Ármenn alþýðunnar á æðri stöðum

Aldrei þessu vant átti ég leið á þriðjudagsmorguninn niður í gamla Glitni til að huga að lífeyrissjóðnum mínum í miðri krepunni. Vissi að séreignaspanaðurinn stæði ekki vel og menn hefðu tapað hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum. Ég væri í þeim hópi. Opnaði fyrir útvarpið og kom inn í miðja frétt hjá Þorvaldi frænda mínum Friðrikssyni, þar sem hann var að segja frá óprúttnum gangsterum, sem hefðu tekið lífeyrissparnað til ávöxtunar, lofað hæstu mögulegri ávöxtun og látið sig svo hverfa með allt góssið. Ég hélt að við værum staddir á Kirkjusandi eða í Borgatúninu. Kom mér á óvart þegar hann sagði að þetta hefði verið í Bogota í Kólumbíu. Hann bætti því við, að þær eignir gangsteranna, sem í náðist, hefðu verið frystar.  Snöfurmannlegri stjórnarathafnir í henni Kolumbíu en hér á ísaköldu landi.

Þá rifjaðist upp fyrir mér að fyrir nokkrum árum hefði smáfyrirtæki hér í bæ tekið fé borgaranna til fjárvörslu og heitið góðri ávöxtun. Eiganda þessa fyrirtækis varð það á að lána peningana skyldum aðilum og því meir sem reksturinn gekk verr. Hans hlutskipti varð að gista Kvíabryggju í þágu samfélagsins og það áður en Árni endurnýjaði beddana. Hann skrifar nú örsögur og kemst í útvarpið hjá Jónasi og fleirum.

Nú sýnist mér tilefni til að fleiri reyni sig við örsögur eftir endurhæfingu á Kvíabryggju, allavega ef ríkið ætlar að umbuna þegnum sínum samkvæmt jafnræðisreglunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband