Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2009

Léttara líf

Ţađ var forvitnilegt viđtaliđ í Kastljósi í gćr viđ bandaríska nóbelsverđlaunahafann í lćknisfrćđi, Dr. Ignarro. Hann talađi mannamál, sem allir máttu skilja, og hafđi afdráttarlausan bođskap ađ flytja, sem hann byggđi á rannsóknum sínum. Ţađ var líka eftirtektarvert, ef marka má orđ hans, ađ hann lifir eftir kenningum sínum til hins ýtrasta og talar máli sínu af ástríđu. Ţeir vísindamenn eru jafnan notadrýgstir almenningi, sem kunna vel ađ flétta saman ţekkingu sína og vísindi og mannlegar tilfinningar og lífsnautn.

Bođskapur Ignarros um mikilvćgi nćringar og hreyfingar fyrir heilsuna er ekki nýr af nálinni eins og öllum er kunnugt. Ţađ skiptir hins vegar miklu máli ađ sífellt er skotiđ styrkari stođum undir ţekkingu ţá byggđa á vísindum, sem hann hvílir á. Ţví er ţađ miđur ađ erfitt virđist ađ fá almenning og ekki síđur stjórnmálamenn til ađ tileinka sér ţessi sannindi og gera sér grein fyrir, ađ hér er ekki um heilbrigđisţjónustu ađ rćđa, heldur almenna ađbúđ almennings og lífsstíl.

Fyrir hálfum áratug átti Lćknafélag Íslands frumkvćđi ađ ţví ađ forsćtisráđuneytiđ lét skv. fyrirmćlum Alţingis gera tillögur til ađ bćta hér um. Skýrslunni, sem hér má finna, skilađi ráđuneytiđ til Alţingis degi fyrir ţinglausnir 2007 og kafnađi hún síđan í undirbúningi kosninganna ţađ vor og hefur eftir ţađ fariđ hljótt.

Skýrsla ţessi er ekki gallalaus en ţar eru ađ finna fjölmargar tillögur um hvernig samfélagiđ getur á einfaldan hátt stađiđ fyrir víđtćkum framförum í anda Ignarros og án ţess, ađ sjúkdómar og lćkningar komi ţar nokkuđ viđ sögu.

Ţađ er verđugt umhugsunar- og umrćđuefni, hvers vegna mönnum fallast ćvinlega hendur, ţegar kemur ađ ađgerđum í ţessum efnum og hvađ er til ráđa til ađ opna augu stjórnmálamanna fyrir ţessari hliđ á varđveislu heilsunnar.


Orka er ein af nauđţurftum heimilanna

Ţeir sem búa á "köldum svćđum" ţar sem ekki fćst heitt vatn verja ađ jafnađi um 80% orkunnar, sem ţeir kaupa, til húshitunar.  Er e-đ réttlćti í ţví, ađ afkoma ţessara heimila sé skekkt, ef ríkissjóđur ćtlar ađ afla tekna međ sköttum á raforku?

Ţađ liggur alveg í hlutarins eđli, ađ sambćrilegir skattar verđi lagđir á heitt vatn.  Orkan er ein af grunnţörfum nútíma heimila og á ađ vera ađgengileg á svipuđu verđi öllum landsmönnum.

Hitt er svo annađ, ađ menn geta haft mismunandi sýn á skattheimtuna almennt séđ en ţađ er s.s. önnur saga.


mbl.is Nýtt gjald á heitt vatn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćturvaka

Í ţúsund ár

stóđum viđ vörđ Drottins 

og töldum hann 

sniđinn örlögum okkar.

Jafnvel dćgur

sćtti okkur viđ dóm smáblómsins.

En tími okkar var einungis mćldur

í einni nćturvöku.    

 

Og í eilífum Skógum 

spratt teinungur

í kviku augnabliksins. 

 

Nú gróa ţar íbjúgar

litbjartar liljur

úr annarri veröld

- í fullri sátt

viđ Guđ og okkur.


Viđurkenning byggđ á bjargi

Stefán Karlsson er hćglátur og vandađur vísindamađur og hefur veriđ eftirsóttur leiđtogi í lćknavísindum bćđi austanhafs og vestan.  Ţađ duldist engum, sem kynntist Stefáni í lćknadeild, ađ ţar fćri mikiđ efni, hvađa braut sem hann kysi sér innan lćknisfrćđinnar.

Ţađ hefur Stefán löngu stađfest međ starfi sínu og án nokkurra lúđrahljóma.


mbl.is Stefán Karlsson fćr Tobias-verđlaun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband