"Norðan við hníf og gaffal"

...sagði Hrafn í Kiljunni í gær, þegar hann vitnaði til heimkynna sinna norður við Ballarhaf. Það mátti halda að í kjölfar þess fylgdi kuldi sá og fásinni sem vitnað var til. En það var öðru nær. Þau hurfu á vit fegurðinni. "Fagur gripur er æ til yndis", sagði Óskar á sinni tíð og hafði eftir öðrum. Það er jafn satt fyrir því. Enda sást það á þeim öllum þrem. Þau voru snortin og Egill skríkti.

Fegurðina er erfitt að skilgreina. Henni verður tæplega með orðum lýst. Hún verður til í orðunum. Hún er afurð. Eins og eitt húsgagn er öðru fremra í málleysi sínu, þannig talar fegurðin í bókmenntum ekki fyrir sig sjálf heldur við fyrir hana. Hún bara er þarna. Og við skynjum hana. Þorgerður skynjaði hana í látlausri ástríðu, í því sem ekki var sagt, í línum sem skiluðu lesandanum Paradísarheimt í fáguðu handverki.

Eða það mátti á henni skilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband