Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.3.2011 | 11:13
Hvar er sanngirnin og meðalhófið?
Ég er óflokksbundinn, hef aldrei kosið Jóhönnu Sigurðardóttur og ekki hrifist af henni sem stjórnmálamanni. Nú finnst mér hins vegar andúðin á henni ganga úr hófi og heiftin borið andstæðinga hennar langt af leið.
Hvað átti Jóhanna að gera með hæfnismat, þar sem karlinn var talinn fremstur? Gat hún séð fyrir að forsendur kærunefndar yrðu aðrar, en fagaðilar gáfu sér? Að gefið yrði upp á nýtt, ef svo má að orði komast? Eða er jafnréttisumræðan komin svo langt, að konur skal velja alveg óháð hæfni til starfa? Maður spyr sig.
Þessi aðför að Jóhönnu finnst mér fráleit og minna frekar á galdraofsóknir en umburðarlynd skoðanaskipti um jafnréttismál. Eru þá kynsystur hennar og flokkssystkin ekki undanskilin.
Fjórar konur og einn karl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.3.2011 | 14:57
Ógeðsleg auglýsing frá N1 og HSÍ
Tölur um manntjón munu hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2011 | 13:45
ADVICE! Getur þetta fólk ekki talað íslensku...
Stofna samtök gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.3.2011 | 12:46
Vaðlaheiðargöng líklega arðsamari en reikningar sýna
Mikillar varkárni hefur gætt við reikning á arðsemi Vaðlaheiðarganga. Þær forsendur, sem menn hafa gefið sér um líklega umferð um göngin, byggja nánast alveg á þeirri umferð, sem nú fer um Víkurskarð. Spár um notkun Hvalfjarðarganga stóðust engan veginn og munar mestu um ófyrirsjáanlegar breytur vegna áhrifa á hegðun, búsetu og atvinnu fólks á svæðinu.
Ég tel, að Vaðlaheiðargöngin eigi eftir að hafa mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og búsetu á svæðinu frá Eyjafirði og norður til Tjörness og skapa nýja möguleika, sem glámskyggn nútíminn festir ekki auga á. Það mun leiða til meiri viðskipta innan svæðisins og meiri umferðar.
Ég er afar bjartsýnn á þessa framkvæmd, ef verkið sjálft heppnast vel.
Félag um Vaðlaheiðargöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2011 | 11:40
90 km í næsta lögregluþjón - til allra átta
Niðurskurðurinn kemur víða við og dregur dám af þeim, sem um véla. Það er t.d. í forgangi að skera niður skólamötuneyti, fækka starfsmönnum og gefa börnunum verksmiðjuunnin matvæli stappfull af salti, köfnunarefnissamböndum og kartöflumjöli að ekki sé talað um öll E-merktu aukaefnin. Svo á enn að fækka í lögreglunni.
Þar verður m.a. tekinn af lögregluþjónninn í Búðardal. Þá verður á Vestfjarðaveginum í Hvammssveit og á Svínadal 90 km. í næsta lögregluþjón hvort sem leitað er í Borgarnes, Stykkishólm eða til Hólmavíkur. Ef það er þá fært - eins og kallinn sagði.
Læknisþjónusta stendur höllum fæti á þessu svæði. Halda menn að þetta verði til að bæta ástandið, þegar lögreglunni verður ekki fyrir að fara til að vinna með í erfiðum slysum?
Samfélag okkar er brothætt og menn verða að horfa á heildarmyndina, þegar verið er að fást við afdrif byggðarlaganna.
14.2.2011 | 16:44
Gildishlaðin og leiðandi spurning
Meirihluti vill þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2011 | 20:38
Hættu nú þessu bulli Andrés
Valdhafar vilja ekki breyta stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2011 | 16:40
Eru Eyjamenn að fara á límingunum?
Þessi frétt og yfirlýsing Eimskipa ber með sér, að skipstjórar Herjólfs hafa verið undir þrýstingi að sigla skipinu frá Eyjum til lands þegar þeir hafa metið það áhættusamt. Ef þessi leikur er stundaður í Eyjum þessa dagana og jafnvel endranær þá er það háskaleikur. Skipstjórarnir verða að geta lagt hlutlægt mat á aðstæður sem fagmenn og ótruflaðir af tilfinningum og hagsmunum, sem eru miklu minni en öryggi farþeganna, áhafnar og skips, sem þeir bera ábyrgð á.
Nú er komið í ljós, að flugstjóri vélar, sem fórst í Rússlandi í fyrra og flaug með forseta Pólands og annað fyrirmenni, var undir miklum þrýstingi að lenda vélinni í slæmu veðri, þótt allt mælti gegn því. Hann tók ranga ákvörðun sem var mannleg.
Ekki setja skipstjóra Herjólfs í þessa aðstöðu.
Í höndum skipstjórans hvort siglt er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2011 | 16:36
Skálanes hefur alið börn náttúrunnar
Lengst af á síðustu öld fór fyrir búi á Skálanesi Jón Einar Jónsson, bóndi, ásamt konu sinni Ingibjörgu, sem ættuð var frá Bíldudal. Þar ólu þau upp stóran barnahóp í litla húsinu við veginn. Tvö herbergi og eldhús. Þau hjónin voru gestrisin úr hófi og höfðingjar heim að sækja. Jón Einar var Breiðfirðingur, sem sleit barnsskónum m.a. í Breiðafjarðareyjum. Það var hann sem sagði mér, að Passíusálmarnir hefðu bjargað þjóðinni frá nýguðfræðinni. Hann var fæddur aldamótaárið 1900.
Jón stýrði um árabil verslun í Skálanesi fyrir Kaupfélag Króksfjarðar. Þjónustulundin var einstök og aldrei spurt um opnunartíma. Og klubban var á vísum stað handan við veginn ef berja þurfti harðfisk. Harðfiskurinn var einstakt sætmeti á Skálanesi.
Frægur vegur hverfur á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2011 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.1.2011 | 11:06
Stjórnlyndi
Svandís hefur valdið mér vonbrigðum. Hún kom fersk inn í borgarmálapólitíkina og virtist laus við klisjukennt þref stjórnmálanna. Sá hlutina að því er virtist í nýju ljósi. Notaði amk. ný orð yfir hlutina sem almenningur skildi. Nú hefur á daginn komið að þetta var ekki nýtt sjónarhorn, hvað sem öðru líður.
Svandís boðar ráðherraræði. Það er sú stjórnsýsluaðferð, sem sögð er vera að liða VG í sundur. Það ætlar að ganga erfiðlega að sameina sósíalismann og lýðræðisástina. Ítrekaðar tilraunir til slíkra hjónabanda hafa farið út um þúfur allt fram á þennan dag.
Þörf á ítarlegri umræðu um stjórnsýslu Orkustofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)