Lífeyrissjóðirnir eru í milljarða mínus...

...í óuppgerðum gjaldeyrisskiptasamningum. Það hljóta allir, sem slíkum samningum eiga ólokið, að njóta jafnræðis við uppgjör þeirra.

Sú spurning gerist áleitnari hvort ekki eigi að taka kvóta upp í ógreiddar skuldir sjávarútvegsins. Því hefur verið haldið fram að kvótinn sé í heild veðsettur umfram raunverulegt verðmæti. Það eru áreiðanlega einhver sjávarútvegsfyrirtæki, sem eiga fyrir kvóta sínum þannig að vandi annarra er meiri en í fljótu bragði sýnist. Fyrr en síðar verður að taka á þessum vanda og hafa eðlilega verðmyndun á fiskinum í sjónum eins nú er á bryggjunni, í fiskvinnslunni og á neysluvörunni.  Við eigum fiskinn og við viljum fá eðlilega greiðslu fyrir hann.


mbl.is Kröfur verði felldar niður að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún hlýtur að vera mjög áleitin spurningin hvort það stenst lög að veita skilanefnd þvílíkt vald að strika yfir 9 milljarða skuld sjávarútvegsfyrirtækja og skella skuldinni á skattgreiðendur, svo ég vitni í viðmælanda Sjónvarpsins í kvöld. Ætli það sé ekki best að spyrja forstöðumann FME þessar spurningar, einnig viðskiptaráðherra og því ekki líka þá sem sitja í skilanefnd Landsbankans. Þessa hér En kannski er allra skynsamlegast að spyrja lagaprófessora þessar spurningar. Enn og aftur verður manni hugsað til Vilmundar heitins: Löglegt en siðlaust!

Helga (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

á hvern fellur skuldinn? gjaldþrota gömlu bankana? á hvern falla skuldir þeirra? þeirra sem seldu þeim tryggingar gegn tryggingarálagi.

hvernig væri að ríkisvæða baug til að taka upp í skuldir Jóns Ásgeirs?

Fannar frá Rifi, 19.12.2008 kl. 01:18

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er ekki hægt að taka Kvóta upp í skuldir, því að Kvóti GETUR EKKI LÖGLEGA verið í eigu annars en þjóðarinnar, svo segir afar klárlega og skýrt í 1. og 2. grein Kvótalagana.

Því er algerlega út í bláinn, að gefa þeirri gerð sumra útgerðafyrirtækja, löglíkingar-gildi, með því,a ð ,,yfirtaka" það sem ekki getur lögum samkvæmt verið ,,EIGN" nokkurs eins aðila, hvorki einstaklings eða fyritækis, slíkt verður stórhættulegt fordæmi, færu dómsmál um reitur gömlu bankana okkur í óhag, hvað eign þeirra varðar í útgerðafélögum sem la´tið hafa í té veð í skipum sínum til bankana.

Varúðar er þörf hér sem annarstaðar.

Með góðri kveðju

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 19.12.2008 kl. 09:00

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eins og Bjarni bendir á er kvótinn eign þjóðarinnar. Hins vegar hefur útgerðin getað veðsett þessa eign okkar í meira en áratug. Nú hefur útgerðin gert einhverja samninga við bankan fyrir hrunið og vill þá á bak og burt eftir bankahrunið. Hvað með allan almenning sem skuldar þessum sömu bönkum? Þeir sem áttu eignir hjá þeim töpuðu þeim vegna þess að bankarnir urðu gjaldþrota. Með sömu rökum og útgerðarmenn beita núna á að gefa almenningi upp allar skuldir við þessa banka sem urðu gjaldþrota.

Haraldur Bjarnason, 19.12.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband