Raunsæið af skornum skammti hjá stjórnarandstöðunni

Forusta VG hefur sýnt verulega þrautseigju og úthald í gífurlega erfiðu máli og tekið þá lýðræðislegu afstöðu, að þjóðin fái tækifæri til að taka afstöðu til ESB þegar efnisatriði samnings liggja fyrir. Baráttan um ESB-aðild verður þá vonandi málefnaleg en ekki byggð á hindranaleik eins og amrískur fótbolti.

Staða Sjálfstæðisflokksins verður sorglegri með hverjum deginum og tímabært að hugsa sér til hreyfings.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

... hugsa sér til hreyfings.

Satt segirðu, en hvert? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mun vera, að einhverjir kjósi að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum.  Far vel og verði ykkur náðugt annarstaðar.

Ég kaus ekki minn elskaða Flokk síðast en þar kom til þjónkun þeirra við LÍJúgarana og brot á samþykktum Landsfundar um þjóðareign á öllum auðlindum landsins.

Við sem erum á móti Kalmarsambandinu hinu nýja og viljum ekki undir Nýlendukúgara fara, munum stækka bakland og auka við hróður Flokksins svo um munar.

Mun þjóð vor sjá, að þar fara hinir einu sönnu boðendur hins íslenska arfs og hreinna gilda áa vorra.

Mun sakna ykkar nokkuð en jafnframt ekki draga af mér í baráttunni gegn ykkar vilja um innlimun þjóðarinnar í yfirþjóðlegt Kratakerfi.

Sór þess eiða á vissum stöðum, að berjast fyrir þjóð mína og verja afkomendur okkar með þeim meðulum sem lögleg eru og beita þeim bröndum sem mér eru nærtækir.  Allt þetta hef ég íhugað af nákvæmni og ef til kemur, mun ég beita þeim vopnum gegn aðildarsinnum og undirlægjum öðrum, svo sem Icave rukkurum.

Með von um að ykkur snúist hugur og að þið sjáið að ykkur hið fyrsta.

Miðbæjaríhaldið

verjandi ek og bar þeirra

Bjarni Kjartansson, 16.7.2009 kl. 15:05

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég er sammála að VG hefur staðið þetta vel af sér, þó þykir mér undarlegar yfirlýsingar frá mönnum þar innanborðs eins og Ásmundi þessum nýja að hann muni ekki fara eftir þjóðarvilja í atkvæðagreiðslu og samt greiða gegn ESB aðild þó að þjóðin samþykkji samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekki má þó gleyma Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem stóð eins og klettur og á hún mikið hrós skilið. 

Jón Gunnar Bjarkan, 16.7.2009 kl. 15:08

4 identicon

Það er sorglegt að horfa uppá málflutning Sjálfstæðisflokks. Ég tek ofan fyrir Ragnheiði Ríkarðs fyrir að standa við sína sannfæringu.

Ína (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:13

5 identicon

Bjarni, þetta kratveldi snýst nefnilega um mannréttindi sem ykkur Sjálfstæðismönnum hefur aldrei verið neitt um gefið. Hrokinn oog yfirlætið í alla staði, ótrúlega ógeðfeldur þjóðflokkur sem er í hópi þessara innmúruðu og bláu í gegn Sjálfstæðismanna.

 Til hamningju Ísland, loksins skynsamleg ákvörðun á Alþingi Íslendinga. heldur þú að við séum svo sérstök að við séum merkilegri en Finnar, Damir og Svíar? það er eingöngu verið að hugsa um hagsmuni almennings í þessu máli á kostnað stjórnsýslu sem býður upp á klæikuskap og spillingu. Húsnæðislán lækka um tugir og hundruðir miljóna. 20 miljón króna lán til 40 ára fer úr því að hafa greiðslubyrði upp á 17 falt lánið niður í 1,2 falt, þ.e úr 274 miljónum eftir 40 ár í 24 miljónir. Þetta eru rúmlega 800% munur sem þýðir þá mestu kjarabót sem íslenskum almenningi býðst upp á. Þarna munu færast á hverju ári 228 miljarðar frá auðmönnum til almennings. Mestu frjámagnsflutningar á milli stétta frá upphafi lýðveldisins.

Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 17:07

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir þetta Sigurbjörn og er stolt af VG!  Mun loks fá tækifæri að sjá "konkret" samning! ...og krossa sjálf við "já" eða "nei!"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.7.2009 kl. 23:31

7 Smámynd: Elle_

Kjósendur VG voru illa sviknir.  Og alþingi með litlu a-i óð yfir lýðræðið og fólkinu var meinað að hafa fyrsta orðið.  Það er sorglegt að sumu fólki finnsist ekkert rangt við það.  Það er fullt af fólki í landinu sorgmætt núna og ekki síst yfir ólýðræðislegri umsókn inn í EU, þangað sem það kannski vill ekki fara.

Elle_, 19.7.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband