Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Bora eða brúa

Annað er ekki í stöðunni skv. orðum Ögmundar. Hann verður að standa við orð sín. Vegabætur á Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi í Austur-Barðastrandarsýslu fyrst - á meðan athugað er með jarðgöng eins og Ögmundur hefur bent á - er falslausn. Það er tilboð um óbreytt ástand. Það er óásættanlegt. Enda stendur það þversum í Vestfirðingum. Það þýðir ekki að bjóða fullorðnu fólki upp á svona falslausnir.

Leið B, brú frá Reykjanesi í Melanes eða jarðgöng um hálsana. Annað hangir ekki á spýtunni.  Og ykkur að segja þá munu jarðgöng ekki koma til greina fyrr en eftir áratugi vegna kostnaðar. Það veit Ögmundur. Því er hann bara að þvæla málinu og fífla íbúana fyrir vestan.

Annars held ég að VG taki Eff-blokkara með morgunkaffinu. Það er meðal, sem kemur í veg fyrir að maður ráðist í framkvæmdir.

En það er önnur saga.


mbl.is Allar leiðir í skoðun nema leið B
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband