Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nú er nóg komið

.. og er ekki þar með sagt að efast sé um það, sem Sigrún ber að Ólafur Skúlason hafi gert á hennar hlut. Ekki verður séð af þeirri skýrslu, sem lögð var fram í dag, að sr. Karl hafi komið fram í þessu máli af undirhyggju, sem honum er ekki samboðin. Moldviðrið var nægjanlegt til að æra hvern mann og hann hélt þó þeim sjó, að vilja ekki gefa biskupi sínum opinn víxil. Og lét mannlegar athugasemdir falla í dagbók sína, sem sýna þá eiginleika, sem gerðu hann að góðu biskupsefni.

Á þessari stundu má hefndarþorstinn ekki taka við þessu máli. Hann á hér ekki heima. Nú tekur fyrirgefningin við. Karl biskup er valmenni. Valmenni horfast í augu við mistök sín og það, sem betur hefði mátt fara. Það veit ég að Karl gerir. Við erum engu bættari að biskupinn falli. Sigrún ætti fremur að veita honum höfuðlausn en að krefjast þess.     


mbl.is Biskup segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn hlusta ekki

..og reyna að fela það, sem lagt er til um viðbrögð við ofeldi þjóðarinnar. Eftirfarandi tillögur voru unnar fyrir forsætisráðuneytið 2006 að fyrirmælum Alþingis. Forsætisráðuneytið birti þær korteri í kosningar vorið 2007 og síðan eru þær öllum gleymdar:

1) MENNTAKERFIР

Leikskólar 

1) Leikskólar leggi sérstaka áherslu á næringu, hreyfingu og geðrækt barnanna. 

2) Skipulögð hreyfing í leikjaformi verði hluti af daglegri iðju jafnt innan dyra sem utan. 

3) Hreyfiþroski mældur og unnið sérstaklega með börnum sem þurfa á því að halda. 

4) Börnin fái grunnfræðslu í næringarfræði. 

5) Matjurtargarðar í leikskólum. 

6) Hreyfihvetjandi aðstaða, með viðeigandi áhöldum og tækjum, sé til staðar innan sem utandyra.        

Grunnskólar: 

7) Ókeypis máltíðir í grunnskólum með næringarinnihaldi í samræmi við ráðleggingar      Lýðheilsustöðvar. 

8)  Íþróttakennsla eða skipulögð hreyfistund alla skóladaga. 

9) Samfelldur skóladagur, nám, tómstundir, íþróttir. 

10) Næringafræði hafi forgang í heimilisfræði og sé hluti af lífsleikni.   

11) Efla og samræma viðbrögð í skólaheilsugæslunni þegar börn eru að fara út af vaxtarlínu.  

12)  Stuðningskennsla/sérkennsla í íþróttum og heilsurækt. 

13)  Hreyfihvetjandi aðstaða, með viðeigandi áhöldum og tækjum, sé til staðar innan sem utandyra. 

14)  Matseðill liggi fyrir, fram í tímann og upplýsingar um máltíðir aðgengilegar á heimasíðu skóla. 

15)  Skólasjoppur selji eingöngu hollan mat.           

16) Námsefni sem styrkir nemendur andlega, líkamlega og félagslega hafi forgang í        lífsleikni.                     

Framhaldsskólar: 

17)  Heilsusamlegur matur á boðstólnum í stað sykraðra drykkja og sætmetis.   

18)  Fjölbreyttari íþróttakennsla í boði. 

19) Nemendur stundi íþróttaiðkun allar annirnar. 

20)  Hagnýt næringarfræði, upplýsingalæsi á matvæli verði valáfangi á öllum brautum        framhaldsskólastigsins. 

21)  Hreyfihvetjandi aðstaða með viðeigandi áhöldum og tækjum sé til staðar innandyra sem utan. 

22)  Hléæfingar verði fastur liður í skólastarfinu.       

Háskólar: 

23)  Næringarfræði verði stórlega efld á brautum sem varða heilbrigðisþjónustu og         íþróttafræði. 

24)  Hollur og næringarríkur matur aðgengilegur í háskólum. 

25)  Hreyfihvetjandi aðstaða í boði.   

2) HEILSUGÆSLA OG HEILBRIGÐISSTOFNANIR 

26)  Ljósmæður hafi mataræði, hreyfingu og heilbrigt líferni sem sérstakt viðfangsefni        við mæðravernd og foreldranámskeið. Gert verði hentugt námsefni og starfsmenn        mæðraverndar fari á sérstök námskeið til að tileinka sér þetta efni. 

27)  Ungbarnaeftirlit verði notað eins og kostur er til að fræða foreldra um næringu barna og mikilvægi fjölbreyttrar hreyfiörvunar. Þetta verði gert samhliða fræðslu um brjóstagjöf og hefjist eigi síðar en við þriggja mánaða skoðun. Farið verði yfir það námsefni, sem fyrir er.  

28) Skráning og úrvinnsla rafrænna upplýsinga um líkams- og hreyfiþroska barna, hæð og þyngd í grunnskóla verði efld.  

29) Heilbrigðisþjónusta í grunnskóla verði efld. 

30)  Heilsufarsskoðun fari fram á heilsugæslustöð eða hjá heimilislækni við 35 ára aldur hjá öllum. Þar fáist ráðgjöf um lífsstíl byggð á grundvelli mælinga á hæð, þyngd,  blóðþrýstingi, blóðsykri, kólesteróli og upplýsinga um mataræði, hreyfivenjur, reykingar og áfengisneyslu. 

31)  Ávísanir á hreyfingu verði hluti þeirra úrræða, sem læknar hafa til að ráðleggja skjólstæðingum sínum og þeim verði fundinn staður í tryggingakerfi landsmanna.  

32)  Læknar (og aðrar heilbrigðisstéttir eftir atvikum) verði uppfræddir með frekari þekkingu í næringarfræði í því augnamiði að þeir geti greint betur innihald algengra matvæla, áhrif matreiðslu á fæðuna og geti þannig átt upplýsandi samræður við sjúklinga sína um þessa meginundirstöðu tilveru hvers og eins.   

3) ATVINNULÍF OG VINNUSTAÐIR 

33)  Matur á vinnustöðum sé hollur og í samræmi við þarfir starfsmanna.  

34)  Heilsuræktarstyrkir verði án hlunnindaskatts fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana. 

35)  Geymsluaðstaða fyrir hjól og góð hreinlætisaðstaða með sturtu til staðar á vinnustöðum. 

36)  Heilsuræktarstyrkir til starfsmanna verði að fullu frádráttarbærir frá skatti fyrir rekstraraðila. 

37)  Fjárstuðningur við íþróttastarfsemi verði frádráttarbær frá skatti. 

38)  Efling landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum. 

 4) SAMGÖNGUR OG SKIPULAGSMÁL 

39)  Við skipulagningu nýrra hverfa og enduruppbygging gamalla verði framkvæmt heilbrigðismat. 

40)  Hjólreiðar verði fullgildur kostur í samgöngumálum og gert ráð fyrir hjólastígum jafnt sem gangbrautum og vegum.   

41)  Aukin nýting almenningssamgangna. 

42)  Græn svæði verði fjölskylduvænni og um leið meira hreyfihvetjandi, m.a. með leiktækjum. 

43)  Hitalagnir undir nýjar gang- og hjólabrautir og fleiri bekkir á gönguleiðum.  

5) NEYTENDAMÁL 

44) Skýrar merkingar á matvælum með læsilegum og skiljanlegum innihaldslýsingum. 

45) Kannað hvort rétt sé að takmarka auglýsingar á óhollum mat sem beint er að börnum. 

46) Tryggja beri sem lægst verð á hollum matvælum og drykkjum.  

47) Hollar vörur staðsettar við sölukassa verslana. 

48) Matvælaframleiðendur hafi hollustuviðmið að leiðarljósi við vöruþróun.  

49)  Matvælaframleiðendur og matsölustaðir hugi að skammtastærðum og verðlagi.  

50) Íþróttamannvirki opin almenningi í lausum tímum. 

51)  Ungbarnasund og sundleikfimi fyrir eldri borgara í öllum sundlaugum sem völ er á og sundlaugar opnar á kvöldin um helgar. 

52) Ókeypis aðgangur að sundstöðum fyrir 12 ára og yngri. 

53)  Fræðslu- og hvatningarherferðir sem vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að borða hollan mat og stunda reglulega hreyfingu.  

54) Einn stór gagnagrunnur, aðgengilegur á Internetinu, um allt sem varðar heilbrigða lífshætti. 

55) Vörugjöld, tollar og virðisaukaskattur af reiðhjólum, útivistarvörum og öðrum hreyfihvetjandi tækjum eins lág og kostur er. 

56) Fjölnota skýli með hjólabrettabrautum, brautum fyrir línuskauta, gangandi og skokkandi. 

57) Heilsurækt í boði fyrir eldri borgara. 

58) Safnaðarheimili nýtt undir skipulagða hreyfingu eldri borgara.  

6) ÍÞRÓTTAHREYFINGIN OG FRJÁLS FÉLAGASAMTÖK 

59) Kostnaður við íþróttaiðkun viðurkenndur sem samfélagsframlag fyrir 18 ára og yngri. 

60) Öll börn og unglingar eigi þess kost að taka þátt í íþróttastarfi án tillits til keppni.  

61) Íþróttafélögin reki íþróttaskóla fyrir ungmenni upp að 12 ára aldri. 

62) Íþróttafélög bjóði upp á afþreyingu og/eða íþróttaiðkun fyrir foreldra/almenning. 

63) Grænmeti, ávextir og aðrar hollustuvörur seldar í íþróttahúsum og á sundstöðum. 

64) Líkams- og heilsurækt í sama virðisaukaskattþrepi og sund. 

65) Samþætt verðlaun veitt einstaklingum og hópum fyrir íþróttaþátttöku og heilbrigðan lífsstíl, félagslega virkni, námsástundun og árangur. 

66) Íþrótta- og Ólympíusambandið (ÍSÍ), Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og aðrir hrindi í framkvæmd fleiri hreyfihvetjandi verkefnum sem hvatningu til fjölgunar iðkenda í sem flestum íþróttagreinum.           

67) Íþróttahetjur í þjóðfélaginu breiði út boðskap um mikilvægi hreyfingar og holls mataræðis.


Uppgjöf Ómars er átakanleg - en skiljanleg

Ómar Ragnarsson bloggar um þessa frétt hér á moggablogginu. Hann er ekki uppörvandi. Segir þessar athugasemdir frá Kúludalsá ekki breyta neinu. Litið sé hvort eð er á Ísland sem ruslahaug í alþjóðlegu samhengi.

Þessum orðum fylgir mikill sársauki. Bæði fyrir mig og hann. Róðaríið í rekstri stóriðjunnar á Grundartanga dylst engum. Því má ekki mæta með uppgjöfinni einni. "Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði." Nú verða allir góðir menn að leggjast á eitt og knýja fram umbætur sem duga þó ekki sé annað í boði í þeirri baráttu en blóð, sviti og tár.


mbl.is Telur flúormengun orsök veikinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn er víkjandi tegund

eða svo ætti að vera að mati sumra hundaeigenda.  Það sem vekur þó mesta athygli í þessari frétt er "mál hundar".

Rósir Moggans og metnaðarleysi hvað varðar íslenska tungu eru orðnar æði margar á seinni tímum, en hér tekur steininn úr.


mbl.is Verði með munnkörfu utandyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjalnesingar verða að sýna fulla einurð

til að standa gegn fálæti borgarstjórnar. Menn láta líklega og jafnvel smeðjulega til að ná ítökum og lífsrými annarra. Svo þegar standa á við stóru orðin eru efndirnar minni en engar. Hvenær verður Klébergsskóli lagður niður að hluta til eða öllu leyti?

Kjalnesingar verða að draga víglínuna við sorpmóttökuna í sinni heimabyggð, þannig að þessari þjónustu verði fram haldið og staðið verði við svardagana frá sameiningu sveitarfélaganna.


mbl.is Erfitt að skilja Kjalarnes frá Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukinn líkamsþyngdarstuðull (BMI) á unglingsárum ýtir undir kransæðasjúkdóm á miðjum aldri

segir í nýrri rannsókn ísraelska hersins á 37000 karlmönnum skv. New England Journal of Medicine í morgun.  Um er að ræða bein tengsl hækkaðs líkamsþyngdarstuðuls við kransæðasjúkdóm án þess að falla undir skilgreinda offitu. Offitan tengist þróun sykursýki best um það leyti, sem sykursýkin greinist, en kransæðasjúkdómurinn á sér sterk tengsl við líkamsþyngdina bæði á unglings- og fullorðinsárum. Þessar niðurstöður styðja þá kenningu, að grunninn að heilbrigði kransæðanna er verið að leggja um ævi alla.

Eins og kunnugt er, þá hefur náðst mikill árangur í baráttunni við kransæðasjúkdóm bæði hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum. Fréttir af versnandi holdafari þjóðarinnar, ungra jafnt sem aldinna, vekja ugg um að við kunnum að eiga von á nýrri bylgju kransæðasjúkdóma þegar fram í sækir. 

 


Styrkir áætlanir um Vaðlaheiðargöng

Eins og áður hefur verið bent á á þessu bloggi, þá eru áætlanir um umferð við vegabætur venjulega varkárar og taka ekki mið af þeim samfélagslegu breytingum, sem vegabótunum fylgja.

Þessar tölur ættu að treysta fyrirætlanir um Vaðlaheiðargöngin.


mbl.is Meiri umferð um Héðinsfjarðargöng en reiknað var með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir eignist Orkuveitu Reykjavíkur

Stök jarðvarmavirkjun er áhættufjárfesting. Hvoru tveggja endanlegt afl og rekstraröryggi til langs tíma er hverfult borið saman við vatnsaflsvirkjanir. Skuld, sem hefur ekki breiðari fót en eina slíka virkjun, er illa tryggð. Sú leið, sem hér er gerð tillaga um, það er, að fjárfestar taki að sér einstakar minni virkjanir, er í tilraun í Bandaríkjunum. Þar er tilganginum ekki leynt, að áhættan sé fjárfestanna en ekki móðurfélagsins, sem tengir virkjanirnar saman.

Það er mín skoðun að víkka eigi umræðuna og velta upp þeim möguleika, að lífeyrissjóðirnir eignist Orkuveitu Reykjavíkur með húð og hári. Þá gætu eggin orðið í fleiri körfum og breiðari fótur undir þeim skuldum, sem stofnað væri til. Sú fjárfesting þyrfti ekki að þíða meiri áhættu, en stofnað væri til með eignarhaldi á Hverahlíðarvirkjun. Hrein eign OR í fastafjármunum, veltufjármunum og óefnislegum eignum er ekki nema um 55 milljarðar króna og heildarskuldir 233 milljarðar. Hagnaður á síðasta ári var um 13 milljarðar. Lífeyrissjóðirnir ættu vel að geta fengið 3,5 % raunávöxtun fyrir þessa eign að ekki sé talað um 2,5% eins og allt bendir til að krafa verði gerð um í framtíðinni í nánast verðbólgu- og hagvaxtarlausu umhverfi.


mbl.is Jarðvarmaorkan í Hverahlíð heillar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjaldurinn hefur vetursetu í Búðardal

Tjaldurinn er í tugum í fjörunni í Búðardal. Hann er ekki farfugl heldur hefur hann vestursetu. Gekk fram á hann m.a. 5 . mars s.l. Tæplega hefur það verið farfugl.


Það hafði um 10 fugla hópur vetursetu á Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd ár eftir ár. Hélt til í fjörunni þarna á ströndinni við yzta haf. Eitt vorið kom ábúandi að þeim dauðum undir marbakkanum. Sennilega höfðu þeir leitað skjóls við fönnina og hún síðan fallið yfir þá í e-u illviðrinu og þeir kafnað. En Tjaldurinn í Búðardal er s.s. sprækur og lætur óspart í sér heyra.

Í Lífsgleði á tréfæti lýsir Stefán Jónsson gæsafjölskyldum, sem leita sömu varpstöðva ár eftir ár og sömu beitilanda. Skyldu Tjaldarnir á Tyrðilmýri hafa verið slík fuglafjölskylda? 


mbl.is Farfuglar tínast til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum Þorgerði Ingólfsdóttur á alþingismenn

Ég veit ekki hvort fjallið kom til Múhameðs eða Múhameð til fjallsins en háborg menningarinnar sótti okkur heim í Búðardal í dag.  Á sjötta tug ungmenna úr Menntaskólanum við Hamrahlíð kom til okkar og söng, klappaði og stappaði undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þau meira að segja blésu, því Hendill þarfnaðist þess. Þetta kórstarf hefur verið svo lengi við líði í Hamrahlíð, að það er nánast eldra en skólinn. Að minnsta kosti má fullyrða að fáar hefðir séu eldri í þeim skóla. Ég vona að hlaðið hafi verið á Þorgerði öllum þeim tignarmerkjum , sem Fálkaorðunni fylgja, en orðstír hennar deyr eigi hvað sem öðru líður.

Þorgerður hafði á orði í dag að tónlistarkennslan snerist fyrst og síðast um samvinnu, umburðarlyndi og úthald og með þá reynslu færu ungmennin út í lífið. Hún bætti því við, að á því væri þörf ekki síst á þessum síðustu tímum á Íslandi. "Það þyrfti að setja alþingismennina í kór", sagði hún síðan. Mættu þau ummáli góðum skilningi tónleikagesta.

Þorgerður minntist á gullaldarár kórsins. Ég tel hins vegar, að öll ár í kór sem þessum séu gullöld og sérhvert ungmenni eigi sitt gullaldarár núna.  


mbl.is Vissi ekki af auglýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband