Fjöl­menn­ustu biðlist­arn­ir eft­ir skurðaðgerðum sem auka lífsgæði

Það er umhugsunarefni að lengstu biðlistarnir séu eftir skurðaðgerðum sem auka lífsgæði fólks og sorglegt að þeir lengist fremur en að styttast. Það er mikil blerssun að hægt skuli að vera að skipta út skýjuðum augasteini fyrir annan tæran með tiltölulega lítilli fyrirhöfn og miklu öryggi. Það geta allir sett sig í spor þeirra sem geta lesið á ný og notið umhverfisins vel sjáandi að ekki sé talað um framfarir í getu til að annast sjálf athafnir daglegs lífs.

Eins draga liðskipti úr þrautum og trufluðum svefni og hvíld og minnka örorku eða færa jafnvel sjúklingi fulla vinnugetu á ný. Fjárfesting í þessum læknisaðgerðum er fjárhagslega arðbær og því skynsamlegt að að stytta þessa biðlista svo um munar.

Það getur ekki verið stefna okkar að halda úti biðlistafyrirkomulagi þannig að sem flestir deyi út af biðlistunum og sem fæsta þurfi að lækna.


mbl.is Biðlistarnir lengjast enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Er það ekki svo með þessa biðlista að þeir sem
hafa fjármagnið geta keypt sig fram fyrir aðra
í röðinni? Hafi þeir fjármagnið þá komist þeir
strax að? Ekki fjölgar þeim sem aðgerðirnar framkvæma,
því er þetta vitleysa sem gengur ekki upp og tómt mál um að tala, - eða hvað? Æ fleiri hljóta að verða að láta sér
nægja opinberun Jóhannesar um "nýjan himin og nýja jörð,"
hvernig getur það verið með nokkrum hætti öðrum en þeim?

Húsari. (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 23:44

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sæll vertu Húsari.

Vissulega geta þeir, sem eiga peninga, keypt sér augastein og fengið hann settan í á undan þeim, sem eru á biðlistanum. Það seinkar ekki aðgerðum á þeim, sem á biðlistanum eru. Lengd biðlistans ræðst af því fjármagni sem samfélagið hefur tekið frá til þessara hluta þ.e. þeim fjölda aðgerða, sem ráðherrann ætlar að kaupa á þessu ffjárhagsári. Kerfið ræður við miklu fleiri aðgerðir en ráðherrann skammtar okkur gæðin.

Þannig er því líka farið með liðskipti. Áætlanir eru til um liðskiptasjúkrahús en ekki er áhugi á að kaupa þjónustu þess hér á landi. Því verður það að reiða sig á erlenda fjárfestingu og erlend viðskipti, sem því miður hefur ekki orðið af enn.

Sigurbjörn Sveinsson, 5.3.2015 kl. 09:41

3 identicon

Heill og sæll enn og aftur!

Bestu þökk fyrir svarið.

Ég dreg þá ályktun af því að um undantekningartilvik sé að
ræða að menn flytjist til á lista svo nemur mánuðum
vegna þeirra sem kaupa sig þar inn og eru í forgangi
umfram aðra. Vekur mér þó nokkra furðu fyrst kerfið er svo
vel í stakk búið að geta tekið við miklu fleirum.

-------

Vona að það flokkist ekki undir að drepa málum á dreif
að minnast hér á alls óskylt efni.

Hefur þú gert þér það til fróðleiks og skemmtunar að
bera saman persónugerðir Kjartans Ólafssonar, Gísla Súrssonar,
Höskuldar Hvítanessgoða og Gunnlaugs Illugasonar?

Um þá flesta mætti segja að þeir kæmu nokkurn veginn til
dyranna einsog þeir eru klæddir og jafnvel fall þeirra
í því fólgið.

Hygg að fáir yrðu til að mæla því í mót að persónugerð
Þorkels Súrssonar sé um flest miklum mun flóknari og dýpri
en nokkru sinni yrði heimfært uppá Gísla Súrsson.

Það gildir um Þorkel eins og þá aðra sem marka hvað skarpastar
andstæðu við aðalpersónu (Höskuldur Hvítanesgoði undanskilinn))
að setningar sem túlka tiltekna sýn til tilverunnar verða um
flest eftirminnilegri og hugstæðari.

Bummer að logagylltar og lokkumprýddar ofurhetjur
hafa ekkert að segja af viti!!

Húsari. (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 12:18

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Biðin er lýjandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2015 kl. 14:44

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sæll Húsari.

Áður en lengra er haldið og í miklum asa þá hljómar þessi kenning kunnuglega um aðdráttarafl aukapersóna og lítilmótlegar hetjur sbr. Kjartan Ólafsson. Íslendingar hafa lengst af verið hrifnastir af þeim sem fljótir eru að salta og selja, en gefa minni gaum að þeim, sem hugsa fyrir morgundeginum.

Sigurbjörn Sveinsson, 5.3.2015 kl. 15:42

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sæll Heimir.

Það er greinilegt að við erum ekki að standa okkur hvað þig varðar. Ef ég man rétt þá varstu á e-m biðlista í haust og eftir orðanna hljóðan ertu þar enn.

Sigurbjörn Sveinsson, 5.3.2015 kl. 15:43

7 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Það eru líkindin milli þessara aðalpersóna að
Höskuldi meðtöldum sem eru sláandi en lítilmótlegar
eru engar þeirra.

En höfundar Íslendingasagna, sem örugglega eru margir,
hafa sennilega verið bundnir af þeim ramma sem þeir
upphaflega settu þessum höfuðpersónum sínum.

Ekkert virðist það þó trufla nokkurn hið minnsta
þá þeir Þormóður og Þorgeir séu sízt sparir á
speki margs konar og hnýfilyrði í Fóstbræðrasögu og/eða
Gerplu!

Húsari. (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband