Var fersk og verður vonandi

Þegar Svandís kom fram í borgarmálapólitíkinni bar hún með sér ferskan blæ óspilltrar hugsunar og nýrrar nálgunar. Hún var laus við klisjur, talaði s.s. mannamál og spratt eins og alsköpuð upp úr jarðvegi hversdagslífsins.  Þessi ímynd hefur auðvitað látið á sjá í þessum hildarleik sem er hin ömurlega ásýnd stjórnmálanna, sem að okkur snýr. Maður bíður bara eftir að Sigmundur Davíð fari sömu leið. Neistinn verði drepinn í honum eins og öðrum.

Ég hef trú á þeim báðum. Svandís er ekki af sendiherraætt eins og fram hefur verið haldið. Hún er Breiðfirðingur af ætt sem aldrei var mulið undir.


mbl.is Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lóðið. ,,Allt fyrir liðsheildina," sagði Halldór Ásgrímsson þegar hann kæfði nýliðana.

oliagustar (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband