Rannsóknarnefndin hvorki opinber úrskurðaraðili né stjórnvald

Lögmaðurinn er ónákvæmur í framsetningu sinni. Það hafa ekki alveg allir og fortakslaust andmælarétt hvað varðar efnistök nefndarinnar og niðurstöður. Um það gilda sérstök lagaákvæði í lögum um nefndina nr. 142/2008.

"13. gr.     Að gagnaöflun lokinni gerir nefndin þeim sem ætla má að orðið hafi á mistök eða hafi orðið uppvís að vanrækslu í starfi skriflega grein fyrir afstöðu sinni og eftir atvikum lagatúlkun á þeim atriðum sem varða þátt hans í málinu og nefndin íhugar að fjalla um í skýrslu til Alþingis. Nefndin veitir viðkomandi hæfilegan frest til að gera skriflega athugasemd við þessi atriði.

14. gr.

     Vakni grunur við rannsókn nefndarinnar um að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað tilkynnir hún ríkissaksóknara um það og tekur hann ákvörðun um hvort rannsaka beri málið í samræmi við lög um meðferð sakamála.
     Ef nefndin telur að ætla megi að opinber starfsmaður hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996 eða eftir ákvæðum annarra laga sem gilda um störf hans skal hún tilkynna viðkomandi forstöðumanni þar um og hlutaðeigandi ráðuneyti.
     Nefndinni er ekki skylt að gefa viðkomandi kost á að tjá sig sérstaklega um þá ákvörðun hennar að senda mál til ríkissaksóknara, forstöðumanns eða ráðuneytis skv. 1. og 2. mgr.
     Um ábyrgð ráðherra fer samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð.
     Upplýsingar um þau mál sem greinir í 1. og 2. mgr. skulu birtar í skýrslu nefndarinnar.
     Ekki er heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum."

Skv. þessum lagaskilyrðum ætti ekki að dragast úr hófi að birta niðurstöður nefndarinnar þó hún fari að lagaákvæðunum.


mbl.is Allir hafa andmælarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engar athugasemdir. Það virðist vera einhver grundvallar misskilningur á ferðinni.  Þriggja mánaða seinkun og nefndarmenn dylgja, með tárum opinberlega, um innihaldið.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 17:04

2 identicon

Óli, áttu við að þeir sem nefndir eru í skýrslunni eigi ekki að fá að koma fram andmælum eða skýra stöðu sína?

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 08:38

3 identicon

Tommi minn.  Skýrslun á að birta nú þegar.  Þeir geta komið fram andmælum, en þeim endist ekki ævina, að réttlæta innrætið.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband