Bloggfćrslur mánađarins, september 2013

Fađir minn heitinn?

Fćri ekki betur á ţví, ađ fađir hans sálugi vitji Kára í draumi?  Annars er ég ekki viss um, ađ Stefán heitinn Jónsson komi fram í háloftunum.
mbl.is „Vćri ég lifandi hefđi ég sent ţessa vísu inn í Moggann“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

App er kló

Appiđ hefur vafist fyrir mér. Ţó ţađ beygist eins og tam. happ ţá finnst mér ţađ einhvern veginn án jarđteningar í íslenskunni.  Enda er tilvísunin í enska orđiđ "application". Einhvers stađar er ţví haldiđ fram ađ "application" sé forrit. Svo er auđvita ekki.

Application er e-đ, sem veitir ađgang, umsókn eđa tengi. Ţví má nota orđiđ yfir smáforrit međal annars. Í ţeirri merkingu auđveldar og einfaldar forritiđ fólki ađgang ađ flóknari ađgerđum međ stórum gagnagrunnum á netinu. Appiđ stingur okkur réttilega í samband viđ slíka möguleika.

Allir Íslendingar hafa vanist orđinu "kló" yfir ţađ verkfćri, sem kemur okkur í samband viđ rafmagniđ. Kló er skemmtilegt nýyrđi í rafmagnsfrćđinni. Hún líkist á vissan hátt klóm í dýraríkinu og svo notum viđ hana til ađ "lćsa" rafmagnstćkin í rafstrauminn.

Af hverju ekki ađ nota klćr til ađ lćsa okkur viđ ađgerđir af ţessum toga á netinu?     


Lćknavandinn á LSH-einföld lausn

Á fundi í Lćknafélagi Íslands í gćr hvatti heilbrigđisráđherrann menn til ađ tala í lausnum.  Blóđbankastjóri til hins sama, ef ég man rétt.  Ţetta er gagnleg ábending  og ađ mínu viti ekki  erfitt ađ verđa viđ ţessari ósk.  Ţađ er hins vegar skiljanlegt, ađ menn kinoki sér viđ ađ nefna snöru í hengds manns húsi, sérlega ţegar fjármunir hafa afgerandi ţýđingu fyrir lausn máls á fjárhagslega ađţrengdum spítala til áratuga. Hvar er ţá lausnina ađ finna? 

Ég hitti góđan vin minn í lyflćknastétt á „göngunum“ liđiđ vor. Hans sagđi svona eins og upp úr ţurru: Segđu mér af hverju unga fólkiđ vill ekki vinna hjá okkur?  Hjá mér var auđvitađ fátt um svör. Ég fann ađ ţetta lá ţungt á honum enda hans tími löngu kominn til ađ hlífa sér og gćta heilsunnar.

Ég hef auđvitađ fylgst međ ţróuninni á Landspítalanum til margra ára og ekki međ öllu ókunnugur ţví,  hvađa kúltúr hefur veriđ ríkjandi ţar innan veggja varđandi  málefni yngri lćkna og hvernig tekiđ er á umkvörtunum ţeirra. Á liđnum árum hafa veriđ teknar íţyngjandi ákvarđanir um vinnufyrirkomulag og vaktalínur, sem hafa leitt til árekstra og jafnvel uppsagna. Ţetta hefur veriđ gert í skjóli kreppuunnar, ađhaldsađgerđa, hagrćđingar og raunverulegs niđurskurđar. Sú stađreynd, ađ lyflćkningasviđiđ er undirmannađ í dag er bein afleiđing ţessara ákvarđana yfirstjórnar sjúkrahússins.  Hefur ţađ leitt til ţess ađ ungu lćknarnir kjósa ađ vinna annars stađar.

Ţađ er rétt hjá ráđherranum ađ fjármunir séu ekki allt í ţessari stöđu heldur einnig vilji til verka.  Ţar getur hann ekki átt viđ annađ, en ađ yfirstjórn sjúkrahússins verđi ađ setjast niđur međ lćknum og vinda ofan af ástandinu. Yfirstjórnin verđur ađ ganga í sig. Verkefni dagsins er ađ spyrja ungu lćknana hvers vegna ţeir vilji ekki vinna á lyflćkningadeild LSH.  Ţetta er ekkert flóknara. Svo verđur ađ horfast ú augu viđ ţađ, sem fćra ţarf til betri vegar.  Allt tal um annađ er einungis til ţess falliđ ađ ţynna út vandann,  breiđa yfir hann; láta sem svo, ađ hann sé ekki til.  Á ţví hefur ţví miđur boriđ.

Fćkkun lćkna í námsstöđum á lyflćkningasviđi LSH er auđvitađ ađgerđ ađ sínu leyti. Ţađ eru viđbrögđ lćkna í ţröngri stöđu. Ţađ eru ekki viđbrögđ lćkna, sem eru afhuga ćvistarfinu. Ţvert á móti. En ţađ verđur ekki bćtt um nema viđ ţá verđi rćtt og á ţá hlustađ og ţeim mćtt međ nauđsynlegum úrbótum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband