Ábyrgð mín

   Geir herðir Gordionshnútinn. Hann er ófær um að leysa hann; hann getur ekki skipt um skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn er ófær um að endurskoða stefnu sína. Hann er bundinn á klafa íhaldssemi og sérhagsmuna og sér ekki til lands. Þar er engin hugmyndafræðileg nýsköpun. Allar vísanir til nýrra tíma og breytinga í þjóðfélaginu s.l. hálfa öldina hafa komið frá öðrum, Viðreisnin, EFTA, EES. En það þurfti Sjálfstæðisflokkinn til að koma þessu fram.

   Sjálfstæðisflokkurinn ber mesta ábyrgð á því hvernig komið er og hana meiri en útrásarvíkingarnir, sem fóru eftir dýrslegum hvötum sínum og lái þeim hver sem vill. Þeir voru bara eins og börn, sem engin takmörk eru sett. Sjálfstæðismenn losuðu um bindiskylduna um leið og aðgangurinn varð greiðari að fjármagni. Þetta gerðu þeir til þess eins að draumurinn um að húsnæðislánakerfið flyttist til einkarekinna banka gengi örugglega upp. Og þá byrjuðu vandræðin. Ég er enn flokksbundinn sjálfstæðismaður og sérstakur styrktarmaður flokksins en í dag raunverulega pólitískur munaðarleysingi. Svo er víst um fleiri og er manni þá etv. engin vorkunn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leyfum flokkkum að halda landsfundi  og stilla upp sínum listum áður en við ákveðum hvort við gefum "okkar" flokkum atkvæðið okkar. Við skulum nú sýna þroska og sleppa því að skjóta menn af færi. Nú ríður á að ná tökum á okkar efnhagsmálum og gjaldeyrismálum, ákveða stefnumótun, klárum það og fáum svo kosningar. Þá metum við hvar krossinn verður settur útfrá þeim forystumönnum sem valdir verða.

Reynir Erlngsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband