Tímabært niðurrif álveranna

Álverið í Straumsvík er barn síns tíma. Það er löngu afskrifað. Ef til vill er vægi áliðnaðarins í efnahagslífi Íslendinga einnig barn síns tíma. Stóriðja á Íslandi mun vafalítið líða undir lok í náinni framtíð. Grófur, mengandi, orkufrekur iðnaður fellur illa inn í þær hugmyndir, sem núlifandi kynslóðir Islendinga gera sér um landgæði og nýtingu náttúrunnar í framtíðinni.

Það er upplagt að hefja þessa vegferð með því að rífa álverið í Straumsvík.


mbl.is Vill að forsætisráðherra fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Sveinbjörn, en við getum nú notað orkuna í brotajárnsbræðslu sem væri auðvitað búbót fyrir okkur og einnig í nýja sementverksmiðju til að steypa alla vegina í landinu og losna þá við óþverrans malbikið. Steyptur vegur heldur sér í minnst 50 ár áður en einhver endurnýjun ætti að þurfa, en bara að fræsa öðru hvoru er alveg nóg. Áburðarverksmiðju mætti líka bæta við!!!

Eyjólfur Jónsson, 23.2.2016 kl. 20:59

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Renna ekki einhverjir samningar út tengt rafmagnssölu til Straumsvík í kringum 2020? þá mætti loka þarna.

Öðru máli gegnir um áverið fyrir austan; sem er nokkuð nýlegt; varla væri ráðlagt að loka því.

Jón Þórhallsson, 24.2.2016 kl. 10:26

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er tímabært að gera áætlun um sólarlag áliðnaðarins á Íslandi. Sú áætlun mun að sjálfsögði taka yfir áratugi og miða m.a. við þá orkusölusamninga, sem gerðir hafa verið og aldur álveranna.

Sigurbjörn Sveinsson, 24.2.2016 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband