Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Bestu meðmæli sem þessi framkvæmd getur fengið

Andstaða ungra sjálfstæðismanna eru bestu meðmæli fyrir þessa framkvæmd. Hún sannar enn á ný að Sjálfstæðisflokkurinn er heillum horfinn og í engum takti við þarfir mannlífsins hér á Fróni. Að leggja stein í götu menningarinnar og "snúa hana hægt úr hálsliðnum" eins og Guðni Guðmundsson orðaði svo vel eru þeirra ær og kýr. Þeir gera sér enga grein fyrir að sé menningunni ekki sinnt amk. á svipaðan hátt og gert er annars staðar, þá verður atgervisflóttinn enn frekari héðan og fólkið mun kjósa að búa þar en ekki hér.  En þetta skilja Sjálfstæðismenn ekki. Þeir eru enn í björgum sinnuleysisins eða jafnvel rænuleysisins sem þeir fóru fram af fyrir misserum.
mbl.is Vilja að byggingu Tónlistarhúss verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næturvörðurinn

Handan við þilið

er næturvörðurinn.

Þarna hefur hann verið

um kynslóðir.

 

Hann lýsir skotið sitt

með grútartýrunni,

þannig að ætíð er dagljóst.

 

Enn í dag.

 

Mjúkir stafir

fylla rúnir tímans.

 

Ef til vill örlítil birta

ofan af Íslandi.

 

Það er ekki allt framfarir

sem svo er kallað,

sagði séra Matthías.

 

(Amsterdam 2009)


Hvað er pólitísk afstaða?

Er það afstaða sem byggir á einhverjum öðrum forsendum en þeim sem fagmenn gefa sér? Er það afstaða þeirra sem sjá minni hagsmuni í öðru ljósi en fagaðilar? Gefa hinum svokölluðu minni hagsmunum annað vægi en sérfróðir gera í samanburði við meiri hagsmuni. Fylgir hinni pólitísku afstöðu krafa um að hún sé ekki vegin með sama hætti og sú afstaða sem tekin er á faglegum forsendum; með öðrum orðum að ekki þurfi að svara fyrir hana með rökum sem standast þurfa almenna gagnrýni?

Þess konar dæmi eru vel þekkt. Sagan segir að það hafi tekið þingmenn Vestfjarða einungis tíu mínútur að taka ákvörðun um tengingu landshlutans við þjóðvegakerfi landsins um Steingrímsfjarðarheiði. Heiðin var lakasti kost­ur­inn af þremur að áliti fagaðila, það er Vega­gerð­ar­innar. Ákvörðunin var greinilega háð einhverjum öðrum hagsmunum en tæknimenn höfðu komið auga á við rannsóknir árum saman. Þá var sagt að þetta hefði verið pólitísk ákvörðun.

Gylfa Magnússyni ráðherra er legið á hálsi fyrir að taka faglega afstöðu til tillagna um aðgerðir almennings sem skapa mun ringulreið í fjármálakerfi landsins og "aðra sanngirni" en nú gildir. Eins og Gylfa hefur verið hampað fram að þessu af röddum almennings, þá sýna þessi viðbrögð ljóslega hverflyndi  fjöldafylgisins.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband