Forystumaður sjómanna ófær um að semja

Í vikulokunum á Rás 1 s.l. laugardag voru m.a. oddvitar beggja samninganefnda, sem leysa eiga þessa deilu. Það var átakanlegt að heyra Valmund Valmundarson formann samninganefndar sjómanna friðmælast við útgerðarmenn í öðru orðinu og leggja áherslu á að leysa verði ágreininginn og í hinu orðinu klifa á því, að gagnaðilinn hafi ekkert gert til að leysa deiluna og gefa ekki eftir í neinu. 

Þetta er kallað á mannamáli að bera kápuna á báðum öxlum og lofar ekki góðu um vilja þessa manns til að leiða deiluna til lykta. Það eru e-r hagsmunir aðrir en þeir, sem ég sé, sem ráða hér för. 


mbl.is „Verða að hætta þessari störukeppni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn. Hver er þessi Valmundur Valmundsson?

Nafnið er mjög líkt nafni manns, sem var talsmaður og einn af toppum lífeyris-samsuðuruglaranna, (en er kannski ekki sá sami?). Lífeyrisránsábyrgum toppum á Íslandi, sem enginn getur útskýrt á siðmenntaðra skiljanlegu mannamáli?

Almenningur og fyrirtæki "eiga" lífeyrissjóði, en hafa ekkert um þá "eign" sína að segja, og eru flestir lífeyriseigendur sviknir um þessa eign sína?

Sjómenn eru sagðir látnir borga í endurnýjun á skipaflotanum, en eiga þó aldrei neitt í flotanum?

Rán!

Það sjá allir að svona spilling gengur ekki.

Snýst þetta ekki bara um svartamarkaðs-dópið sem ekki er hægt að segja neitt um upphátt, án þess að verða drepinn eða hótað?

"Hækkun í hafi", og álíka vitlausar hagfræðiskýringar glæpamafíu-dílaranna útgerðarbanka-hvítflippuðu og lögmanna/dómsstólavörðu?

Ég bara spyr?

En ég ætlast alls ekki til að þú svarir því Sigurbjörn. Læknir veit alltaf meir en hann hefur leyfi til að segja opinberlega. Það hlýtur að vera þungur kross að bera, fyrir heiðarlega og vel meinandi þagnareiðsins kúgaða lækna.

Þá er bara það eitt eftir að biðja Guð og góða vætti um að svara þessu á þann hátt, að við vitleysingarnir skiljum svarið. Og leiðbeini okkur með framhaldið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.2.2017 kl. 16:02

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er rétt greining hjá þér Sigurbjörn. Hann ræður engu um þessa för sem er í gangi, hún er í boði annars sem hefur hærra og sá sem þú um ritar hefur ekki bein í nefinu til að siða óstýrláta liðið til.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.2.2017 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband