Fuglar himinsins

Ég horfi stundum á fuglana út um gluggann heima hjá mér. Starrarnir berast um í hópum. Þeir virðast flögra stefnulaust frá einum stað til annars og ómögulegt er að sjá hvað ræður för þeirra. Kannski brestur í grein eða opnaður er gluggi. Þegar líður á daginn stækkar hópurinn. Þá er markmiðið orðið ljósara - að fara í öruggan náttstað. Þetta er svolítið svipað með þjóðina. Hún flögrar frá einni hugsun til annarrar. Það er eins og hún sé á ferðalagi í vandræðum sínum. Ljóð er ferðalag frá einni hugsun til annarrar sagði skáldið á sinni tíð. Það er tæplega hægt að kalla okkar tíma ljóð og enn síður skáldskap. Til þess eru þeir alltof raunverulegir.

Það er auðvelt að blaka við hugsun þjóðarinnar. Sú aðferð er notuð til að hrekja hana af leið. Nú fer orka hennar í að velta fyrir sér nýjum ráðherrum, hvort, hvenær, hve margir og hverjir? Þetta virðist skipta öllu máli nú. Enginn spyr um brýnasta verkefnið, markmið breytinganna, hvernig á að varðveita sjálfstæði okkar og íslenska menningu og reisa hið brotna.

Það er þægilegt líf að stjórna svona þjóð, sem telur það sitt brýnasta verkefni að ræða hvort Reynir Traustason verði áfram ritstjóri Dagblaðsins.

En saman mun þjóðin finna sér öruggan náttstað - eins og fuglar himinsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fuglarnir eru mið sinn tilgang á hreinu, það hef ég hef margoft séð, enda búið í sveit lengst af minni ævi. Hvort Reynir verður áfram ritstjóri DV veit ég ekki frekar en að ég yrði áfram ritstjóri Auðlindar á Rás 1 þegar hún var lögð af. Þá var uppgangur á fjármálamörkuðum og undirstöðuatvinnugreinar þóttu hallræislegar. Nú er búið að endurvekja Auðlindina.

Haraldur Bjarnason, 18.12.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ef Hákalrarnir væru menn, var heiti sögu sem ég las hjá Bingó í Þýsku í MR.

Sagan gekk útá, að þá myndu hákarlarnir sannfæra fiskana um, að það væri þeirra tilgangur, að synda upp í kjaft þeirra og að þar væri að finna rólegheit og ekkert streð meir.

Svo hefur verið um hinn heilaga Markað, sem hefur verið svo skrumskældur af afkomendum Fagins og félaga. 

EES  og boðendur hins alfrjálsa Fjórfrelsis ESB kyrjuðu og gólu allt þjóðfélagið

Gýg þau sem þar eru við gal sitt, munu  ekki þagna fyrr en búið verður að senda allt þetta löffalið, sem he´r er til að kroppa í hræ banka okkar, í burt og segja okku r frá EES samningum taka síðan upp tvíhliða samninga við ESB að hætti Sviss.

Takk fyrir plássið hér.

Miðbæajríhaldið

Bjarni Kjartansson, 18.12.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Starinn er merkilegur fugl. Hann er elskur að mannfólkinu sem hatar hann vegna flóa. Þar að auki er hann góð eftirherma og getur brugðið sér í allra fugla líki. Hann er sem sagt eins og íslenska ríkisstjórnin.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.12.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband