Enn gengur Agnes erinda útgerðarmanna og eigenda Mbl.

Þorgerður sýndi þrek og þor í gær. Formanninum vafðist hins vegar tunga um höfuð og var augljóst að munnurinn mælti ekki af gnægð hjartans. Það er skömm að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru í raun fylgjandi aðildarumsókn, skildu ekki fylgja sannfæringu sinni að frágengnum breytingatillögunum. Skagamaðurinn úr Mosfellssveitinni fór þar aðrar leiðir.
mbl.is Staða Þorgerðar Katrínar veikist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu

Hún hefur þá tækifæri til að sýna enn meira þor og samþykkja að greiða Icesaveaðgöngueyrinn. Við sem höfum mikið unnið og starfað í ESB löndunum þekkjum ekki almennan stuðning við sambandið. Diplómatar allra landa lofa gósenlandið hins vegar og prísa. (Hollendingar segja að Þjóverjar og Frakkar sem þar öllu ráða verði a.m.k. að hlusta á Beneluxlöndin; þeir muni kokgleypa okkur). - Íslensk útgerð hefur nýtt fiskimiðin á endanum okkur öllum til hagsbóta. Þannig hefur það ekki alltaf verið; hvort sem það var konungur eða útlendingar sem fiskuðu hafði fólkið ekkert af því að segja.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Sigurbjörn,

Hvað finnst þér þá um þá sannfæringu flestra þingmanna VG að segja JÁ í gær ?? 

Er það ekki sami heigulshátturinn að láta Samfylkinguna pína sig til að skipta um skoðun, enda lágu stjórnarslit undir ??

Þú verður nú að vera samkvæmur sjálfum þér og horfa á málið frá öllum hliðum, ekki bara út um ESB gluggann !!!

Sigurður Sigurðsson, 17.7.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

SISI: VG sagði fyrir kosningar að málið ætti að fá þinglega meðferð og að þjóðin ætti að ráða niðurstöðunni. Mér sýnist að VG hafi tryggt lýðræðislegan framgamg málsins.

Einar: Hef engan sérstakan áhuga á ESB-aðild utan þess að fá nýjan gjaldmiðil, sem hefur e-n stuðpúða á bak við sig sem hald er í. Staða krónunnar er og verður vonlaus og vankantar aðildar geta seint orðið það stórir að afsaki það að halda í hana.

Norðmenn gætu enn haft áhrif á okkur hvað þetta varðar með því að bjóða myntsamstarf en þeir virðast ekki hafa neinn skilning á þeim möguleika.  

Sigurbjörn Sveinsson, 17.7.2009 kl. 14:11

4 identicon

Hún hefði þó sýnt enn meiri dugnað og þor ef hún hefði þorað að hafa skoðun í stað þess að fela sig á bak við hið klassíska "sitja hjá". 

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:06

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það dylst engum, hvert hún var að fara með þessari hjásetu.

Sigurbjörn Sveinsson, 17.7.2009 kl. 15:21

6 identicon

Hvaða aumingjafeluskapur var þetta þá? Ef hún vildi viðræður þá átti hún bara að segja já. Hitt er bara einhver sýndarmennska svo að samflokksmenn hennar verði ekki brjálaðir. Sú flétta klikkaði síðan algerlega því þeir eru í kastinu!!

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:52

7 identicon

Mér fannst það þó gott hjá Þorgerði Katrínu að sitja hjá frekar en að segja nei við aðildarviðræðum . Ragnheiður Ríkarðs er þó hetjan í FLokknum því hún stóð með sinni sannfæringu öfugt við mörg flokkssystkini hennar.

Ekki má gleyma Siv, Birki og Guðmundi í Framsókn sem sögðu já öfugt við það sem formaður þeirra vildi.

Ína (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 17:18

8 Smámynd: Kama Sutra

Ég er sammála Tómasi Erni.  Þorgerður hefði átt að ganga alla leið og segja já.  Hún hefur margoft gefið það í skyn að hún sé hlynnt aðildarviðræðum við ESB og leyfa svo þjóðinni að kjósa um niðurstöðurnar.  Að hún skyldi sitja hjá í þessu máli er gunguháttur.

Það var Ragnheiður sem sýndi þrek og þor í þessu máli.

Kama Sutra, 17.7.2009 kl. 18:17

9 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Alsæll Sigurbjörn,

við virðumst ekki vera sammála um ESB aðild en þú ert alltaf málefnalegur og það er aðalatriðið.

Kveðja frá norður Íshafinu þar sem ég er núna með hvölum og hreindýrum:)

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.7.2009 kl. 19:36

10 Smámynd: Benedikta E

Sigurbjörn. hvað er hún að fara með hjásetunni ? Þú segir að það dyljist engum - Jú mér.....................

Benedikta E, 17.7.2009 kl. 22:58

11 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Benedikta: Hún hagar afstöðu sinni klárlega í trássi við tilætlaðan flokksaga. Atkvæði hennar hefði klárlega ekki haft áhrif á niðurstöðu þingsins en hjáseta er yfirlýsing um að hún geti ekki farið gegn þingsályktun um aðildarumsókn.

Sigurbjörn Sveinsson, 20.7.2009 kl. 08:14

12 Smámynd: Elle_

Land fer ekki inn í EU til að taka upp Evru.  Það er mikill misskilningur og bara áróður þeirra sæm ætla að koma okkur þangað inn.  Þar með talið Jóhönnu Sig. og Þorgerði K. Gunnard.  Það mun taka 7 - 30 ár að taka upp Evru.  Og fyrir utan það er nú Dollarinn miklu sterkari gjaldmiðill og við gætum kannski tekið hann upp.  Og þurfum ekki að ganga inn í Bandaríkin til þess:
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/821455/

http://altice.blog.i s/blog/altice/entry/840117/

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/847480/

Elle_, 20.7.2009 kl. 14:50

13 Smámynd: Elle_

Og VG áttu að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu og stefnu,  Þeir komu fram hver á fætur öðrum og lýstu yfir andstöðu sinni við að ganga í EU.  Nokkrir þeirra voru trúir, og Jón Bjarnason einn ráðherra stóð með lýðræðinu og vildi að fólkið í landinu fengi fyrsta orðið.  Og kaus gegn EU umsókn. Og hann einn ráðherra hefur mína virðingu.  

Elle_, 20.7.2009 kl. 15:14

14 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það eitt að ganga í ESB og festa efnahagsstjórnina við það markmið að fullnægja skilmálum fyrir upptöku Evru leysir margvíslegan vanda og óreiðu, sem viðgengist hefur við stjórn efnahagsmála hér á landi. Í ljós kom að við getum ekki bæði búið við fullkomið frelsi í viðskiptum við útlönd hvað varðar vörur og fjármagn og haldið lífi í þeirri örmynt, sem krónan er. Krónan verður alltaf músin og kötturinn þarf ekki einu sinni að hafa fyrir að elta hana til að leika sér. Hann situr fyrir framan skjáinn e-s staðar úti í heimi og bíður eftir að hún verði mátulega feit og pattaraleg til að slá hana af.

Og í hvert skipti sem hún rankar við sér og reynir að staulast á fætur fær hún nýtt náðarhögg. 

Sigurbjörn Sveinsson, 20.7.2009 kl. 15:38

15 identicon

Eru menn svona hræddir við að samningamenn nái það góðum samningum að við hin munum samþykkja?  Hvaða lýðræði er það?

Miðað við Rómarsamninginn og fleiri atriði er ég ekkert hræddur um  útkomuna.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 16:55

16 identicon

P.S. Fyrir utan það, að margir þingmenn D hafa stutt aðildarumsókn í ræðum og riti?  Þar á meðal gullprinsinn BB.  ESB getur eðli málsins aldrei verið flokkpóitískt mál. Sjáið til dæmis SA og SI!

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 17:04

17 identicon

"Eru menn svona hræddir við að samningamenn nái það góðum samningum að við hin munum samþykkja?  Hvaða lýðræði er það?"

Hvaða menn eru hræddir?  Kallarðu það lýðræði að leyfa þjóðinni EKKI að kjósa fyrst áður en sótt er um aðild að ríkjabandalagi fyrir okkur? 

Kallarðu það lýðræði að líka var FELLDUR réttur þjóðarinnar til að fá BINDANDI þjóðaratkvæðagreiðslu um saming sem var sótt um án samþykkis þjóðarinnar?

Kallarðu það lýðræði að einn ríkisstjórnar-flokkur er lamninn til hlýðni af einræðisherra hins ríkisstjórnar-flokksins og svíkur þar með sína eigin stefnu?

Lisa (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 17:32

18 identicon

Lisa:

Kjósa um hvað? 

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 18:38

19 identicon

Hvað meinarðu kjósa um hvað, Ólafur?  Einræðisstjórn Jöhönnu SÓTTI UM fyrir OKKUR ÞJÓÐINA að ríkjabandalagi og spurði okkur ekki.  Það er það sem málið snýst um fyrir fullt af fólki, lýðræði.  Við búum ekki í Jöhönnu-Einræði.

Lisa (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 19:14

20 identicon

Það er lýðræði að gefa hluta þjóðarinnar tækifæri að kanna sín mál?  Það var líka kominn tími til.

Horft frá þeirra sjónarhól er það einræði að gefa þeim ekki möguleika á að athuga hlutina betur?  Það er kúgun kannske lítins meirihluta á stórum minnihluta?  Samningur verður að líkindum samt aldrei samþykktur, vegna Rómar ákvæðisins.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 20:05

21 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki hef ég hugmynd um Sigurbjörn, hvort þú hefur reynslu af pólitísku flokksstarfi. Hins vegar langar mig til að benda á, að ef fólk vill hafa áhrif á stefnu og störf stjórnmálflokks þá gengur það í þann flokk. Flokkurinn mótar stefnu í sumum málum og til dæmis gerir Sjálfstæðisflokkurinn það á landsfundum. Til þess er ætlast að fulltrúar flokksins, til dæmis Alþingismenn, fylgi þeirri stefnu sem landsfundirnir móta.

Ef ekki er hægt að treysta því að fulltrúar flokks fylgi mótaðri stefnu, er til lítils fyrir þann flokk að hafa fyrir því að móta stefnu. Þeir fulltrúar stjórnmálflokks sem bregðast trúnaði og snúast gegn stefnu eigin flokks, verða að búast við ákúrum eða brottvikninu úr flokknum. Bæði Þorgerður og Ragnheiður brugðust og því er nauðsynlegt að hirta þær opinberlega. Ef það er ekki gert hverfur trúverðugleiki flokksins eins og dögg fyrir Sólu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.7.2009 kl. 20:47

22 identicon

Blóðugt uppgjör framundan ! segir Loftur!

Sigurbjörn minn. Nú ertu kominn í hendurnar á hinum sönnu öfgamönnum.

Hreinna skoðana kúgara.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 21:03

23 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurbjörn, ég sé að þú hefur ekki mikið vit á peningamálum. Þú segir:

Hef engan sérstakan áhuga á ESB-aðild utan þess að fá nýjan gjaldmiðil, sem hefur e-n stuðpúða á bak við sig sem hald er í. Staða krónunnar er og verður vonlaus og vankantar aðildar geta seint orðið það stórir að afsaki það að halda í hana. Norðmenn gætu enn haft áhrif á okkur hvað þetta varðar með því að bjóða myntsamstarf en þeir virðast ekki hafa neinn skilning á þeim möguleika.

Upptaka sterks gjaldmiðils er aumasta ástæða sem hægt er að hafa fyrir inngöngu í ESB, við núverandi aðstæður. Ef aðstæður væru aðrar og við hefum nægan tíma til að fara í gegnum Evru-ferlið, þá gætum við hugsanlega verið sammála. ESB-ferlið tekur hins vegar langan tíma, en við þurfum sterkan gjaldmiðil STRAX.

Líklega erum við sammála um mikilvægi þess að koma á efnahagslegum stöðugleika. Nær allir eru sammála þessu markmiði, þar á meðal Seðlabanki Íslands og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn. Þessar stofnanir hafa þetta markmið skráð í stofnsáttmála sem sitt heldsta markmið.

Til að koma á efnahagslegum stöðugleika, er peningastefnan meginatriði. Það er aldeilis rétt hjá þér að Krónan er vonlaus, en ekki vegna þess að hún heitir Króna, heldur vegna þess að hún er "sýndar peningur" (fiat money). Aftur bendi ég á, að Evru-ferillinn er svo langur að ESB aðild er fáránleg tilraun til að öðlast "alvöru pening" (real money).

Án teljandi kostnaðar getum við komið á fót sterkum innlendum gjaldmiðli, sem myndi skapa stöðugleika og verða gjaldgengur í alþjóðlegum viðskiptum. Þetta er hægt að gera með "fastgengi undir stjórn Myntráðs". Þetta merkir að gengi gjaldmiðilsins er fest við erlenda trausta stoðmynt. Sem stoðmynt legg ég til að við notum US Dollar og USD yrði því jafnframt gjaldgengur í landinu.

Um þetta hef ég fjallað með blogg færslum, eins og "EE elle" bendir á. Um málið hef ég einnig haldið fyrirlestra í klúbbum og félögum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.7.2009 kl. 21:16

24 Smámynd: Elle_

Af því Ólafur er að tala um skoðana-kúgara: Þarna eru 2 umræður um einn slíkan, Kjartan Jónsson:
http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/916417/


http://axelthor.blog.is/blog/axelthor/entry/916497/

Loftur notar kannski ljót orð, en er engill miðað við þann ógnvekjandi mann Kjartan Jónsson.  Ólafur virðist líka ekki vilja alvöru lýðræði.   Yfirvöld voru ekki hæfari en alþýða til að hafna eða velja hvort sótt yrði um að EU.  Hins vegar fannst Ólafi það eðlilegt miðað við orð hans að ofan og sem dæmi:"Það er kúgun kannske lítins meirihluta á stórum minnihluta?"  Hvað ef við hin vildum nú sækja um í NAFTA?

Elle_, 20.7.2009 kl. 21:33

25 identicon

Það verður gengið frá okkur í þessum viðræðum ef mótaðilarnir hafa verið að hlusta á Össur undanfarna daga.  Doktor Össur sagði að við þurfum sko engar sérlausnir af því við erum með svo æðislegt fiskveiðikerfi - ergó, línan kominn sem beitt verður á okkur.  Svo verður ábyggilega klykkt út með því að fá "bjargvættinn" Svavar Gests til að leiða nefndina.  Það verður meiriháttar....

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 21:41

26 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Eitthvað fer milli mála hér.

Ég vissi ekki betur en að fólk sem starfar innan Sjálfstæðisflokksins hefði frelsi til að tala máli sinna skoðana í flokksstarfi og í nefndum og að lokum á landsfundi.

Hljóti þessar skoðanir ekki fylgi greiðir viðeigandi væntanlega atkvæði gegn ályktun landsfundar um það efni og ég hef aldrei álitið það að bíða lægri hlut á landsfundi skuldbinda fulltrúa flokksins til að skipta um skoðun í málum ef þau koma til kasta þingsins og eru þess eðlis skiptir miklu fyrir framtíð þjóðar eða brjóta gegn siðferðilegri eða trúarlegri skoðun.

Fólk hlýtur því að standa eða falla með sannfæringu sinni þegar kemur til kosninga.

Vald þingmanna kemur ekki frá flokkum heldur fólkinu sem kaus flokkinn.

Á venjulegum tímum stendur samflokksfólk saman um stefnu síns flokks, en nú eru óvenjulegir tímar.

Hólmfríður Pétursdóttir, 20.7.2009 kl. 22:50

27 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hólmfríður segir:

Vald þingmanna kemur ekki frá flokkum heldur fólkinu sem kaus flokkinn.

Þetta er röng fullyrðing, ef Hólmfríður er að tala um kjör einstakra Alþingismanna, því að það eru flokksmenn sem raða á framboðslistana, ekki kjósendur. Kjósendur ráða því fjölda þingmanna hvers flokks, en ekki því hverjir verða þingmenn, nema í mjög takmörkuðum mæli.

Að öðru leyti er hugsun Hólmfríðar ákaflega óskýr.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.7.2009 kl. 23:21

28 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Loftur Altice, Sjálfstæðisflokkurinn og starf hans er mér ekki ókunnugt.

Flokkur ætti ekki að hafa meira vald en kjósendur hafa veitt honum.

Hólmfríður Pétursdóttir, 20.7.2009 kl. 23:45

29 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvað meinarðu Hólmfríður með svona setningu ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.7.2009 kl. 00:24

30 identicon

Sigurbjörn, ég sé að þú hefur ekki mikið vit á peningamálum. segir Loptur.

Hann ætlar að stofna myntráð.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 00:28

31 identicon

 Með ólíkindum hvernig heilt bankakerfi varð ræningjavætt“

Við erum öll sammála þessu?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 00:34

32 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Nákvæmlega það sem ég segi.  Ég þekki vel fólk sem tekur virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Sjálf hef ég kosið hann frá því ég fékk kosningarétt með 2 undantekningum. Pólitík hefur verið mitt áhugamál í mörg ár.

Ég hef aldrei talið að Sjálfstæðisflokkurinn mundi binda samvisku fólks í mikilvægum málum, sem eðlilegt er að gangi þvert á flokkslínur. 

Þar tekl ég mál sem varða stöðu þjóðarinnar í Alþjóðlegu samhengi og  mál sem varða samvisku fólks vegna trúar þess sem dæmi.

Flokkur sem ætlar sér að beygja þingmenn undir vilja sinn vegna skoðana sem þeir létu í ljós fyrir kosningar og hafa haldið fram innan flokks, tekur sér meiri völd en kjósendur hafa veitt honum.

Hólmfríður Pétursdóttir, 21.7.2009 kl. 00:45

33 identicon

Ólafur, það finnst mér skrýtið að þú verðir að vinna og þó þú hafir nú ekki að mínu mati komið með nein sterk peningaleg eða lýðræðisleg rök.  Ég held þú sért of hlutdrægur hér, líklega að verja bróður þinn af því sumt fólk er ósammála honum.  Líka finnst mér þú alltof pólitískt hlutdrægur eins og þú sért frekar að verja flokk en sjálft lýðræðið sem var nauðgað um daginn.  Og bankakerfið, var það ekki bara ræningjavætt? 

Lisa (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 00:46

34 Smámynd: Kama Sutra

Synd að það skuli hvergi vera friður til að ræða ESB af einhverju viti án þess að öfgaliðið og "fullveldissinnarnir" skuli óðara vera mættir á svæðið með sinn hatursfulla anti-ESB áróður - og reyna að kæfa allar vitrænar umræður.

Kama Sutra, 21.7.2009 kl. 00:52

35 identicon

Hvaða öfgalið er mætt þarna?  Kannski ert þú öfgalið?  

Lisa (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 00:58

36 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það má vera að ég sé fákunnandi um peningamál. Það þykir mér blessun. Þó þykist ég vita að gengi krónunnar verður trauðla haldið föstu með handafli myntráðs í þessu frjálsa umhverfi, sem við höfum kosið að búa og efnahagslíf USA, sem dollarinn endurspeglar, er í grundvallaratriðum framandi okkur. Dönum hefur vegnað vel með sína krónu en það byggist á því að hún er tengd evru með frávikum. Þetta er gert með samþykki og stuðningi seðlabanka Evrópu. Þannig má segja að Danir hafi evruna sem mynt. Íslenska krónan er eins og hver önnur vara á alþjóðlegum markaði þar sem framboð og eftirspurn ráða verðinu og þarf tiltölulega litla fjármuni til að stýra verði hennar til skamms tíma, þ.e. braska með hana. Sá sem það getur hefur í raun ráð okkar í hendi sér og getur svipt okkur virðisaukanum í þjóðarbúinu með reglulegu millibili.

Flokksstarfið í Sjálfstæðisflokknum er mér ekki með öllu framandi. Ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, verið á framboðslista og sótt marga landsfundi og tekið þátt í málefnavinnu fyrir landsfundarályktanir. Eitt af því, sem ég lærði þar, var að landsfundur Sjálfstæðisflokksins getur aldrei gengið út frá því sem vísu, að þingflokkurinn eða einstakir þingmenn fari eftir samþykktum hans. Um það eru dæmin mýmörg og í raun væri það mjög óheilbrigt, ef þingmenn færu ekki að bjargfastri sannfæringu eða gætu ekki endurskoðað afstöðu sína í ljósi aðstæðna og pólitískra möguleika á hverjum tíma.

Því tek ég ofan fyrir þeim stöllum Þorgerði Katrínu og Ragbheiði.

Sigurbjörn Sveinsson, 21.7.2009 kl. 09:14

37 identicon

Ég er hættur í bili, en hver er mannleysan Lisa? Á svona bloggsíðu koma menn eins og þeir eru klæddir, undir nafni.

Sigurbjörn er maður til að svara fyrir sjálfan sig. Flottur.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 10:10

38 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurbjörn, þú kemur aftur með rangar fullyrðingar um peningamálin og ert ekki einn um það þekkingarleysi sem ummæli þín lýsa:

Þó þykist ég vita að gengi krónunnar verður trauðla haldið föstu með handafli myntráðs í þessu frjálsa umhverfi, sem við höfum kosið að búa og efnahagslíf USA, sem dollarinn endurspeglar, er í grundvallaratriðum framandi okkur.

Fyrir það fyrsta, þá hefur verið notast við myntráð í meira en 70 hagkerfum síðustu 150 árin eða svo. Ekki í eitt einasta skipti hafa myntráð brugðist, svo framarlega sem þau voru alvöru-myntráð. Þannig eru myntráð 100% örugg, bæði í framkvæmd og fræðilega. Þau geta ekki brugðist, vegna þess að þau hafa á öllum tímum rúmlega 100% varasjóð til að leysa út gjaldmiðilinn.

Hvað varðar US Dollar, þá líkjast hagsveiflur okkar stöðugt meir og meir hagsveiflum á Dollara-svæðinu. Þetta stafar af stöðugt meiri alþjóðavæðingu okkar hagkerfis, en alþjóða hagkerfið gengur fyrir USD. Nær öll alþjóðleg viðskipti eru í USD og lang stærsti hluti gjaldeyrisvarasjóða er í USD. Bandaríkjadalur er í raun eini alþjóðlegi gjaldmiðillinn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.7.2009 kl. 10:16

39 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er mikið undur Loftur að þjóðir heims skulu ekki almennt lúta þinni forsögn um stjórn peningamála.

Sigurbjörn Sveinsson, 21.7.2009 kl. 10:22

40 identicon

Sæll Ólafur.  Ég er Lísa og er hér með vini sem var líka með í umræðunum að ofan.  Og þegar mér var farið að blöskra gat ég ekki orða bundist.  Þið voruð ekki öll að verja lýðræðið þarna, ekki þú og ekki Sigurbjörn, að því leyti að margir í VG sögðu beint út að þeirra sannfæring væri ENN að okkur væri best borgið utan ESB og KUSU SAMT JÁ.  Það eru svik gegn lýðræðinu´.  Kallaðu mig mannleysu ef þú vilt, en fullt nafn færðu ekki og það er ekki skylda neins að gefa það upp.  Það er líka annað fólk að ofan sem ekki kemur fram undir fullu nafni og einn kl. 0052 ekki undir réttu nafni.  Ef ég særði þig var það ekki viljandi.  En þú varst sjálfur að særa fólk og ekki kallaði ég þig mannleysu.  En mér finnst þó eins og þú fólk megi ekki vera á móti þínum skoðunum.

Lisa (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 10:38

41 identicon

Ein skilgreining á mannleysu er, að þora ekki, að koma fram undir eigin nafni.

Jæja svo þú ert Lisa. og ég er illsæranlegur.

Þetta er orðin of löng umræða, í bili,  því mér sýnist menn séu farnir að gleyma hvað stendur hér að ofan.

Varðandi ESB umsókn þá var samið um þá málsmeðferð, við stjórnarmyndun.

En mestu svikin við lýðræðið yrði,  ef á að koma þeim sem stóðu að  ræningjavæðingunni, aftur til valda.  Ég minni á að FME var með SJÓVÁ í "athugun" lengi, þó að BLOOMBERG fréttavefurinn hefði bent á MACAO ævintýrið fyrir 2 árum!!!

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 11:18

42 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Telur þú, Ólafur, að það sé hugsanlegt að víkingarnir úr gömlu bönkunum eða Hannes umbreytingarfjárfestir og hans nótar, sem fóru með allt til heljar, séu beinir eða óbeinir kröfuhafar í Kaupþing og Glitni?

Sigurbjörn Sveinsson, 21.7.2009 kl. 11:24

43 identicon

Já, Ólafur, það var SAMIÐ.  Ég er sammála þér um það og það var líka það sem ég var að mótmæla.  Og GEGN SANNFÆRINGUR SINNI kusu þeir sumir í VG.  Jóhanna á ekki að ráða þessu. 

Lisa (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 11:50

44 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er út af fyrir sig ágætt Sigurbjörn, að þú viðurkennir að ég hef rétt fyrir mér varðandi peningamálin. Er þá ekki ástæða til, að þú endurskoðir afstöðu þína gagnvart ESB ?

Þú hefur jú sagt:

Hef engan sérstakan áhuga á ESB-aðild utan þess að fá nýjan gjaldmiðil

Það liggur fyrir að Evran fæst ekki fyrr en eftir 10-15 ár. Jafnframt liggur fyrir að við eigum betri kosti en Evruna. Hugsaðu málið Sigurbjörn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.7.2009 kl. 12:48

45 identicon

Ramminn sem ræningjunum var skapaður var gerður og stjórnað af íhaldinu í 18 ár.

FME er á ábyrgð stjórnvalda.  Sala bankanna var á ábyrgð stjórnvalda.  Eru að hluta til ógreiddir.  Óráðsía Davíðs í Seðlabankum á lokadögunum. o.fl og svo nú ég tali ekki um sjálfa ræningjanna, flestir taldir góðir og gjaldgengir í sínum flokkum og Icesave var á ábyrgð stjórnvalda.

Stjórnvöld hjálpuðu til við ránið, með afskiptaleysi sínu.  Okkur hefur lengi vantað vandaða stjórnssýslu.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 14:01

46 identicon

Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að Loptur Altís væri wisserbesser

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 19:47

47 identicon

 42: Sigurbjörn kl 11.24:


Er ekki allt mögulegt? Verum á varðbergi gagnvart öllu og öllum.

Segi eins alltaf eins og Kato gamli :

Okkur hefur lengi vantað, vandaða og heiðvirðrar stjórnsýslu.

Vísa ella til 45.

'Olafur Sveinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 20:16

48 Smámynd: Kama Sutra

Tómas Örn,

Ég held að hann sé wesserpisser...

Kama Sutra, 21.7.2009 kl. 20:41

49 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég sé ekki betur en Sigurbjörn sé kominn með alla katta-fjölskylduna í bloggið og væla nú öll í einum kór.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.7.2009 kl. 21:29

50 identicon

Já, fólk er kallað öllu illu.

Lisa (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 21:37

51 identicon

Þú ert nú meiri kallinn....

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 23:53

52 Smámynd: Elle_

Hi, hi, hi, góð skrýtla, Tómas Örn.

Elle_, 22.7.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband