Árstíđaferđ um innri mann

og Sćfarinn sofandi eru ljóđabćkur, sem komu út hjá Iđunni 1992. Ţá var kreppa í íslensku efnahagslífi. Samt sáu menn ástćđu til ađ fjárfesta í menningu og skáldskap eđa međ öđrum orđum áhćttu.

Ţessar bćkur liggja á náttborđinu mínu. Hugsiđ ykkur Matthías og Ţorstein frá Hamri hvorn ofan á öđrum. Manni detta í hug Ástir samlyndra hjóna. Ekki fjarri lagi. Ástir ólíkra einstaklinga takast oft betur en líkra. Ástir líkra enda stundum međ stöđutöku og kúgun. Á slíkt reynir ekki í samdrykkju Matthíasar og Ţorsteins. Ţar er jafnrćđi afar ólíkra einstaklinga. Annar flćđandi og extrovert, hínn naumur og introvert. 

Ţó er ţetta ekki alls kostar rétt. Stundum er Ţorsteinn barnslegur og Matthías eins og gestaţraut.

En ilmurinn af skáldskapnum fylgir ţeim báđum.

Hvernig varđ ljóđlistin til, myndlistin, tónlistin? Viđ hvađa ađstćđur fullnćgđu hljóđ hversdagslegra úrlausna ekki manninum lengur?  Var etv. ekkert sérstakt upphaf? Var hugsunin alltaf samsíđa sjálfri sér? Ţessu er erfitt ađ svara. Enda kannski engin sérstök ástćđa til ţess. Ekki ef viđ njótum ljóđanna hér og nú.

Međ Matthías og Ţorstein á náttborđinu? Eđa í fanginu?

Ţorsteinn er alltaf ađ. Hann vaknar til ljóđsins hvern morgun, vinnusamur og leggur frá sér smíđisgripinn ţegar hallar degi. Og svo sjáum viđ nýja afurđ hvert ár. Trúfastur meitlar hann unađ í orđ.

Matthías er ástríđuskáld. Goshver. Í Árstíđaferđ um innri mann er síbylja, fróun ástarinnar, sem er í fóstbrćđralagi viđ endurtekninguna. Sú endurtekning framkallar sefjun fullnćgingarinnar. Hugurinn flćđir inn á sléttlendi átakalausra hughrifa eftir engan sérstakan forleik. 

Er eitthvađ ljós í svartnćtti ţessarar kreppu?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurt er: Er eitthvert ljós í svartnćtti ţessarar kreppu?
Svar: Já, menn sjá ljósiđ og gerast kyndilberar eins og
t.d. andans jöfrar á 20. öld, ţeir Benjamín H. J. Eiríksson, Halldór Laxness
og Matthías Jóhannessen.
Reynslan er ólygnust, menn sjá ţar ljós fegurst, hvort heldur ţeim líkar betur eđa verr, ţar sem myrkriđ er svartast og jafnan stendur ţađ hátt á
ljósastikunni, ćtíđ og alltaf ţađan í frá, og lýsir leiđ ţar sem
áđur var enga ađ finna.

Húsari. (IP-tala skráđ) 29.8.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Sigurbjörn. Já ţađ er alltaf ljós í svartnćtti. Ljósiđ er misbjart í lífi fólks. Ţannig er skóli lífsins.

Samstađa og heilindi geta mögulega gert ţađ bjartara. Neikvćđni og mótmćli deyfa ţađ.

 En náunga-kćrleiks-ljósiđ innra međ hverjum og einum getur enginn slökkt. Menning er ekki afrakstur eiginhagsmuna gróđahagfrćđi. Lífiđ vćri lítils virđi án ljóđa og músik.

 Ţú ert vandađur og vel gefinn mađur og góđur lćknir. Ţađ er mjög gott fyrir okkur öll ađ sjá ţitt álit á hinum ýmsu málum. Takk fyrir ţín góđu innlegg.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 29.8.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég fór vestur í Dali í gćr ađ fylgja vini mínum Sigurđi Ólafssyni frá Kjarlaksvöllum í Saurbć. Sigurđur var sérstakur mađur, opinn og hlýr og vildi öllum gott gera. Hann hafđi jafnan á orđi ađ hann hefi engan mann hitt í lífinu, sem vćri illa innrćttur, allt vćri ţetta gott fólk og hann ćtti enga óvildarmenn. Hann mćtti manni međ kossi og fađmlagi og kallađi mann elskuna sína.

Sigurđur hóf búskap á Kjarlaksvöllum í Kreppunni miklu 1935, ţegar hjálpa ţurfti bćndum međ bjargráđasjóđi og afskriftum skulda. Búnađist honum vel frá fyrstu stundu. Hann hélt heimavistarskóla í mörg ár á Kjarlaksvöllum međ konu sinni Júlíönu en hún var kennarinn og skólastjórinn. Sigurđur byggđi skólann sjálfur međ góđra manna hjálp og rak heimavistina og matarfélagiđ af mikilli ráđdeild ţar sem hagsmunir barnanna komu fyrst.

Hann dó í hárri elli á 97. aldursári og má međ góđri samvisku segja ađ hann hafi veriđ eitt af ljósum 20. aldarinnar.

Sigurbjörn Sveinsson, 30.8.2009 kl. 20:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband