Ömurlegur málflutningur bloggara v. þessa frétt

Ég hef lesið í gegnum þennan á þriðja tug færslna við þessa frétt og ekki rekist á eina, sem haft hefur að geyma efnislegar athugasemdir við málflutning prófessorsins. Andófið byggist á "Júdasi" og "handrukkun" og fleiru í þeim dúr. Maðurinn er greinilega óalandi og óferjandi og ber að taka af launaskrá hjá hinu opinbera, þar sem hann fer gegn hagsmunum þjóðarinnar.

Fyrir fáeinum misserum leyfði lítill minni hluti fræðimanna og jafnvel stjórnmálamanna sér að gera athugasemdir við framgang efnahagslífsins og vekja máls á að illa kynni að fara. Þá var þeim mætt með sömu aðferð og hér er beitt þó vera kunni að orðalagið hafi ekki verið jafn ruddalegt og hér má sjá.

Nú nagar þjóðin sig í handabökin fyrir að hafa ekki lagt við hlustir.


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Trúverðugleiki hagfræðinga er ekki mikill um þessar mundir og er þá sama hvort í hlut eigi Þórólfur, Gylfi Magnússon, Tryggvi Þór eða Ragnar Árnason.  Það virðist vera hægt að panta álit hjá þessum mönnum.  Þeir eru nokkuð seigir og áreiðanlegir  þegar kemur að diffrun framleiðslufalla en þegar á að fara tjá sig um hluti í raunhagkerfinu þá kemur í ljós að hagfæðin eru félagsvísindi og byggja að mjög litlu leyti á fræðilegum grunni.  Ef þessir 4 væru spurðir út í Icesave eða skattahækkanir, þá kæmu líklega 4 mismundandi svör sem kæmu hagfræði lítið sem ekkert við.

Guðmundur Pétursson, 3.2.2010 kl. 12:27

2 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Tillögur hans í húsnæðislánamálum þjóðarinnar er að þjóðin borgi mun meira en allflestum þykir sanngjarnt. Við látum lánin inn í bankana með miklum afföllum og afhendum þá erlendum fjárfestum og vogunarsjóðum. Svo eigum við að borga það sem þessum aðilum sýnist.

Tila bíta höfuðið af skömminni eru sömu viðskiptatengsl innan bankanna.

Það er ekki þetta sem við vildum.

Ég vildi bara óska þess að hann sýndi meiri samstöðu með þjóðinni sem hann vinnur fyrir.

Það sáu margir fyrir efnahagsvandann án þess að þeir tali nú með þessum hætti.

Mig furðar ekki að þeir fjölmörgu sem líða angist vegna efnahagshrunsins, geri kröfu til þess að allir sem vettlingi geti valdið haldi hagsmunum þjóðarinnar á lofti.

Skúli Guðbjarnarson, 3.2.2010 kl. 12:55

3 identicon

Ögmundur og skoðannabræður hans kosta okkur hundruð milljarða þetta árið, í tafagjald. ICESAVE eru bara smá peningar í því ljósi.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 13:00

4 identicon

Guðmundur:

Þó menn hafi mismunandi skoðanir á hlutunum þá þýðir það ekki að félagsvísindi hvíli ekki á fræðilegum grunni.

Mundu að margoft hefur það gerst að eðlisfræðingar eða líffræðingar verði ósammála. En þær deilur hafa sjaldnast pólitíska þýðingu og þess vegna tekur þú og fleiri ekki eftir þeim.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 13:02

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Viss hópur þolir ekki að málin séu skoðuð frá öllum hliðum, og mér er farið að verða ómótt yfir þessum slepjulega frasa "samstaða með þjóð sinni", sem þýðir að koma ekki með óþægilegar skoðanir.

Finnur Bárðarson, 3.2.2010 kl. 14:53

6 identicon

Þórólfur þiggur laun úr hendi helsta deiluaðilans í Icesave málinu ríkisstjórnarinnar og er strax af þeirri ástæðu vanhæfur til að fjalla um málið.

Ég nenni varla að fara aftur í málefnaleg rök gegn bullyrðingum hans, en það er margbúið að sýna fram á það með góðum rökum að það er líklega dýrara að samþykkja nauðungarsamninginn en að taka meintum afleiðingum af synjun hans. Fyrir utan að það er siðlaust að hneppa framtíðarkynslóðir í þrældóm vegna misgjörða vanhæfra stjórnmálamanna og viðskiptajöfra.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 15:25

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

1. Enginn ríkisstarfsmaður er fær um að taka þátt í þessari umræðu skv. ofanskráðu.

2. "bullyrðingar", "líklega ódýrara", "meintum afleiðingum", allt eru þetta gildishlaðnar fullyrðingar og orðalagið til þess fallið að styrkja ákveðin sjónarmið.

3. Palladómar um siðleysi einnar kynslóðar í garð annarrar gagnast ekki við lausn Icesave-málsins. Hér dugar ekkert nema pragmatísk pólitík og leikurinn að list hins mögulega. Að mínu áliti er því miður ákveðin undirhyggja ráðandi í íslenskri pólitík nú um stundir og hamlar það lausn málsins. Menn virðast hafa sett sér önnur markmið en þjóðin þarf á að halda. Þaðer skaði.

Sigurbjörn Sveinsson, 3.2.2010 kl. 16:18

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Theódór, sem sagt enginn sem starfar hjá ríkinu má hafa skoðun á þessu máli. Er það virkilega það sem þú ert að meina ??

Finnur Bárðarson, 3.2.2010 kl. 16:19

9 identicon

Því miður hefur umræðan verið í röngum farvegi frá upphafi. Það hefði verið betra ef menn hefðu farið að lögum og haldið pólitík fyrir utan.

Landsbankinn var Íslenskur banki sem skal hlíta íslenskum lögum. Um Tryggingasjóð Innistæðueigenda, sem þetta Icesave mál snýst um, gilda Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, 1999 nr. 98 27. desember.

Lög þessi voru áréttuð þann 21. febrúar 2000. Þá setti ráðherra reglugerð nr. 120/2000 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þar segir m.a.

"4. gr. Ef bú aðildarfyrirtækis er tekið til gjaldþrotaskipta skulu viðskiptavinir þess LÝSA KRÖFUM Í BÚIÐ ÁÐUR EN ÞEIR GERA KRÖFU Á SJÓÐINN, skv. 1. mgr."

Af þessu má sjá að það er skýrt kveðið á um forgangsröðunina, þ.e. fyrst að sækja kröfuna í þrotabúið og svo í Tryggingasjóðinn. Ekki er einu orði minnst á að þjóðin þurfi að gangast í ábyrgðir af þessu heldur á sjóðurinn að standa skil á skuldinni EFTIR að þrotabúið hefur verið gert upp.

Hvernig væri nú að fara að lögum í þessu máli og hætta þessari dellu og hringavitleysu sem pólitíkusar landsins eru endalaust að hræra í. Málið hefur verið í röngum farvegi frá upphafi enda ekki nema von að ekki takist að lenda því þann veginn. Nú þarf að setja það í réttan farveg, þ.e. leyfa Bretum og Hollendingum að sækja kröfurnar fyrst í þrotabúið svo í Tryggingasjóð Innistæðueigenda, án ábyrgðar þjóðarinnar sem ekkert hefur til unnið.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 16:28

10 identicon

Þetta er málið, IceSave er ekkert rætt, það er bara farið út í eitthvað tilfinningalegt propaganda þegar eitthver reynir að ræða málin af alvöru.

Það var þannig sem Hitler komst til valda, með tilfinningaáróðri gegn "óvininum".

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 16:34

11 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er því miður rétt, að "lægsta mögulega meðaltal" hefur hæst og lætur verst, hér sem annarsstaðar!  Sömu sögu má segja um orðfæri ansi marga á Alþingi.  Æ ofaní æ eru ráðherrar og þingmenn stjórnarinnar kallaðir landráðamenn, og þetta fólk sagt ganga erinda Hollendinga og Breta!

Og þeir þykja jafnvel "flottastir" sem verst láta!

Auðun Gíslason, 3.2.2010 kl. 17:40

12 identicon

Eitt er að vera ríkisstarfsmaður og taka þátt í umræðum. Annað er að kynna sig í skrifaðri grein á víðlesnum erlendum vef sem háskólaprófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Það er mjög alvarlegur hlutur að draga Háskólann inn í viðkvæmt pólitískt deilumál, eins og Þórólfur gerir. Fyrir utan að hann auðvitað stórskemmir málstað Íslands í þessu erfiða máli. Ég hélt það væru nógu margir leikmenn í landsliði stjórnmálanna sem virðast hafa það eina takmark að skora sjálfsmörk.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 17:45

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Í gamla Sovétinu var harðbannað að ræða við vestræna hvað þá að skrifa í erlend blöð nema til að mæra fyrirheitna landið. Enn virðist gamla KGB hugarfarið leynast víða.

Finnur Bárðarson, 3.2.2010 kl. 18:11

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem skiptir höfuð máli varðandi grein prófessorsins er - að þetta er allt rétt hjá honum !

Allt rétt sem prófessorinn segir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.2.2010 kl. 19:00

15 identicon

Hárrétt hjá Ómari. Þessi töf kostar okkur meira en ICESAVE.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 19:26

16 Smámynd: Elís Már Kjartansson

þessi töf er þá í boði  ríkisstjórnar sem neitar að gefa eftir og fara þá leið sem þjóðin vill. Rétt skal vera rétt en hjá vinstri mönnum er það náttla sumir eru jafnari en aðrir og ekkert hefur breyst á því. þeir afhenda bönkum og fyrirtækjum sömu mönnum sem voru á himinháum launum og hvaðeina sem átti að þýða að þeir bæri ábyrgð en hvað kom á daginn. Það var engin ábyrgð svo ætlaru að segja að það sé bara allt í góðum málum ef við samþykkjum þessi svik reyndu annan þetta mun aldrei verða samþykkt og ég legg til að allir sem tala því máli að skattgreiðendur egi að borga fyrir fall einkarekins banka eða fyrirtækis verði handtekinn ákærð fyrir landráð og sitji inni í 16 ár án skilorðs.

Elís Már Kjartansson, 3.2.2010 kl. 19:44

17 identicon

Magnús Jóhannesson hefur lög að mæla - skilur málið þar sem íslensk gjaldþrotalög gilda og ákvæði tengt við Ragnar H. Hall skal gilda (Ísland er home meber state og uk host).  Mjög vafasamur gjörningur "Landsbanki freezing order" samkvæmt lögspekingum!
http://www.fmlc.org/papers/Issue141Report.pdf

Síðan má líka bæta þessu álitamáli við........og kemur í þetta sinn frá Hollenskum sérfræðing ............Finally, the Directive sets a somewhat contradictory obligation for a Member government to establish and officially recognise a system of deposit protection, but exempts it from any obligation to support it financially—even in a crisis. In fact, States are not liable if the systems they set up fail. “Whereas this Directive may not result in the member States’ or their competent authorities’ being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognised.”..........From 2005, the German government will no longer be allowed to protect the banking system

http://www.dnb.nl/en/binaries/ot054_tcm47-146064.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 19:49

18 Smámynd: Kama Sutra

Vargöld og skálmöld er gengin í garð á Íslandi.  Öfgafólkið og andlegu krypplingarnir, sem hæst garga, hafa hertekið umræðuna og eru farnir að stjórna henni - núna með dyggri aðstoð forsetans sem galar um "ást Íslendinga á lýðræðinu" () út um allar koppagrundir.

Við heyrum því miður minna frá skynsama fólkinu sem farið að halda sig til hlés í umræðunni.  Kemst enda varla að fyrir garginu í öfgamönnunum.

Kama Sutra, 3.2.2010 kl. 20:33

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Sigurbjörn, við skulum ekki dæma prófessorinn hann er alls ekki einn um að taka flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni. Reyndar er það alls ekki sjaldgæft, að mínu mati er það þó miður.

Sigurður Þórðarson, 3.2.2010 kl. 20:37

20 identicon

Ef ykkur finnst framlag Þórólfs öfgalaust og skynsamt lesið þá aftur fréttina á mbl.is. Maðurinn líkir Icesave-andstæðingum og sjálfri Evu Joly við fjárglæpamanninn Bernard Madoff! Mjög öfgalaust eða þannig.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 22:33

21 identicon

http://www.aftenposten.no/meninger/article3497865.ece

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 22:54

22 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Hérna er málefnalegt svar mitt við grein Þórólfs:

http://bjarnimax.blog.is/blog/bjarnimax/entry/1014226/

Bjarni Kristjánsson, 3.2.2010 kl. 22:59

23 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég las greinina í Aftenposten og þar er vísað til þeirra, sem vilja telja okkur trú um að Icesave- vandinn geti gufað upp á einni nóttu, þegar samlíkingin við Madoff er tekin. 

Ég get alveg tekið undir þá samlíkingu. Ef því er haldið fam þá eru þeir menn lýðskrumarar. 

Sigurbjörn Sveinsson, 3.2.2010 kl. 23:00

24 identicon

Þetta er samt afskaplega ósmekklegt að leggja að jöfnu fjárglæpamann sem fékk 150 ára fangelsisdóm og þá sem vilja forðast skuldaþrældóm heillrar þjóðar vegna skuldar sem lagaleg óvissa ríkir um að henni beri að taka á sig.

Sérstaklega gagnvart manneskju sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn fjársvikum.

Ég kíkti á grein Bjarna Kjartanssonar. Hann færir rök fyrir því að Þórólfur gerir lítið úr þeirri skuldbindingu sem Icesave er og segir hana aðeins þriðjung af því sem áður hefur verið reiknað út.

Er þá ekki með samskonar röksemdarfærslu hægt að líkja Þórólfi Matthíassyni við fjárglæpamann? Hann er að gera gera lítið úr vaxtabyrðinni af Icesave og þar með að segja að Icesave skuldbindingin muni gufa upp að einhverju leyti við að gangast undir hana!

Hversu gáfulegt sem það er nú að segja að skuldbinding hverfi við að taka hana á sig er svo önnur saga.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:34

25 identicon

Bjarna Kristjánssonar, afsakið.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:34

26 Smámynd: SeeingRed

Vandamálið er bankakerfið eins og margir skarpir menn hafa reynt að benda okkur á í gegnum tíðina...til lítils. Enn verður höfðinu barið við steininn og alþjóðlegir banksterar örugglega til í að taka nýjan snúning á okkur og afkomendum, fólkinu virðist fyrirmunað að átta sig á svikamyllunni,ekki einu sinni á upplýsingaöld! , gömlu arðránsbrögðin duga jafn vel á nýjar kynslóðir og fyrri.

"Banking was conceived in iniquity and was born in sin. The bankers own the earth. Take it away from them, but leave them the power to create money, and with the flick of the pen they will create enough deposits to buy it back again. However, take it away from them, and all the great fortunes like mine will disappear and they ought to disappear, for this would be a happier and better world to live in. But, if you wish to remain the slaves of bankers and pay the cost of your own slavery, let them continue to create money ." ~ Josiah Charles Stamp ~

SeeingRed, 4.2.2010 kl. 01:09

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikilvægasti textinn hér er frá Magnúsi B. Jóhannssyni:

"Landsbankinn var Íslenskur banki sem skal hlíta íslenskum lögum. Um Tryggingasjóð Innistæðueigenda, sem þetta Icesave mál snýst um, gilda Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, 1999 nr. 98 27. desember.

Lög þessi voru áréttuð þann 21. febrúar 2000. Þá setti ráðherra reglugerð nr. 120/2000 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þar segir m.a.:

"4. gr. Ef bú aðildarfyrirtækis er tekið til gjaldþrotaskipta skulu viðskiptavinir þess LÝSA KRÖFUM Í BÚIÐ ÁÐUR EN ÞEIR GERA KRÖFU Á SJÓÐINN, skv. 1. mgr."

Af þessu má sjá að það er skýrt kveðið á um forgangsröðunina, þ.e. fyrst að sækja kröfuna í þrotabúið og svo í Tryggingasjóðinn. Ekki er einu orði minnst á að þjóðin þurfi að gangast í ábyrgðir af þessu heldur á sjóðurinn að standa skil á skuldinni EFTIR að þrotabúið hefur verið gert upp.

Hvernig væri nú að fara að lögum í þessu máli ..." (tilvitnun lýkur).

Þetta er í fullu samræmi við það tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu, því að þar er ríkið beinlínis og SKÝRUM STÖFUM undanþegið ábyrgð á innistæðum í bönkunum. Ef einhver hafnar þeim sannleika, vegna þess að ísl. ríkið hafi mismunað með því að greiða innistæðueigendum hér á landi, þá er þeim gagnrökum svarað og þau hrakin til hlítar í grein eftir Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson: Um mismunun á grundvelli þjóðernis (Mbl. 13. jan. 2010).

Vitja ykkar aftur með nýjum degi.

Jón Valur Jensson, 4.2.2010 kl. 03:47

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eigandi þessarar bloggsíðu segist vera hneykslaður á umræðunni, enda finni hann engar efnislegar athugasemdir, þvert á móti sé einkennist umræðan af sleggjudómum.

Hann hefur sannfæringu fyrir því að Íslendingar sem þjóð verði að borga Æsseif og til að leggja  áherslu á orð sín segir hann að þeir sem séu á annarri skoðun séu lýðskrumarar.

Sigurður Þórðarson, 4.2.2010 kl. 05:51

29 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sigurður: Í þessari færslu er sérstaklega vikið að þeim bloggum, sem á undan fóru en engin tilraun gerð til að alhæfa um umræðuna yfirleitt eða reynt að gera lítið úr þeim, sem eru á öndverðu máli við mig. Enda engin sérstök afstaða tekin með Þórólfi Matthíassyni.

Það er enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu að ég kalli andstæðinga mína lýðskrumara nema þá, sem vekja væntingar hjá alþýðu, sem alls ekki er hægt að mæta að dómi allra þeirra, sem koma að landsmálum þessa stundina.

Ég vil þakka öllum þeim, sem hafa tekið þátt í þessari bráðskemmtilegu og upplýsandi umræðu, sem hér hefur farið fram og er hún einmitt þess eðlis, sem ég var að kalla eftir.  Haldið áfram á þessum nótum. Nóg er plássið hjá Mogga.

Sigurbjörn Sveinsson, 4.2.2010 kl. 09:14

30 identicon

Þórólfur er nú ekkert að poppa í svona sérverkefnum í fyrsta skipti Sigurbjörn, stjórnvöld á hverjum tíma hafa ráðið hann í ýmsar greinargerðir í gegnum tíðina. Þessa grein skrifar hann ekki sér til dægrastyttingar heldur er hún fjármögnuð og keypt af hagsmunaaðilum.

Þannig er nú það.

Grein hans þykir ekki byggð á efnislegum grunni Sigurbjörn, hann gefur ekki upp nauðsynlegar forsendur fyrir áliti sínu og það eitt og sér er alvarlegt mál, ekki hvað síst með tilliti til framsetningar á greininni á erlendum vettvangi.

Hvað varðar Icesave málið, þá er það spurning um viðhorf enda engin leið að skera úr um það hverjar afleiðingarnar verða, eða hvort það eru þá ekki bara afleiðingar af einhverju öðru. Eins eru þættir sem skipta gríðarlega miklu máli í þessu öllu saman eins og hvort hér sé trúverðug ríkisstjórn?

Ótrúverðug og slæm ríkisstjórn er ákaflega slæmt mál fyrir okkur í viðskiptum.

En við öðlumst enga virðingu við það að taka á okkur skuldbindingar sem við höfum ekki unnið til. Lagatextinn er skýr, Icesave er ekki á okkar ábyrgð. Við græðum ekkert á að láta eftir kröfum brjálæðinga. Við eigum ekkert að vera hrædd við Breta og Hollendinga, þeir munu lyppast niður fyrr en varir um leið og tekið er á þeim á opinberum vettvangi í stað þess að vera með málið í felum.

Ég myndi segja að þetta hafi verið málefnalegt svar.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 16:06

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir þau lokaorð Gunnars, þótt innleggið sé ekki langt. Ekkert veit ég reyndar um kostun greinar Þórólfs; menn gera líka margt í pólitískum enþúsíasma, sem þeir létu betur ógert. Mig grunar, að Þórólfur sé einfaldlega æstur Samfylkingarmaður, og mér hefur sýnzt ég sjá það á ýmsum vilhollum álitum hans um aðskiljanlegustu mál.

Vissulega er það þó rétt hjá Sigurbirni, að hrekja þarf grein Þórólfs með málefnarökum, og þau þurfa að verða ýtarlegri hér á síðunni.

Jón Valur Jensson, 4.2.2010 kl. 21:50

32 identicon

Já, það hafa nú ýmsir fleigt sér yfir þetta mál, þar á meðal Bjarni Kristjánsson. Ég hef hvorki lesið grein Þórólfs né gagnrýni á hana af neinu viti þar sem ég kemst ekki í það.

Vísa frekar í ummæli Bjarna Kr. http://bjarnimax.blog.is/blog/bjarnimax/entry/1014226/

En ég stend við þau orð mín að þetta er keypt grein. Hagfæðin er byggð á slíkum grunni að ekki er hægt sé að koma með aðra eins bölsýn og ég hef heyrt að Þórólfur geri í greininni.

Til þess þyrfti Þórólfur að vita fyrirætlannit stjórnvalda í framhaldi af höfnun samninganna.

jams.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 22:33

33 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Úr mjög athyglisverðum drögum að grein eftir Elviru Méndez Pinedo, sem hún birti á bloggi síni 3.þ.m. þar sem viðfangsefni er hinn evrópski lagarammi, veikleikar tilskipunar 94/19/EC við þessar aðstæður og krafa um endurskoðun lagaumgjarðarinnar vegna alveg nýrrar stöðu.

Hún breiðir heldur ekki yfir að Íslendingar séu bundnir af samningum sem þeir hafa gert, sem gerir þeim ókleift að fara með málin fyrir dómarann og það þurfi þríhliða samkomulag málsaðilja til að þar verði breyting á. Deilurnar hafi verið settar niður utan dómstóla með pólitískri niðurstöðu.

"From a legal point of view it is highly relevant to note that this dispute has been settled outside the legal order and by diplomatic negotiations. Whether Iceland, the UK and Holland accept to reconsider this point is a different political issue at this stage of events. For the time being, the situation is the following: unless the three countries agree, Iceland cannot take the case before the ECJ and the EFTA Court has no direct competence either. In this context, the author wonders whether the structure of the EEA Agreement between the EU and EFTA countries has proven defective to solve a cross-border dispute of this magnitude. By approaching this dispute at a bilateral level on a political basis, Icelandic and other European citizens residents in Iceland as well as the Icelandic State have been deprived of access to justice.   In spite of the importance of this dispute for the internal market and for all parties involved, the current methodology used means that there is no right for effective judicial remedy for Iceland nor Icelanders at European level, no judicial forum where all pleadings can take place and where the rule of law can prevail on the basis of legal arguments.  In the absence of a proper European litigation forum and judicial procedure, it seems to the author (on the basis of information made public) that a political decision to interpret EU law in the best interests of the UK and Holland has been adopted, a decision only justified by the macroeconomic need to secure the stability of the financial markets of Europe."

Sigurbjörn Sveinsson, 5.2.2010 kl. 09:50

34 identicon

Já eins og hún segir þá er það merkilegt að málum skuli vera þannig háttað á hinni fullkomnu Evrópu að engin dómstóll hafi í raun lögsögu í málinu nema með samþykki allra aðila. Þetta er mjög svo óeðlilegt eins og reyndar mjög margt í regluverki Evrópusambandsins sem mætti nú líkja við þá mestu ruslakistu af ónýtu regluverki sem hugsast getur.

Regluverkið hvetur í raun til pólitískra lausna á málum sem þessum og hrossakaupa af verstu sort.

Hitt er annað mál að það heimskulegasta sem Íslendingar geta gert í þessu máli væri að borga eina einustu krónu til þessara nýlenduvelda en við verðum ekkert annað en nýlenda í framhaldi.

Nýlenda sem er (off the books), hreinn gróði tekin úr landi. Þetta hefur verið stundað og er stundað af þessum ríkjum. Þá ber að benda á þá eitruðu bankastarfssemi í Hollandi sem fellur undir lög um verndarsvæði og þar er höndlað með viðskipti er varða hinar gömlu Hollensku nýlendur.

Það bankakerfi er eitrað, lokað og skilgreint sem aflandsbankakerfi. Þeir eru því með allan viðbúnað til þess að hefja hér sína rányrkju og er Icesave bara byrjunin.  

sandkassi (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 13:29

35 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þegar ísland varð aðili að EES, þá komu þeir því sérstaklega leiðar að það yrði ekki aðili að  Evrópudómsstólum.  Íslendingar hafa alltaf verið hræddir við alþjóðlega dómsstóla.

Auk þess hefur þegar fallið dómur.  Niðurstaðan einróma og alveg skýr.

Ísland á að greiða samkv. laga og regluverkinu.  Period.

Hverjar heldur fólk að líkurnar séu til að Evrópudómsstóllinn komist að allt annari niðurstöðu en Gerðadómur ?

Alveg absúrd hugmyd.  Evrópudómsstóllinn.

Eh það er bara einn skilningur á direktífi 94/19 í öllum EES ríkjunum.  Einn og bara einn.

Aðilar að máli, í þessu tilfelli innstæðueigendur, hafa lagalegan rétt til lágmarksbóta og Ríkin hafa innleitt þann rétt í löggjöf sína.  Ríkin eru ábyrg fyrir að einstaklingar fái umræddan rétt uppfylltan ef á reynir.

Dírektífi beinast að ríkjum og má líkja við milliríkjasamninga.

Grein 7(1)  í Rammalögum 94/19 hefur direct effect !

Veit ekki, held að það sé með því vitlausara sem eg hef heyrt, að ætla að fara fram með málið á þeim forsendum að Evrópulöggjöf um lágmarkstrygginu til innstæðueigenda - sé beisiklí engin trygging !  Og sko, þessu halda sumir fram í fullri alvöru !!

(Þá er nú gáfulegri framsetning Elvíru um að ekki sé reiknað með "kerfishruni" í lögunum o.s.frv.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2010 kl. 17:26

36 identicon

hvaða dómur er það?

sandkassi (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 17:34

37 Smámynd: Óskar Arnórsson

Umræða um málflutning, aðferðir við umræðu og hvort íslenskan sé án þess að það séu stafsettningarvillur, er enn ein aðferð til að loka leiðum í umræðunni. Það er bara mín skoðun.

Það er sjálfsagt ekki boðlegt eða fínt að slá í potta og pönnur fyrir framan Alþingishúsið. Það var samt gert með árangri. Mjög óhefðbundið lýðræði.

Að hengja fána á Alþingishúsið með Bónusmerkinu, er symbóliskt. Þannig þarf umræðan að vera líka svo hún heyrist.

Ivesave verður kosið um og það hefur forseti fengið fram. ÓRG er maður sem stendur með sinni þjóð af tilfinningu.Það er hægt að vera stoltur af honum. það er langt síðan að ég fann fyrir stolti yfir verkum einhvers embættismanns á Íslandi.

Sjálfsagt finnst vissu fólki það ákaflega barnalegt. ég vil samt ekki skipta við það fólk.

Það heyrast raddir að ef hægt er að finna vott af tilfinningum í skrifum einhvers, þá er viðkomandi út úr kortinu. Viðkomandi er ekki marktækur hjá þeim hópi sem geta lifað án tilfinninga.

Þegar stjórnvöld láta tíman líða þannig að fleiri og fleiri lenda í gjaldþroti, missa heimili sín, er erfitt að fá það fólk í "málefnalega umræðu" um hvar það eigi að gista næstu nótt með börnin, eða hvernig það eigi að fá far með matarpakkana frá Mæðrahjálpinni, eða Rauða Krossinum.

Kuldinn og tilfinningaleysið er algjört hjá yfirvöldum. Ef einhver tekur sér orðið "landráð" í munn, eða gerist svo ósvífin að skrifa það, er hann heldur ekki marktækur hjá ákveðnum hópi.Ég sé ekkert eftirsóknarvert að tilheyra þeim hópi heldur. Bara mín skoðun.

Ég er sammála pistlahöfundi að það var varað við þessu hruni eiginlega alveg eins og það varð, fyrir mörgum árum. Og það var ekki þessi ruddalegi talsmáti.

Kanski einhver hefði hlustað, ef "öfgaraddirnar" hefðu virkilega látið í sér heyra, það hefði verið bölvað og ragnað á kjarnyrtri íslensku nógu mikið til að ráðamenn hefðu vaknað, tekið í taumana og kanski afstýrt miklu af þeirri hroðalegu eyðileggingu sem raunin var á í efnahag landsins og þar á meðal minn eigin, sem er hreint gufaður upp í minna enn ekkert.

Ég ætla ekki að segja skoðun mína á Þórólfi hérna. Margir vita hana. Og hvað leyfir mér að hafa þessa skoðun?  Hann er symbol fyrir æðstu menntastofnun landsins. Hann er virtur. Var það að minnsta kosti. Hann talar niður til heillrar þjóðar. Sinnar eigin. það er hreint út sagt óþolandi. 

Fyrir mig alla vega. ég tala ekki fyrir aðra.

Síðan um sjálft málið. Icesave. það snýst bara ekki um peninga eingöngu. Það er spurnig hvort fólk á að selja eða missa eignir sínar til að greiða skuldir banka.

Ef þetta hefði verið stál eða álfyrirtæki, hefðu hluthafar bara tapað sínum peningum.  það hefði varla verið stórt fréttaefni hvað þá meira.

Enn það er litið á að innistæðueigendur Icesave séu allir saklausir og þar með án ábyrgðar í Icesave. Og það er leitað af reglum sem leyfa eða krefjast að þetta sé borgað, eða gefið loforð um það.

"Til að halda reisn þjóðarinnar" staðhæfa þeir sem eru langt leiddir í hræsninni. Bara mín skoðun.

Ég tilheyri þeim sem er sannfærður að það meigi ekki greiða þetta Icesave, jafnvel þótt það væru skýr lög um að það verði að gerast. Einhvertíma verður að setja stopp á banka sem kallast hlutafélög, enn er ekki leyft að fara eðlilega á hausinn. Nú er tækifærið.

Og ekki bara á Íslandi. Heldur um allan heim. Það vill svo til að Íslendingar eru eina þjóðin, að því ég veit, sem hefur þorað að ganga svona langt til að mótmæla yfirgangi banka. Og það virkilega þarf.

það þarf að brjóta upp hefðir og vitlaysu á Íslandi. Það er ekkert unnið með því að hópur fólks breyti sér í hálfgerða "enska lorda", af því að það er svo fínt.

Það má aðeins hrista fólk sem hefur frosið fast í snobb dýkinu. Bara mín skoðun á málinu. 

Að sjálfsögðu á fólk að haga sér vel, vera kurteist og hjálplegt við hvort annað. Það myndi líka vera það ef aðstæður væru eðlilegar. Enn aðstæður eru ekki eðlilegar. Mín skoðun á minni stöðu í lífinnu.  

Óskar Arnórsson, 5.2.2010 kl. 22:14

38 identicon

Bretar töpuðu, eins og margir, á falli bandaríska bankans Lehmans Brother. Afhverju hjóla þeir ekki líka í kanann? Er breska ljónið orðið svo gamalt og fúið að það treysti sér ekki í nema örþjóð eins og íslendinga?

Jóhannes (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 13:30

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Breska yfirstéttin og þar með megnið af ráðamönnum í Bretlandi er orðið svo úrkynjað og skemmt fólk, að það ræðst eingöngu á smáþjóðir og vopnlausa.

Þeir eru eingöngu vinir þeirra þjóða og fólks sem þeir geta haft gagn af.

Óskar Arnórsson, 6.2.2010 kl. 14:27

40 Smámynd: SeeingRed

"Það vill svo til að Íslendingar eru eina þjóðin, að því ég veit, sem hefur þorað að ganga svona langt til að mótmæla yfirgangi banka. Og það virkilega þarf."

Sammála Óskar, við eigum að sýna öðrum það fordæmi að segja hingað og ekki lengra, seðlabankakerfi heimsins er svikamylla eins og margir eru búnir að átta sig á og við eigum ekki að taka þátt í slíku, heldur rísa gegn glæpahyskinu og vona að almenningur um mestallan heim fylgi lit og varpi þessu oki af sér í eitt skipti fyrir öll, um leið og almenningur hættir að "spila með" alþjóðlegu bankamafíunni eru vopnin slegin úr höndum þeirra.

Sá merki maður Aaron Russo (R.I.P) neglir vandamálið í þessu magnaða viðtali, hef sjaldan verið jafn sammála nokkrum manni og þessum magnaða karakter.  http://www.youtube.com/watch?v=YGAaPjqdbgQ Þetta er slagur sem við getum ekki kinnroðalaust eftirlátið afkomendum okkar vegna eigin kjarkleysis.

SeeingRed, 6.2.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband