Davíð hlýtur að verða yfirheyrður

Davíð minntist á þessi einkahlutafélög, sem hann sagði hafa fengið "sérþjónustu"  hjá bönkunum. Ein ályktun, sem af þessu má draga og Davíð raunar gaf sterklega til kynna er, að um hafi verið að ræða hugsanlega refsivert athæfi annað hvort af hálfu bankanna eða eigenda þessara félaga. Davíð kvartaði undan, að þessu hefði ekki verið nægur gaumur gefinn . Þetta eru mjög alvarlegar getsakir frá hendi aðalbankastjóra Seðlabanka Íslands.

Rannsóknaraðilar, sem kallaðir hafa verið til sérstakrar rannsóknar á bankahruninu og aðrir, sem ábyrgð bera svo sem ríkislögreglustjóri og skattyfirvöld hljóta að taka við sér við frýjunarorð bankastjórans og kalla hann sjálfan til vitnisburðar um þær upplýsingar, sem hann segist  búa yfir.   


mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kallgarmurinn "selur sig".

Það er það sem D-menn hafa gert í gegnum árin.

Friðhelgi fyrir orð Daó formanns....

Óskar (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:33

2 identicon

Saxi læknir! Ég held að þú ættir að líta í eigin barm Hefur allra mest vælt fyrir sjálftökuhópinn SKOTTU-LÆKNAR!  Svo hætttu þessu jarmi og lærðu að skammst þín! Almenningur er búinn að fá nóg af þér og þínum líkum.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er greinilega farið að hitna undir einhverjum. Þegar kastað er fram rakalausum þvættingi undir grímu nafnleysis verður ekki önnur ályktun dregin.

Sigurbjörn Sveinsson, 26.2.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sigurbjörn, við búum í Mannheimum og verðum að taka svona trakteringum sem örvinglaðir menn á borð við þá þjónkun lundar sinnar sem hér kemur fram hjá ,,hrútnum" Sumir eru bara þannig gerðir, að þeir geta ekki beygt viljann undir skynsemi sína, --hugsanlega vegan skorts á öðru hvor þess sem upp var talið.

Um það, að Davíð verði yfirheyrður, tel é einboðið, að hann verði kallaður fyrir og beðinn gefa skýrslur um, hvað hann hafi fengið vitnseskju um, bæði í starfi sínu og eftir því sem hann sjálfur sagði, --upplýsingum manna sem til hans komu í von um, að hann léti þær í té þeim yfirvöldum sem þar um fjalla.

Hitt er það, að ég treysti ekki dómstólum innlendum lengur.

Þeir hafa svo oftlega dæmt GEGN hagsmunum þjóðar sinnar og í vil elementum, sem ég verð að telja sérsínk.

Dómari efir dómara vísa sludonk málum frá vegna hinna ýmsu vanreyfunar og orðalags.

Hagsmunir þjóðarinnar bornir fyrir borð og heigulshátturinn yfirgengilegur, vonandi en ekki alternatívið sem er enn verra sumsé, að ból þeirra hafi verið bólstrað með einum eða öðrum hætti.

Það er me´r afar sárt, að þurfa að viurlkenna, að traust mitt á Dómstólum og fjölmiðlum fer sí minnkandi og forakt mín á því sem mér áður var kennt að virða er að aukast hröðum skrefum.

Miðbæjaríhaldið

Man betri tíð í lífi þjóðar.

Bjarni Kjartansson, 26.2.2009 kl. 14:01

5 identicon

Vegna laga um búfjárhald og átthagafjötra getur hrúturinn ekki komi fram undir heiti sínu.

Miðbæjaríhaldið mun hér eftir ganga undir gælinafninu "miðbæjarrottan" vegna undirlægjuháttar.

Auk þess verður hinum vísað úr hinum íslenska nasistaflokki með skömm. Breska íhaldsflokknum hefur verið tilkynnt um agabrot hans.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:28

6 identicon

Engu lagi líkt hvað anarkistar og öfgafullir vinstrisinnar eru neikvætt og ómálefnalegt fólk. Heimskreppan er sjálfstæðismönnum, nei fyrirgefið Davíð að kenna, allir útrásarvíkingarnir voru sjálfstæðismenn og vesgó þar með eru allir sjálfstæðismenn glæpamenn o.s. frv. Þar með má láta ósómann vaða yfir sjálfstæðismenn og allt og alla í bloggheimum. Svona framkoma segir bara alltaf meira um þann sem sóðar svona í kringum sig en þann sem fyrir verður. Ætli það sé ekki nein smuga til þess að fólk fari á aðeins hærra plan eða eru það bara sjálfstæðisflokksmenn og hægri sinnar sem kunna almenna kurteisi?

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:30

7 identicon

Ég held það sé einsýnt að "Hrúturinn" gangi ekki á öllum fjórum.  Það er spurning hvort hann eigi ekki bara að halda sig við að jarma upp til fjalla fjarri mannabyggðum.

Tómas Örn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 16:05

8 identicon

Hrúturinn harmar níðingslegar árásir af hendi huldumannsinsi Tómasar Arnar.  Hvaðan koma honum upplýsingar um fótaskort Hrútsins? Hefur hann aðgang að lækanskýrslum Dagfinns dýralæknis? TA verður ekki veitt innganga í Karlremufélag Íslands, freisti hann inngöngu!

Jafnfram er harmað að slegin sé skjaldborg um Saxa læknir, sem nú skal upplýst að haldið er uppi með fjárframlögum trúðsins Laddhalla Sigurðssonar  og Þórhalla 1/2bróður hans, sem og með fulltingi HLH flokksins! 

Afrit sent til:

Geira Goldfingers

Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 16:24

9 identicon

Yfirlýsing. 

Hrúturinn jarmar þá niður sem blanda saman Saxa lækni annars vegar og Sigurbirni lækni hins vegar. Þeir munu ókunnugir. Dagfinnur og Saxi munu hins vegar vera nettengdir.

Gjört á Góu annó 2009

Hr.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 16:53

10 identicon

hahaha, þú ert ágætur...

Tómas Örn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 16:54

11 identicon

Þetta eru skemmtileg samskipti, engar hrossaflugur og gott grín.

Kveðja H.P.

Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband