Það verður að finna lausn á gjaldmiðilsvandanum

Það er einkennilegt hve menn berja hausnum við steininn, þegar bent er á mikilvægi þess, að fundin sé lausn á þeim vanda, sem kvikulum gjaldmiðli fylgir. Tiltölulega fáar atvinnugreinar standa undir verðmætasköpun hér á landi. Sveiflur innan þeirra greina, þar sem mest utanríkisviðskipti eru stunduð, þar með talin ferðaþjónustan, valda nánast óviðráðanlegum dýfum annars staðar í atvinnulífinu.

Oft er haft á orði að sígandi lukka sé best. Það, hvernig ríghaldið er í hátt gengi krónunnar á okkar dögum og tímabundið ríkidæmi þorra almennings, minnir nokkuð á spákaupmennskuna með síldina á dögum Íslandsbersa í Kaupmannahöfn. Verðið hækkaði sífellt, salan var látin reka á reiðanum, þar til síldin var ónýt og óseljanleg.

Erum við Íslendingar enn hráefnisframleiðendur og ófærir um að hemja gróðafíknina í þágu framtíðarinnar?


mbl.is „Við getum ekki borgað okkur laun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband