Kantorinn í Skólavörðuholtinu

Ég var á vortónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju í gær. Það var himneskur söngur. Kórinn söng alla dagskrána án undirleiks, a capella, enda þurfti einskis annars með. Þessi stóri hópur söngvara var eins og eitt hljóðfæri. Aftan við hann gnæfði Klasorgelið á vesturveggnum með allar sínar þöglu raddir en úr lifandi börkum streymdu tónar engum öðrum líkir.

Í kór sem þennan koma menn og fara. Samt sem áður eru breytingarnar frá ári til árs varla merkjanlegar nema hljómurinn batnar eins og í góðri fiðlu, sem eldist vel. Því ræður stjórnandinn.

Það var mikið lán íslensku menningarlífi þegar Hörður Áskelsson réðist að Hallgrímskirkju kornungur fyrir bráðum mannsaldri. Hann virðist bera jafn djúpa virðingu fyrir listinni og hinu trúarlega innihaldi, sem boða á í kirkjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er bara alveg hættur að fara á tónleika síðan ég hætti að krítisera villt og galið. Þetta er svo dýrt. En góður er Hörður og hans fólk. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 11:07

2 identicon

Gaman að heyra! Ég get nú sagt frá því að hann afi minn Magnús var járnamaður og starfaði hann við byggingu Hallgrímskirkju frá byrjun framkvæmdanna til enda þeirra.

Þessi kirkja er náttúrulega alveg kolgeggjuð, leitun að öðru eins reverbi og delay -:), en alveg ómótstæðilegur hljómur engu að síður.

Gaman að heyra að kórinn sé í fínu standi. Ég segi eins og Siggi að ég nenni aldrei á konserta enda er það allt of dýrt.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þessi konsert var peninganna virði enda verðið á bíómiða með 50% álagi. Konsert er augnablik, sem ekki verður endurtekið og jafnvel ekki metið til fjár.

Það er gaman að heyra af honum afa þínum. Þá hafa þeir verið samstíga í þessu afar okkar því hann afi minn tók fyrstu skóflustunguna og sleikti með síðustu múrskeiðinni í turninn ég veit ekki hvað mörgum áratugum síðar. Það er til mynd af honum á níræðisaldri þarna uppi í turninum og fæ ég fiðring í hnén í hvert skipti sem ég hugsa til þess.

Sigurbjörn Sveinsson, 2.6.2009 kl. 17:27

4 identicon

Já, þá hafa þeir verið saman í þessu, merkilegt! Það er alveg rétt maður á að fara meira.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 17:32

5 identicon

Það er nú bara af því þú ert lofthræddur með afbrigðum...eins og ég!

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 08:46

6 identicon

...Mótettukórinn...

Sorrý, leiðinda smámunasemina!  Ég bara gat ekki horft á þetta, annan daginn í röð, athugasemdalaust.

Malína (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 15:51

7 identicon

...og ég (lofthrædd sko), og Eyrún Birna...

Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 18:45

8 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Við hjónin vorum í hópi grúppía á tónleikum Mótettukórsins í Trieste 2002. Það var ljúft.

Hólmfríður Pétursdóttir, 3.6.2009 kl. 20:23

9 Smámynd: Friðrik Thor Sigurbjörnsson

Faðir minn tjáði mér eitt sinn að hann væri ekki lofthræddur heldur ábyrgðarfullur.

Mér virtust þá þessir tveir sjúkdómar deila birtingarmynd.

Friðrik Thor Sigurbjörnsson, 5.6.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband