Fćrsluflokkur: Ljóđ

Uppskeran

Fyrir utan gluggann minn

er gamall kunningi.

Ekki fönn eins og forđum í Brimnesi

heldur fögur og beinvaxin ösp.

Hún  teygir sig hćrra

en ávöxtur lífs míns.

 

Greinarnar slúta í stafalogni

 undan blágrćnum blöđum,

sem eitt sinn voru björt í vorinu.

Ţau eru bólgin af jarđgrćnni lífsbjörginni,

sem líđur til rótanna.

 

Fyrr en varir hverfur lífsmagniđ

og ný brigđi taka viđ.

Viđ fögnum nýjum málmlitum,

járnrauđum og krómgulum

í margbreytileika haustsins.

 

„Gráar hćrur eru heiđurs kóróna“

var sagt um annađ fallandi lauf.


Ađţrengdir draumar

Ég átti lítinn fugl,

sem ţandi út vćngina

og dansađi međ handleggjunum.

Ţeir voru eins og sígrćnn vafningsviđur,

sem bođađi notalegt sumar

um  nákaldan vetur.

 

Fuglinn er orđinn of stór 

fyrir lófann minn.

 

Ţetta var ţegar myrkriđ

missti fótanna

og háaloftiđ fylltist af draumum,

sem urđu eins og bonsai tré

eđa blćđandi fćtur

í alltof ţröngum táskóm.

 


Tilbrigđi

Söknuđur ţinn

er silkimjúk sprengja,

sem fyrir löngu

hefur sprengt sig inn

í ţakklátt hjarta mitt. 

 

Úr nafla hennar

vex jöklasóley. 


Bróđir

Um sumarsólstöđur

hvarf mađur mér nákominn

á braut.

 

Hann fór um boga litbrigđanna

inn í sköpunarverkiđ.

 

Faldi dauđann

í erminni

- eins og hvert annađ bragđ

á sviđi.

Ţögull um eigin örlög.

 

Hjarta hans sló

í sólheitu landi

í engum takti

viđ ljá eilífđarinnar.

 

Slíkur mađur

verđur ekki syrgđur

í harmi augnabliksins.

 

Ţarna!

Ţarna viđ dagsbrún

er söknuđurinn

á vćngjum tímans.   

 

 


Harpan í áföngum

Um glugga hússins

stafar ljósbrotnum minningum

margra heima.

Og Hljóđabungan

rís á snćlögum kynslóđa,

sem lögđu henni allt sitt

í gnauđi  ókunnra radda.

Ţar  -

eru Drangar genginna.

 

En Kaldalón

fóstrađi blómstur

hlýrra tóna

viđ jökulsporđinn...

 

...ţrátt fyrir allt.


Alzheimer

Á tónum rökkurs tifa minningar

og týndir gestir sveima ţér viđ bak.

Fugl í brjósti syngur framtíđinni ljóđ,

sem flögrar hjá

í gćr – eitt andartak.


Ljóđaljóđ

Árstíđum saman

hef ég ferđast

frá einni opnu

til annarrar

og nú fangar

ţú mig

í pakkhúsi minninganna.

 

Ţar eru plastdósir

fullar af litríkum tannburstum

sem týna tölunni

einn af öđrum

án nokkurrar miskunnar. 

 

Tilvísun í Matthías Johannessen 


Samhverfa

Ţú

međ ódáinsakra

í blóđi

og auđnu mína.

 

Hjartsláttur

vćngja ţinna

er vegferđ mín

frá einu mosavöxnu spreki

til annars.

 

Viđ eigum

veglaust mark

án móta.

 

 


Tilbrigđi viđ stef

Nótt, eins og dagur sólar sakni

í sorta og veglaust haf.

Dagur, eins og nótt á vćngjum vakni

í vorsólar hlýjan staf.


Áđan á sinfó

Í pokarottu og eldrauđum sokkum

situr hún viđ hliđ mér

og hringar sig í sćtinu

eins og köttur,

dregur lappirnar undir sig

og grefur međ ćpandi tánum

í vatnsbláa sessuna.

 

Ţćr dansa viđ karlmannsklćddan Fást,

eldfugl,

međ blóđlitan refil um axlir

og glađvakandi fíólín í fangi,

Ţyrnirós í sál. 

 

Prúđbúnir gestirnir

eru víđsfjarri og ilmurinn

eins og engar séu borđtuskur

í strćtisvögnum.  

 

Miskunnarverkiđ og pabbi

eru löngu gleymd

og tónlistin nćr ţangađ,

sem henni var ćtlađ. 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband