Það verður að finna lausn á gjaldmiðilsvandanum

Það er einkennilegt hve menn berja hausnum við steininn, þegar bent er á mikilvægi þess, að fundin sé lausn á þeim vanda, sem kvikulum gjaldmiðli fylgir. Tiltölulega fáar atvinnugreinar standa undir verðmætasköpun hér á landi. Sveiflur innan þeirra greina, þar sem mest utanríkisviðskipti eru stunduð, þar með talin ferðaþjónustan, valda nánast óviðráðanlegum dýfum annars staðar í atvinnulífinu.

Oft er haft á orði að sígandi lukka sé best. Það, hvernig ríghaldið er í hátt gengi krónunnar á okkar dögum og tímabundið ríkidæmi þorra almennings, minnir nokkuð á spákaupmennskuna með síldina á dögum Íslandsbersa í Kaupmannahöfn. Verðið hækkaði sífellt, salan var látin reka á reiðanum, þar til síldin var ónýt og óseljanleg.

Erum við Íslendingar enn hráefnisframleiðendur og ófærir um að hemja gróðafíknina í þágu framtíðarinnar?


mbl.is „Við getum ekki borgað okkur laun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurbjörn. Milliliðir ráða, stjórna, svíkja og hirða, mest allan arð þrælanna.

Íslendingar voru ekki bara einu sinni fyrir langa löngu, einungis hráefnisframleiðendur.

Þeir eru enn þann dag í dag einungis hráefnisframleiðendur.

Bretaheimsveldið hirðir allt hrátt, og sendir þrælunum svo reikning fyrir bankaránum Breta á Íslandi og Íslandsmiðunum rændu! Bretar eru toppurinn og grunnurinn í Evrópusambandinu. Þeir byrjuðu á að stofna tryggingafélag í Brussel, þegar þeir voru búnir að kjósa sig út með svokölluðu Brexit! Flest allir hljóta að skilja hvað það þýðir?

Það er vandamálið í fisk-vinnslugreinum og landbúnaðar-vinnslugreinum að hér er einungis þrælalaunasvikin og þvingunartakmörkuð hráefnisframleiðsla. Meira að segja í álinu er bara hráefnisframleiðsla, þrátt fyrir allt rafmagnið?

Ekki er áþreifanlegt né sýnilegt hvernig lífeyrissjóðir vinna úr hráefnisránsfeng frá þrælunum skattrændu. Og því síður er áþreifanlegt né sýnilegt hvernig okrandi bankaræningjar fullvinna ránsfeng af réttarríkis-óvörðum og lögmannasviknum þrælum Íslands.

Þú ert skynsamur og hæfileikaríkur maður Sigurbjörn, og skilur fyrr en skellur í tönnum.

Það er ekki möguleiki að þú skiljir ekki hvernig hefur verið, og er enn verið að blekkja og svíkja allra þjóða, og allra tíma, kaupmannayfirvaldsins þrælaeignir stjórnsýslu-hvítflibbatoppanna á Íslandi.

M.b.kv.

anna sigríður guðmeundsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2017 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband