Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Bragi bóksali fór með öfugmæli

í Kiljunni í gær. Mér finnst Bragi hreinasta fágæti og fagnaðarefni að hann skuli ljá máls á vist hjá Agli að hausti. Í gær fór hann hins vegar yfir strikið þegar hann sagði Kristján Albertsson hafa verið  "niðursetning Thorsættarinnar".  Eins og kunnugt er var Kristján frændi Thorsaranna í móðurætt. Kristján var þeirrar gerðar, að hann þurfti enga náfrændur til að sjá fyrir sér eða greiða götu sína í lífinu. Hann var vel menntaður og glöggur til orðs og stafs, í besta lagi ritfær og skildi efir sig merkilegt lífsstarf, þegar eingöngu er litið til menningar og bókmennta. Er ekki ofmælt að þar hafi hann borið af frændum sínum flestum.

Hins vegar var annar Thorsari á ferð í Kiljunni í gær, sem á sundurleitt en athyglisvert lífshlaup í íslenenskum bókmenntum.  Það væri meir við hæfi að kalla Thor Vilhjálmsson "niðursetning" Thorsaranna ef afstaða hans til lista og stjórnmála er skoðuð í ljósi sögu móðurættarinnar. Það má vera að geðríkur Þingeyingurinn hafi ráðið meiru um afdrif hans í lífinu en þær erfðir, sem hann fékk úr Danaveldi.


Óþarfi að kveinka sér undan staðreyndum

Hér fyrir nokkrum árum vöruðu menn við efnahagslegum hamförum af mannavöldum. Þeir voru álitnir svartagallsrausarar, gott ef ekki þjóðníðingar. Það liggur fyrir að Kötlu er vænst þessi misserin og yfirstandandi gos eykur líkur á að af Kötlugosi verði. Allt er gert til að vera við því búinn og hefur svo verið um ára bil. 

Verum sjálfum okkur samkvæm og reynum ekki að tala niður þá, sem horfast í augu við sjálfsagðar staðreyndir - ekki frekar nú en áður. (Þessa færslu ber ekki að túlka sem sérstaka stuðningsyfirlýsingu við forseta Íslands.)


mbl.is Óþarft að skapa óróa og hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi sumarið 1964

8Ég fékk snuprur fyrir það hér á vefnum, þegar ég í upphafi goss bloggaði um Íslandsmanninn á fleygiferð og tengdi þá atburði æskuminningum úr Þórsmörk og eftirminnilegum einstaklingum, sem ég kynntist þar. Það má auðvitað segja, að ekki sé hægt að ætlast til að það liggi í augum Íslandsmannsins uppi að sjálfsögð tengsl séu á milli glundroðans, sem myndast, þegar annars vegar  Íslandsmaðurinn vill allur steðja á sama stað eins og t.d. við eldgos og hins vegar kyrrðarinnar í Þórsmörk, þegar Jón heitinn Böðvarsson og Jóhannes úr Kötlum og fleiri góðir menn  réðu ríkjum í Langadal. Þarfirnar og áhugamálin eru ólík og hugrenningatengslin ekki öllum ljós eins og glögglega hefur komið fram í vitnisburði mektarmanna um örlagaatburði í lífi þjóðar.

Ég dvaldi um tíma á unglingsaldri í Skagfjörðsskála sumrin 1963 og 1964 með ættingjum mínum. Þar fóru þá fyrir Ferðafélaginu Finnur Torfi Hjörleifsson, kennari og Jón Böðvarsson, sem bjó sig undir meistarapróf í Íslensku. Jóhannes úr Kötlum hafði verið skálavörður og man ég ekki glöggt hvort svo héti hann enn og væru þeir félagar staðgöngumenn hans. Hann hafði þá ekki lengur fulla starfskrafta.  Finnur Torfi var mikill garpur og fús til gönguferða og nutum við þess ríkulega nafni minn Björnsson og ég ásamt fleirum. 

Jón Bö var að mestu í skálanum og lá yfir fræðunum. Kom hann þá stundum fram og spjallaði við þá sem voru heima við og þótti gaman að deila viðfangsefnum sínum með öðrum. Hann var fæddur kennari og naut þess að gefa af sér. Man ég vel eftir því, að hann kom fram á suðurloftið um miðjan dag. Um leið og tekið var undir spjallið var hann óðar þotinn og kom að vörmu spori með Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, gat dæma um þýðingu Odds og lagði út af þeim á sinn fræðilega hátt og hélt okkur hugföngnum hátt í eina kennslustund.

Góðviðrisdag einn kom öllum að óvörum öflug smárúta frá Vestfjarðaleið norður yfir Krossá og voru farþegar fáir. Í ljós kom að þar var á ferð forseti Íslands, Ásgeir Ásgeirsson ásamt Dóru konu sinni, dótturinni Völu og Gunnari Thoroddsen, manni hennar og e-m börnum. Þau ætluðu að njóta veðurblíðunnar í Mörkinn þennan dag. Ásgeir, sem var alþýðumaður í bestu merkingu þess orðs, gaf góðfúslega leyfi til að rútan ferjaði allnokkurn hóp yfir Krossá og inn á Goðaland. Þaðan var svo haldið á Útigönguhöfða í blíðskaparverði eins og þessi mynd ber með sér. Er hún hún tekin til suðurs af Útigönguhöfða og er fönnin allmiklu meiri en í dag vegna betra veðurfars undanfarin ár.

Ásgeir hafði ég hitt áður. Vorum við berrassaðir í klefanum í gömlu sundlaugunum í Laugardal og notaði hann handklæðið af lipurð til að aga okkur strákana. Við vorum í skólasundi en hann var að búa sig undir daginn sem sameiningartákn þjóðarinnar.

Dagurinn hans byrjaði jafnan í sundlaugunum með Íslandsmanninum eins og alkunna er.


Flugvöllurinn á réttum stað

Flugvöllurinn er frábærlega staðsettur þó best hefði verið að hugmynd Trausta Valssonar hefði verið fylgt og völlur byggður á Álftanesi. Þar sem mönnum hefur haldist á flugvöllum frá fyrri tíð í slíkri nærveru við þéttbýlið t.d. í Genf eða San Diego, þar dettur mönnum ekki í hug að flytja þá. Danir tregðast við aðrar hugmyndir en Kastrup. Lundúnabúar notuð tækifærið og byggðu City Airport í gömlu dokkunum.

Þessi völlur límir saman þjóðfélagið. Hann á eftir að minnka eftir því sem tækninni fleygir fram og hljóðna.

Svo er hann líka besta náttúruverndin. Hvort halda menn að hafi betri áhrif á vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar byggingamagn það, sem hugur manna stendur til eða þessi flugvöllur.


mbl.is Vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki???

Svo er sagt hér fyrr á blogginu. Þeir njóta sjaldnast eldanna, sem fyrstir kveikja. Þeir, sem hugsa öðruvísi en fjöldinn eru alltaf öðruvísi en fjöldinn. En fjöldinn hefur alltaf reitt sig á hina sérstöku, þegar í harðbakkann slær. Það vita allir hvar Vilhjálmur stendur. Hann var einungis samkvæmur sjálfum sér í kvöld. 

Ef hann var annarlegur í hátt að einhverra mati, þá var sú hegðun í þágu réttlætiskröfu dagsins í dag.  


mbl.is Afþakkaði gjafabréf í Útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dymbilfell, Dymbilhnúfa, Páskafell, Kólfur?

... þetta er skemmtilegra en Icesave enda virðist það mál löngu gleymt. Söðulsker kemur líka til greina en Fimmvörðuháls minnir óneitanlega nú orðið á söðul í snjóleysinu.
mbl.is Starfshópur gefur nýja fjallinu nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband