ASÍ veifaði röngu tré, segir Viðskiptablaðið

Nú er það komið fram, sem sagt var hér í síðasta bloggi, að ASÍ fer með staðlausa stafi, þegar því er haldið fram að íslenskir læknar hafi haft rangt við í kjarabaráttu sinni og gefið falskar upplýsingar um laun sín í sambanburði við starfssystkyni á hinum Norðurlöndunum m.a. Svíþjóð.

ASÍ veifar dagvinnulaunum sænskra lækna til samanburðar við heildartekjur íslenskra lækna og kemst að þeirri niðurstöðu að þessir hópar séu á svipuðum launum. Það er plagsiður hér á landi að upphefja sig með því að níða aðra og er því nú beitt af hálfu verkalýðshreyfingarinnar gagnvart læknum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband