Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2015

ASÍ veifađi röngu tré, segir Viđskiptablađiđ

Nú er ţađ komiđ fram, sem sagt var hér í síđasta bloggi, ađ ASÍ fer međ stađlausa stafi, ţegar ţví er haldiđ fram ađ íslenskir lćknar hafi haft rangt viđ í kjarabaráttu sinni og gefiđ falskar upplýsingar um laun sín í sambanburđi viđ starfssystkyni á hinum Norđurlöndunum m.a. Svíţjóđ.

ASÍ veifar dagvinnulaunum sćnskra lćkna til samanburđar viđ heildartekjur íslenskra lćkna og kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţessir hópar séu á svipuđum launum. Ţađ er plagsiđur hér á landi ađ upphefja sig međ ţví ađ níđa ađra og er ţví nú beitt af hálfu verkalýđshreyfingarinnar gagnvart lćknum. 


ASÍ kýs fremur ađ veifa röngu tré en öngu

Ekki get ég hrakiđ fullyrđingar ASÍ um heildartekjur lćkna á Íslandi í samanburđi viđ félaga ţeirra á hinum Norđurlöndunum. ASÍ gefur engar heimildir upp fyrir niđurstöđum sínum. Hins vegar er ein áberandi villa í málflutningi ţeirra sem vafalítiđ er međ vilja beitt.

Íslenskir lćknar notuđu dagvinnulaun sín og annarra lćkna á Norđurlöndum til samanburđar í kjarabaráttu sínni. Ekki heildartekjur. Baráttan snerist um ađ bćta dagvinnulaunin ţannig ađ lifa mćtti af ţeim. Um leiđ var ţađ baráttumál ađ fólk kćmist af međ styttri vinnutíma. Ţví var haldiđ fram alveg feimnislaust ađ lćknar á Íslandi hefđu of stóran hlut heildartekna sinna af yfir- og vaktavinnu. Ţađ er hlutskipti sem viđ eldra fólkiđ sćttum okkur viđ á sínum tíma en yngri lćkna hafna nú til dags góđu heilli.

Ekki ćtla ég ađ hafa af félögum í ASÍ réttmćtar kjarabćtur. Öđru nćr. Ţađ fer hins vegar betur á ţví ađ fyrir ţeim sé unniđ međ haldbćrum rökum frekar en ósanngjörnum samanburđi sem stenst ekki. 


mbl.is Lćknar međ fjórfaldar dagvinnutekjur verkafólks
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hjartalćknir segir upp

Vinur minn einn og kollega, lćknir á Landspítalanum, sagđi stöđu sinni lausri á gamlársdag. Hann er lunkinn í hjartaţrćđingum og margt annađ til lista lagt, sem góđan lćkni má prýđa. Ástćđur uppsagnarinnar segir hann ţessar:

1. Óhóflegt vinnuálag.

2. Undirmönnun.

3. Margar og illa launađar vaktir.

4. Lág dagvinnulaun.

5. Nauđsynleg yfirvinna í ţágu sjúklinganna aldrei greidd.

6. Samningsleysi.

7. Almennt ađstöđuleysi á spítalanum. 

Ţetta er ţyngra en tárum taki. Málefni lćkninga innan heilbrigđisţjónustunnar hafa ratađ í óskiljanlegt öngstrćti. Eigi veldur sá er varar. Ótal dćmi um ađvaranir lćkna eru til frá síđustu áratugum. Stjórnmálamennirnir hafa ţverskallast viđ. Og sökin liggur ekki bara hjá ţeim, sem nú stjórna landinu. En ţeir hafa verkfćrin til ađ fćra hlutina til betri vegar. Leiđsögnina vantar hins vegar af ţeirra hálfu. 


mbl.is Funda um helgina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband