Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017

Hækkun virðisauka á ferðaþjónustu er skattalækkun fyrir landsmenn

Samhliða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna er ráðgert að lækka almennu virðisaukaskattsprósentuna. Þetta mun auðvitað koma fram í lægra þjónustu- og vöruverði í landinu. Ef ég man rétt þá eru erlendir ferðamenn um og yfir 90% þeirra, sem eru viðskiptamenn ferðaþjónustunnar.Á þeim mun hvíla þessi hækkun, sem leiðir til lækkunar fyrir okkur hin.

Þeir þingmenn, sem andstæðir eru skattabreytingunni standa í vegi fyrir skattalækkun fyrir allan almenning og vilja auk þess viðhalda niðurgreiðslum í ferðaútvegi. 

Fyrir okkur hin, sem viljum ekki skattgalækkanir á þessum tímum þenslu og mikilvægra afborgana af skuldum ríkisins, væri skynsamlegast að hækka virðisaukaskatt á ferðamenn og halda almennu skattprósentunni óbreyttri. 


mbl.is Fleiri efast um skattahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband