. Ég hef stundum haldið því fram að launataflan ætti að vera eins og pýramíti þar sem þeir, sem elstir eru ættu að hafa minna en þeir sem yngri eru. Á yngri árum er fólk að efna í fjöskyldur og afdrep fyrir þær og við ættum að auðvelda þeim leikinn. En því miður hefur þessu verið tekið sem óráðshjali. Þessir ungu læknar eru að byrja lífsstarfið með 330.000 í grunnlaun. Síðan níðumst við á þeim, fáum þá til að bera hitann og þungan af resktri spítaladeildanna utan dagvinnu og með því verða heildartekjurnar háar. Enginn hefur áhuga á að skoða þá vinnu, sem að baki býr.

Ég fann á netinu tilvitnun í laun í Seðlabanka Íslands. "Meðaltal mánaðarlauna hjá Seðlabanka Íslands var 692.143 krón­ur á síðasta ári. Reglu­leg laun næ­stráðenda og sviðsstjóra Seðlabank­ans hafi verið 1.433.220 krón­ur á ár­inu 2013."

Ef allrar sanngirni er gætt, finnst þér óeðlilegt, að nokkur kergja sé í yngri læknum, þegar þeir skoða launaseðilinn sinn um hver mánaðamót?"


mbl.is Segir orð fjármálaráðherra hafa valdið tjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband