Mýkri Hattersley en forðum

Það er óþarfi að taka vanþóknunarbakföll vegna þessarar greinar Roy Hattersley. Hún er full af bresku skopi og margt er alveg græskulaust og einvörðungu til skemmtunar.  Á þessum tímum er mikilvægara mörgu öðru að glata ekki skopskyninu. Og sérstaklega að taka sjálfan sig ekki of hátíðlega. Það sýnist mér eina leiðin til að lifa af stjórnmál samtímans.

Roy Hattersley er óvenju frískur og kom mér í gott skap.


mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Bráðfyndinn pistill hjá gamla manninum.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2010 kl. 09:53

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ég tek sannarlega undir þetta. Húmorinn er alltaf til bóta og óþarfi að fara á límingunum yfir svona smámunum.

Sigurður Sveinsson, 8.1.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ekki nema von, að hann tali ögn varlegar en fyrrmeir.

Matti Bjarna flengdi hann svo eftirminnilega í þeirri deilu sem þá var uppi og Geir Hallgrímsson með kurteisi hélt á okkar málum þannig, að Bretar og Þjóðverjar gátu sig með engu móti hreyft.  Rökfesta og gall harður vilji og óbilandi þor, felldu þetta lið.

Aulafyndni þessa manns er ekki húmor, heldur eitthvað nær því sem götustrákar nota.

Með vinsemd og virðingu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 8.1.2010 kl. 15:30

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Bjarni, þér líður ekki vel þarna inni í íhaldsgirðingunni. Komdu hingað útfyrir og finndu hve gott er að láta laufmjúka goluna lyfta sér á frjálsum vængjum óheftrar hugsunar.  

Sigurbjörn Sveinsson, 8.1.2010 kl. 15:56

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sjáðu til, ekkert hefur heft huga minn, hvorki feilspor forystunnar né aulaháttur sumra áberandi menna í Flokki mínum.

Ég lít á skyldu mína við þjóðlega Íhaldsmenn með gott jarðsamband að halda grunngildum okkar á lofti en berjast gegn þeim elementum, sem ætíð munu herja á flokka, báðu megin við miðju. 

Það er nefnilega svo, að við búum í Mannheimum, hvar Höfuðsyndirnar Sjö eru sterk öfl en skynsemin og samviskan eiga stundum erfitt uppdráttar.

Kratískir flokkar fara fram með fagurgala en hyggja flátt, líkt og ætíð hefur komið fram í veraldarsögunni.  Þér er þetta afar ljóst en stundum er svo erfitt að fara gegn viðteknum viðmiðum.

Sjá nú nýlega, þegar hælisleitendur sem hafa verið lýst sem friðelskandi og löghlýðnum borgurum lenda í hverju lögbrotinu af öðru og innflytjendur, sem áttu að fylla og göfga okkar litlausa þjóðlíf gera það eikum með innflutningi dóps (líkt og kom fram í fréttum í kvöld) eða standa fyrir vændi og innflutningi á þrælum og ófrjálsu fólki líkt og er með Miðbaugs Maddömuna.

Hyggjum hreint og verjum okkar þjóðlíf og hefðir, þó á stundum þær geti verið, líkt og annað sem mannlegur hugur smíðar, brothætt og ófullkomið.  Ekki láta af varðstöðu feðra okkar, vegna tímabundina árása á okkur. 

Líkt og Matti Bjarna og Geir Hallgríms, mun festa, heiðarleiki og óbilandi kjarkur, leiða okkur til þess sigurs, sem okkur er ætlaður.

Bretar hafa verið afar ósannir, bæði í fréttaflutningi af átökum okkar við þá og einnig um þeirra þa´tt í uppbyggingu okkar.

WC sagði sig hafa bent okkur á nýtingu jarðvarma, þó við vitum, að hann var á börmum skurða sem grafnir voru vegna hitaveitu í Rvík.  Svo vitum við, að okkar varðskipsmenn skutu ekki á ,,VARNALAUSA VEIÐIMENN" líkt og ,,virtustu" blöð og fréttastofa BBC marg tuggðu.

Bretar hafa ætíð logið um það sem þeim hefur hentað.  Það mun ekkert breytast en mér rennur til rifja, að okkar ráðamenn, bæði núverandi og fyrri stjórnvöld (Geir og co) hafi lyppast niður við fyrstu hótun.

Ég geri afar ríkar kröfur til minna forystumanna.  Þess vegna ríf ég kjaft á fundum.  Það mun ég gera á morgun á fundi nafna um stjórnmál dagsins.

 Því bið ég þig að una okkur, sem telja betra að berjast fyrir fyrri gildum, að vera innan Flokksins og laus við fríunarorð um frelsi utan flokksbanda.

Við leitum að því sem við teljum best fyrir land og þjóð, því við eigum börn og barna börn, sem þurfa að taka við af okkur. þá örendi okkar þrýtur.

Með virðingu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.1.2010 kl. 01:49

6 identicon

Þetta finnst mér hljóma mjög óþægilega: Sjá nú nýlega, þegar hælisleitendur sem hafa verið lýst sem friðelskandi og löghlýðnum borgurum lenda í hverju lögbrotinu af öðru og innflytjendur, sem áttu að fylla og göfga okkar litlausa þjóðlíf gera það ei[n)kum með innflutningi dóps (líkt og kom fram í fréttum í kvöld) eða standa fyrir vændi og innflutningi á þrælum og ófrjálsu fólki líkt og er með Miðbaugs Maddömuna.

Hyggjum hreint og verjum okkar þjóðlíf og hefðir, þó á stundum þær geti verið, líkt og annað sem mannlegur hugur smíðar, brothætt og ófullkomið. Ekki láta af varðstöðu feðra okkar, vegna tímabundina árása á okkur."

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband