Góð næring er mikilvæg á ferðalögum

Mér er það minnisstætt er kollegi minn, reyndur læknir, lýsti því fyrir mér, hvernig hann örmagnaðist á rjúpnaveiðum. Sem betur fer þurfti ekki að kalla til björgunarsveit en hann var að eigin mati kominn í meiri háttar vandræði.

Hann taldi sjálfur líklegustu skýringuna að hann var illa nærður og hafði ekki viðunandi nesti meðferðis. Við þessar aðstæður geta efnaskiptin í líkamanum gírað sig yfir í mjög óhagstæða orkuvinnslu og líkaminn súrnað á skömmum tíma.Það truflar bæði öndun og starfsemi nýrnanna.

Menn eiga aldrei að fara á fjöll illa á sig komnir eða nestislausir. Það getur leitt til ófarnaðar. 


mbl.is Örmagnaðist á rjúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Man eftir sannkristinni konu úr veröld
sem var sem hafði sínar skoðanir um nærningu
til handa sportveiðimönnum!

Hefði þó sennilega rétt að þeim stykki af súkkulaði
og rúsínum, - og slegið þá sitt undir hvorn í kveðjuskyni!!

Húsari. (IP-tala skráð) 31.10.2016 kl. 11:58

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn minn. Eins og þú veist eflaust betur en ég, þá eru fjölmargir illa nærðir í dag. Vegna þess að þeir lifa á eitruðum og næringarsnauðum pensillín/vaxtarhormóna framleiddum mat.

Trúarbrögð skipta víst litlu máli þegar kemur að kjarna mataræðis og hollustulifnaðarháttum. Guðs almættis orkan hefur hingað til hjálpað þeim sem reyna að hjálpa sér sjálfir eftir fremsta megni og viti.

Líkamlegt og andlegt heilbrigði er hvorutveggja jafn mikilvægt og nauðsynlegt. Heilbrigt og jákvætt hugarfar byggist meðal margs annars á heilbrigðri næringu. Það er staðreynd.

En virðist þó vera alveg óþekkt staðreynd á Íslandi?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.10.2016 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband