Tveir Jónar

"Mér hefur líka verið sagt að þessi sami kennari minn hafi látið svo um mælt, að þó að hann hefði mátt velja, hefði hann ekki viljað vera uppi neinsstaðar annarsstaðar né á neinum öðrum tíma, einungis af því að hann hefði fengið að hlýða á Jón Sigurðsson. Okkur kann að þykja þetta barnaleg tilbeiðsla, og við segjum eflaust með sjálfum okkur: nei, þá er munur að vera uppi nú þegar allt er í betra horfi, þjóðin færari og kjarkaðri, margfalt fleiri þroskabrautir sem blasa við íslenskum mönnum. Samt er ekki víst að gamli maðurinn hafi talað alveg út í bláinn.  Við sem lifum á tímum öskurs og óláta og verðum að hlíta forustu leiðtoga sem ekki víla fyrir sér að rangfæra og segja ósatt upp í opið geðið á öllum landslýðnum, hljótum, að minnsta kosti annað veifið, að líta með söknuði aftur til þeirra tíma þegar landsmál voru rædd með rökum og stillingu, þegar einn var foringinn sem allir gátu treyst til að halda einarðlega og fast og viturlega á öllum málum, foringinn sem ekki hafði aðeins mátt orðsins heldur jafnframt vit, þekkingu, virðingu fyrir sannleikanum og óbilandi tryggð við þann málstað sem hann vissi réttastan."

Jón Helgason; Á kvöldvöku í Kaupmannahöfn 17da júní 1943.


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sige heil !

Eða þannig:)

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.4.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Hvernig var þetta á tímum hins eina sanna Jóns? Voru menn ekki kosnir persónukjöri til þings? Var þetta ekki hálfgerð upplýst einveldi? Við vildum ekki einu sinni stjórnarskrána um leið og Danir minnir mig.

Samt er ég nú sammála Churchill að lýðræðið þrátt fyrir alla galla sé skársta fyrirkomulagið.

Samt er ástandið núna óþolandi, það er eins og enginn þori að vera heill og heiðarlegur.

Hólmfríður Pétursdóttir, 21.4.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þá kusu menn einstaklinga við nafnakall í heyranda hljóði og höfðingjar vöktu yfir hverju atkvæði. Það hefur sjálfsagt oft verið erfitt að vera trúr hjartanu.

Sigurbjörn Sveinsson, 21.4.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nokkrum mínútum fyrir þennan lestur var ég að hugleiða hlutverk leiðtogans, og þær áherslur sem forystumenn stjórnmálaflokkanna bjóða okkur  uppa í þessum kosningum. Bestu þekkir fyrir innleggið. Það kom eins og kallað.

Sigurður Þorsteinsson, 21.4.2009 kl. 23:12

5 identicon

Oft held ég að ekkert gagn sé af foringja/leiðtoga  í pólitík.  Og kannski verra en gagn, bara ofurvald, kúgun og spilling.

EE elle (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 23:39

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Nelson Mandela gerði annað og meira. Hann fyrirgaf.

Sigurbjörn Sveinsson, 22.4.2009 kl. 08:25

7 identicon

Menn búa ekki til foringja.  Hann sker sig úr, sjálfur.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:51

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Saga manns af þessu tagi verður aldrei úrelt. Hún minnir okkur einlægt á hina réttu leið, þegar illsakan vill ná yfirhöndinni í lífi okkar.  Nú er margt ungt fólk komið á þing, sem ég hef trú á. Vonandi fær það tíma til að sinna þingstörfunum þrátt fyrir erilsama vordaga fram undan.

Sigurbjörn Sveinsson, 28.4.2009 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband