Greiðum fyrir vegagerð með sköttum

Mér og mörgum öðrum var illa brugðið þegar fréttist af ákvörðunum Jóns Gunnarssonar um hvað skyldi víkja í vegaframkvæmdum vegna ófullnægjandi fjármögnunar í fjárlögum. Það er auðvitað rétt hjá honum að ekki verður framkvæmt fyrir krónur, sem ekki er verið að afla. En það er líka álitamál, hvort Alþingi eigi ekki að sjá um þessar ákvarðanir en ekki ráðherrann. 

Óánægjan með frestun framkvæmda í Berufirði og í Gufudalssveit er hafin yfir gagnrýni. Þessar vegabætur hafa staðið fyrir dyrum árum saman og væntingarnar við síðustu vegaáætlun miklar og eðlilegar.

Þessi ríkisstjórn, sem nú situr virðist óvenju feimin við skattheimtu eins og allar ríkisstjórnir, sem Sjálfstæðisflokkurinn veitir forystu. Sjálfstræðismenn lamast í hnjánum, þegar minnst er á skatta. Þetta er í blóðinu. En Sjálfstæðismenn gleyma því einlægt, að skattheimta getur verið mikilvægt og nauðsynlegt hagstjórnartæki, sérstaklega á þenslutímum, þegar þörf er á aðhaldi í ríkisfjármálum.

Nú er einmitt tíminn til að beita þessum ráðum í við hagstjórnina. Það er engin lausn að afla tekna úr öðrum hagkerfum þ.e. frá ferðamönnum til að byggja vegi. Þá eigum við að byggja sjálf einmitt núna, þegar þörf er á að hefta einkaneysluna. Skattana á ferðamenn eigum við að nota til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir.

Það verður að fara í þessar vegabætur og fjármagna þær með aukinni skattheimtu um 1,5%.  


mbl.is Ákvörðun ráðherra stenst ekki lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Kann að muna um þá 2 - 5 miljarða sem
farnir eru í málaflokk hælisleitenda og flóttamanna á þessu ári einu
og að skýringanna sé að leita þar að ekki virðist króna til 
í einhverju mesta góðæri sem komið hefur á Íslandi
á síðustu áratugum, - og er við því að búast að það sama gildi um
um alla aðra málaflokka.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 00:19

2 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur feril sinn með einstaklega athyglisverðum hætti þar sem hann svarar með
eftirminnilegum hætti fyrirspurn um
að stytta biðlista eftir greiningu, m.a. hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð með því að vísa til ofgreininga, að ekki skuli leitað til þeirra er gleggst ættu að þekkja til og síðast en ekki sízt hversu mjög
málefnið tengist beinhörðum peningum.

Þessi innkoma hæstvirts ráðherra var snöfurmannleg og svarið tók á því sem mestu máli og hefði svarið svo fumlaust og afgerandi sem það var þurft að líta dagsins ljós áratugum fyrr.

Nú er að sjá hvort sami ráðherra ber gæfu til þess að taka
á húsnæðisvandanum og leggja tillögur fram til lausnar
því sérkennilega vandamáli að það skuli vera lífeyrissjóðirnir
sem hagnist hvað mest á því að dælt er íbúðum út úr
Íbúðalánasjóði í hundruðum talið hvert eitt sinn til sérstakra félaga sem þeir sjálfir eiga bróðurpartinn í og hagnast í miljörðum talið á útleigu í stað þess sem vera ætti að lífeyrissjóðirnir tækju sér sérstakt tak og og sæu sóma sinn í að hjálpa frekar því fólki á aldrinum 20 - 29 ára og öðrum til að eignast sínar eigin íbúðir þess í stað.

Það er dapurlegt að horfa uppá þetta og launþegahreyfingin
þarf að fara að koma þessum hlutum á jörðina og krefjast
þess að lífeyrissjóðirnir leiðrétti kúrsinn og leggi þeim lið
sem hvað mest borga til þeirra.

Lífeyrissjóðum ber skylda til að taka þátt í verkefni af þessu tagi, -
og ólíkt er það gæfulegra en að fleygja fúlgum fjár útum
gluggann.

Húsari. (IP-tala skráð) 13.3.2017 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband